Umferðaraukning heldur ekki í við fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2019 13:00 Verkefnastjóri Vegagerðarinnar segir umferðartölur haldast fast í hendur við efnahagsástandið. Vísir/Vilhelm Samdráttur hefur orðið á umferð á höfuðborgarsvæðinu því hún heldur ekki í við fólksfjölgun. Verkefnastjóri Vegagerðarinnar segir umferðartölur haldast fast í hendur við efnahagsástandið. Umferð á sextán lykilteljurum Vegagerðarinnar á hringveginum hefur aukist um 2,7 prósent frá áramótum. Árið á undan hafði umferðin um hringveginn aukist um 4,3 prósent á sama tíma. „Það er spáð 0,2 prósent samdrætti í hagvexti. Umferðartölur og hagvöxtur tengjast mjög náið. Það er 98 prósent fylgni á milli umferðartalna og hagvaxtar. Samdráttur í hagvexti kemur niður á umferð,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðardeildar Vegagerðarinnar. Hann segir samdrátt í hagkerfinu skila sér síðar í umferðina og því gæti orðið enn frekari samdráttur á næstu mánuðum. Gjaldþrot flugfélagsins WOW air hefur til dæmis haft töluverð áhrif. „Ég sé það bara á tölum ferðamanna frá Bandaríkjunum og Kanada, það sem WOW flutti mest til okkar. Ferðamenn frá Bandaríkjunum hafa dregist saman um 33 prósent það sem af er ári og kanadískir um 25 prósent. Bretum hefur einnig fækkað um tæp fimmtán prósent. Bretar eru næst fjölmennastir. Þessir þrír hópar geta valdið fimmtán prósent samdrætti í ferðamönnum til landsins í ár. Það gæti þýtt eitt og hálft til tvö prósentu samdrætti í umferð.“ Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð aukist um 1,2 prósent það sem af er ári. Umferð á höfuðborgarsvæðinu fylgir betur hagvaxtarþróun. Í fyrra jókst umferðin á svæðinu á sama tíma um 3 prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári verið 1,7 prósent. „Þetta nær ekki að halda í við fólksfjölgun, þessi aukning sem hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í raun samdráttur.“ Segir Friðleifur Ingi sem býst ekki við mikilli aukningu í umferð á næsta ári miðað við hagspár. Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Samdráttur hefur orðið á umferð á höfuðborgarsvæðinu því hún heldur ekki í við fólksfjölgun. Verkefnastjóri Vegagerðarinnar segir umferðartölur haldast fast í hendur við efnahagsástandið. Umferð á sextán lykilteljurum Vegagerðarinnar á hringveginum hefur aukist um 2,7 prósent frá áramótum. Árið á undan hafði umferðin um hringveginn aukist um 4,3 prósent á sama tíma. „Það er spáð 0,2 prósent samdrætti í hagvexti. Umferðartölur og hagvöxtur tengjast mjög náið. Það er 98 prósent fylgni á milli umferðartalna og hagvaxtar. Samdráttur í hagvexti kemur niður á umferð,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðardeildar Vegagerðarinnar. Hann segir samdrátt í hagkerfinu skila sér síðar í umferðina og því gæti orðið enn frekari samdráttur á næstu mánuðum. Gjaldþrot flugfélagsins WOW air hefur til dæmis haft töluverð áhrif. „Ég sé það bara á tölum ferðamanna frá Bandaríkjunum og Kanada, það sem WOW flutti mest til okkar. Ferðamenn frá Bandaríkjunum hafa dregist saman um 33 prósent það sem af er ári og kanadískir um 25 prósent. Bretum hefur einnig fækkað um tæp fimmtán prósent. Bretar eru næst fjölmennastir. Þessir þrír hópar geta valdið fimmtán prósent samdrætti í ferðamönnum til landsins í ár. Það gæti þýtt eitt og hálft til tvö prósentu samdrætti í umferð.“ Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð aukist um 1,2 prósent það sem af er ári. Umferð á höfuðborgarsvæðinu fylgir betur hagvaxtarþróun. Í fyrra jókst umferðin á svæðinu á sama tíma um 3 prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári verið 1,7 prósent. „Þetta nær ekki að halda í við fólksfjölgun, þessi aukning sem hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í raun samdráttur.“ Segir Friðleifur Ingi sem býst ekki við mikilli aukningu í umferð á næsta ári miðað við hagspár.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira