Fyrrum Eurovision-farar vara við þátttöku í Söngvakeppninni Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2019 09:00 Frá vinstri til hægri: Pálmi Ragnar, Sæþór Kristjánsson og Ásgeir Orri. vísir/gva Pálmi Ragnar Ásgeirsson, einn af þremur meðlimum í Stop Wait Go, skrifar pistil á Instagram sem birtist í sögu hans á miðlinum. Þar segir hann farir sínar ekki sléttar varðandi fyrirkomulag RÚV í tengslum við Söngvakeppnina og hvernig samningar séu gerðir við lagahöfunda í keppninni. RÚV vísar ásökunum Pálma á bug. Í færslunni segir Pálmi: „Ég finn mig knúinn til að benda á eitt þar sem eitthvað af ungum tónlistarmönnum eru að followa mig. Nýlega var haft samband við mig frá RÚV og ég beðinn um að vera einn af „völdum“ lagahöfundum fyrir Söngvakeppnina 2020. Ég var alvarlega að íhuga það þangað til að ég las yfir samninginn sem RÚV lætur lagahöfunda skrifa undir við skil. Ég nenni ekki að fara út í detaila hér en í stuttu máli eruð þið að skrifa frá ykkur helminginn af útgáfurétti lagsins til íslenska ríkisins til eilífðar nóns. Ég er ekki að reyna að segja neinum hvað eða hvað hann á ekki að gera en bara benda á að ég myndi ALDREI taka þátt á þeim forsendum sem eru lagðir til í þessum samningi. Og hvet fólk sem er að taka þátt eða búið að skila inn demo-um að kynna sér málið mjög vel. Þetta er ekki í lagi. Og RÚV er EKKI útgefandi þó það borgi eitthvað smotterí fyrir að taka þátt. Og síðast en ekki síst, RÚV er opinber stofnun. Hlutverk RÚV er að styrkja stoðir íslenskra menningar en ekki græða á ungum og illa upplýstum listamönnum.“Hér má sjá skjáskot af færslu Pálma á Instagram. Einnig má sjá mynd af Maríu Ólafs á rauða dreglinum í Vínarborg en þar fyrir aftan má sjá þá Sæþór og Ásgeir.vísir/gettyÁsgeir Orri Ásgeirsson sem er einnig meðlimur í Stop Wait Go endurbirtir sama pistil á Instagram en þremenningarnir sem mynda útgáfuteymið hafa gefið út marga af helstu poppslögurunum hér á landi síðustu ár. Sæþór Kristjánsson er einnig partur af útgáfuteyminu Stop Wait Go. Gengið sendi inn lagið Lítil skref með Maríu Ólafsdóttur í Söngvakeppnina árið 2015 og fór lagið alla leið í lokakeppnina. Þeir tóku því þátt í Eurovision í Vínarborg sama ár og þá sem lagahöfundar. Ásgeir Orri var einnig í bakröddum í keppninni.RÚV ber umtalsverðan kostnað Vísir leitaði svara hjá RÚV varðandi málið og vill RÚV og Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi og verkefnastjóri Söngvakeppninnar koma eftirfarandi á framfæri: „RÚV hefur verið útgefandi laga í Söngvakeppninni frá því að keppnin hófst hérlendis fyrir 35 árum síðan. RÚV hefur séð um samninga við innlenda og erlenda útgefendur vegna útgáfunnar og hefur ríkar skyldur gagnvart EBU varðandi form útgáfunnar. RÚV ber umtalsverðan kostnað af útgáfunni, þvert á það sem umræddur lagahöfundur heldur fram. RÚV greiðir lagahöfundum fyrir upptöku á lögunum í keppninni. Að auki greiðir RÚV sigurvegaranum vinningsupphæð sem er óbreytt frá því í fyrra,“ segir Rúnar í skriflegu svari til Vísis. Hann segir að kostnaðurinn fari eftir umfangi en sé á milli 900 þúsund og upp í 1,5 milljónir á hvert lag.Rúnar Freyr með íslenska Eurovision-hópnum í Tel Aviv í vor.Undankeppnirnar í Söngvakeppninni verða tvær í Háskólabíói 8. og 15. febrúar og úrslitin í Laugardalshöll 29. febrúar 2020. Á síðustu árum hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum troðið upp í Höllinni á úrslitakvöldinu, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri. Á því verður engin breyting í næstu keppni. Sigurvegari Söngvakeppninnar 2020 mun síðast taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í Rotterdam í Hollandi. Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fór upp á hótel og grét: Fannst hún hafa brugðist Íslendingum "Ég táraðist svolítið í byrjuninni á keppninni að vera ekki þarna.“ Fyrsta viðtal Maríu um Eurovisionupplifunina. 24. júní 2015 15:57 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Um 200 milljónir horfðu á Eurovision Um tvö hundruð milljónir manns horfðu á Eurovision keppnina í sjónvarpi. Það er um tveimur milljónum fleiri en árið 2014. 3. júní 2015 16:00 Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12 Heyrðu flutning Maríu hér Komst ekki upp úr undanriðlinum. 21. maí 2015 23:00 María um flutninginn: „Mikið stress í gangi“ María Ólafsdóttir segist myndu taka aftur þátt í Eurovision ef henni stæði það til boða. 22. maí 2015 14:55 María og Frikki Dór klár í slaginn: Friðrik ánægður með förðunina „Hlýir litir sem henta mínum húðlit ofboðslega vel.“ 21. maí 2015 18:31 María stóð sig með prýði Bíður nú dóms Evrópu. 21. maí 2015 20:04 Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Pálmi Ragnar Ásgeirsson, einn af þremur meðlimum í Stop Wait Go, skrifar pistil á Instagram sem birtist í sögu hans á miðlinum. Þar segir hann farir sínar ekki sléttar varðandi fyrirkomulag RÚV í tengslum við Söngvakeppnina og hvernig samningar séu gerðir við lagahöfunda í keppninni. RÚV vísar ásökunum Pálma á bug. Í færslunni segir Pálmi: „Ég finn mig knúinn til að benda á eitt þar sem eitthvað af ungum tónlistarmönnum eru að followa mig. Nýlega var haft samband við mig frá RÚV og ég beðinn um að vera einn af „völdum“ lagahöfundum fyrir Söngvakeppnina 2020. Ég var alvarlega að íhuga það þangað til að ég las yfir samninginn sem RÚV lætur lagahöfunda skrifa undir við skil. Ég nenni ekki að fara út í detaila hér en í stuttu máli eruð þið að skrifa frá ykkur helminginn af útgáfurétti lagsins til íslenska ríkisins til eilífðar nóns. Ég er ekki að reyna að segja neinum hvað eða hvað hann á ekki að gera en bara benda á að ég myndi ALDREI taka þátt á þeim forsendum sem eru lagðir til í þessum samningi. Og hvet fólk sem er að taka þátt eða búið að skila inn demo-um að kynna sér málið mjög vel. Þetta er ekki í lagi. Og RÚV er EKKI útgefandi þó það borgi eitthvað smotterí fyrir að taka þátt. Og síðast en ekki síst, RÚV er opinber stofnun. Hlutverk RÚV er að styrkja stoðir íslenskra menningar en ekki græða á ungum og illa upplýstum listamönnum.“Hér má sjá skjáskot af færslu Pálma á Instagram. Einnig má sjá mynd af Maríu Ólafs á rauða dreglinum í Vínarborg en þar fyrir aftan má sjá þá Sæþór og Ásgeir.vísir/gettyÁsgeir Orri Ásgeirsson sem er einnig meðlimur í Stop Wait Go endurbirtir sama pistil á Instagram en þremenningarnir sem mynda útgáfuteymið hafa gefið út marga af helstu poppslögurunum hér á landi síðustu ár. Sæþór Kristjánsson er einnig partur af útgáfuteyminu Stop Wait Go. Gengið sendi inn lagið Lítil skref með Maríu Ólafsdóttur í Söngvakeppnina árið 2015 og fór lagið alla leið í lokakeppnina. Þeir