Innlent

Kári styrkti Sósíalista

Björn Þorfinnsson skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. FBL/Stefán
Kári Stefánsson styrkti Sósíalistaflokk Íslands um 250 þúsund krónur á síðasta ári. Þetta kemur fram í útdrætti úr ársreikningi flokksins sem birtur var á vef Ríkisendurskoðunar. Að auki lagði viðskiptamaðurinn Sigurður Pálmason fram sömu upphæð til flokksins.

Sósíalistar buðu fram lista í borgarstjórnarkosningum á síðasta ári og náðu einum kjörnum fulltrúa, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Flokkurinn er sá fyrsti af þeim flokkum sem buðu fram í borgarstjórnarkosningunum sem leggur fram ársreikning sinn hjá Ríkisendurskoðun.

Alls fékk Sósíalistaflokkurinn 6,2 milljónir króna í rekstrartekjur á síðasta ári. Framlög einstaklinga og fyrirtækja voru 4,7 milljónir króna, 901 þúsund frá Reykjavíkurborg, 250 þúsund frá fyrirtækinu Forvörnum og eftirliti ehf. og 3,6 milljónir króna frá einstaklingum. Þar af eru tilgreindir tveir 250 þúsund króna styrkir frá Kára og Sigurði. Reikna má með að önnur framlög séu að mestu leyti félagsgjöld. Að auki fékk Sósíalistaflokkurinn 1,4 milljónir króna í aðrar rekstrartekjur samkvæmt útdrættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×