Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að þar hafi tveir jeppar skollið saman.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fjórir slasaðir og hafa þrír þeirra verið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur til aðhlynningar á Landspítala. Sá fjórði hefur verið fluttur þangað með sjúkrabíl.
Um alvarlegt slys er að ræða en ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsli þeirra að svo stöddu.
Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna slyssins.
Fréttin var uppfærð klukkan 18:24.