tóku því þátt í Eurovision í Vínarborg sama ár og þá sem lagahöfundar. Ásgeir Orri var einnig í bakröddum í keppninni.RÚV ber umtalsverðan kostnað Vísir leitaði svara hjá RÚV varðandi málið og vill RÚV og Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi og verkefnastjóri Söngvakeppninnar koma eftirfarandi á framfæri: „RÚV hefur verið útgefandi laga í Söngvakeppninni frá því að keppnin hófst hérlendis fyrir 35 árum síðan. RÚV hefur séð um samninga við innlenda og erlenda útgefendur vegna útgáfunnar og hefur ríkar skyldur gagnvart EBU varðandi form útgáfunnar. RÚV ber umtalsverðan kostnað af útgáfunni, þvert á það sem umræddur lagahöfundur heldur fram. RÚV greiðir lagahöfundum fyrir upptöku á lögunum í keppninni. Að auki greiðir RÚV sigurvegaranum vinningsupphæð sem er óbreytt frá því í fyrra,“ segir Rúnar í skriflegu svari til Vísis. Hann segir að kostnaðurinn fari eftir umfangi en sé á milli 900 þúsund og upp í 1,5 milljónir á hvert lag.Rúnar Freyr með íslenska Eurovision-hópnum í Tel Aviv í vor.Undankeppnirnar í Söngvakeppninni verða tvær í Háskólabíói 8. og 15. febrúar og úrslitin í Laugardalshöll 29. febrúar 2020. Á síðustu árum hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum troðið upp í Höllinni á úrslitakvöldinu, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri. Á því verður engin breyting í næstu keppni. Sigurvegari Söngvakeppninnar 2020 mun síðast taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í Rotterdam í Hollandi.
Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fór upp á hótel og grét: Fannst hún hafa brugðist Íslendingum "Ég táraðist svolítið í byrjuninni á keppninni að vera ekki þarna.“ Fyrsta viðtal Maríu um Eurovisionupplifunina. 24. júní 2015 15:57 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Um 200 milljónir horfðu á Eurovision Um tvö hundruð milljónir manns horfðu á Eurovision keppnina í sjónvarpi. Það er um tveimur milljónum fleiri en árið 2014. 3. júní 2015 16:00 Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12 Heyrðu flutning Maríu hér Komst ekki upp úr undanriðlinum. 21. maí 2015 23:00 María um flutninginn: „Mikið stress í gangi“ María Ólafsdóttir segist myndu taka aftur þátt í Eurovision ef henni stæði það til boða. 22. maí 2015 14:55 María og Frikki Dór klár í slaginn: Friðrik ánægður með förðunina „Hlýir litir sem henta mínum húðlit ofboðslega vel.“ 21. maí 2015 18:31 María stóð sig með prýði Bíður nú dóms Evrópu. 21. maí 2015 20:04 Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Fór upp á hótel og grét: Fannst hún hafa brugðist Íslendingum "Ég táraðist svolítið í byrjuninni á keppninni að vera ekki þarna.“ Fyrsta viðtal Maríu um Eurovisionupplifunina. 24. júní 2015 15:57
María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45
Um 200 milljónir horfðu á Eurovision Um tvö hundruð milljónir manns horfðu á Eurovision keppnina í sjónvarpi. Það er um tveimur milljónum fleiri en árið 2014. 3. júní 2015 16:00
Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12
María um flutninginn: „Mikið stress í gangi“ María Ólafsdóttir segist myndu taka aftur þátt í Eurovision ef henni stæði það til boða. 22. maí 2015 14:55
María og Frikki Dór klár í slaginn: Friðrik ánægður með förðunina „Hlýir litir sem henta mínum húðlit ofboðslega vel.“ 21. maí 2015 18:31