Tyrkir gómuðu systur Baghdadi Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 23:32 Lítið er vitað hvaða áhrif dauði Baghdadi hefur haft á samtökin. Vísir/AP Yfirvöld í Tyrklandi segja að hermenn hafi handsamað eldri systur Abu Bakr al-Baghdadi, látins leiðtoga Íslamska ríkisins. Litlar sem engar upplýsingar liggja fyrir um systurina, sem gengur undir nafninu Rasmiya Awad og er 65 ára gömul. Tyrkneskur embættismaður sem AP fréttaveitan ræddi við segir hana þó vera „gullnámu“ upplýsinga um hryðjuverkasamtökin, sem hún er talin hafa komið að.Awad var gómuð í árás á híbýli hennar nærri borginni Azaz í norðvesturhluta Sýrlands. Með henni voru eiginmaður hennar, tengdadóttir og fimm börn. Verið er að yfirheyra fullorðna fólkið. Svæðið sem um ræðir er undir stjórn sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og hefur verið það frá 2016. „Það sem hún veit um ISIS gæti gerbreytt skilningi okkar á samtökunum og hjálpað okkur að góma fleiri vígamenn,“ sagði heimildarmaður AP. Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna á híbýli hans í Sýrlandi undir lok síðasta mánaðar.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Í kjölfar árásarinnar gegn Baghdadi var talsmaður samtakanna einnig felldur í loftárás. Nýr talsmaður samtakanna tilkynnti svo á fimmtudaginn að búið væri að velja nýjan leiðtoga samtakanna. Sá ber heitið Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi. Lítið er vitað um hann né það hvaða áhrif dauði Baghdadi hefur haft á samtökin. Enn er þó talið að þúsundir vígamanna tilheyri samtökunum í Írak og Sýrlandi og eiga þau einnig undirsamtök víða um heim. Þá aðallega í Afríku og suðaustur Asíu. Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. 31. október 2019 09:02 Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Búið að velja eftirmann Baghdadi Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. 31. október 2019 16:09 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi segja að hermenn hafi handsamað eldri systur Abu Bakr al-Baghdadi, látins leiðtoga Íslamska ríkisins. Litlar sem engar upplýsingar liggja fyrir um systurina, sem gengur undir nafninu Rasmiya Awad og er 65 ára gömul. Tyrkneskur embættismaður sem AP fréttaveitan ræddi við segir hana þó vera „gullnámu“ upplýsinga um hryðjuverkasamtökin, sem hún er talin hafa komið að.Awad var gómuð í árás á híbýli hennar nærri borginni Azaz í norðvesturhluta Sýrlands. Með henni voru eiginmaður hennar, tengdadóttir og fimm börn. Verið er að yfirheyra fullorðna fólkið. Svæðið sem um ræðir er undir stjórn sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og hefur verið það frá 2016. „Það sem hún veit um ISIS gæti gerbreytt skilningi okkar á samtökunum og hjálpað okkur að góma fleiri vígamenn,“ sagði heimildarmaður AP. Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna á híbýli hans í Sýrlandi undir lok síðasta mánaðar.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Í kjölfar árásarinnar gegn Baghdadi var talsmaður samtakanna einnig felldur í loftárás. Nýr talsmaður samtakanna tilkynnti svo á fimmtudaginn að búið væri að velja nýjan leiðtoga samtakanna. Sá ber heitið Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi. Lítið er vitað um hann né það hvaða áhrif dauði Baghdadi hefur haft á samtökin. Enn er þó talið að þúsundir vígamanna tilheyri samtökunum í Írak og Sýrlandi og eiga þau einnig undirsamtök víða um heim. Þá aðallega í Afríku og suðaustur Asíu.
Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. 31. október 2019 09:02 Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Búið að velja eftirmann Baghdadi Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. 31. október 2019 16:09 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. 31. október 2019 09:02
Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15
Búið að velja eftirmann Baghdadi Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. 31. október 2019 16:09
Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26
Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22