Er jafnrétti í þínu fundarherbergi? Ragnheiður Aradóttir skrifar 4. nóvember 2019 12:30 Á Íslandi ríkir eitthvert mesta jafnrétti sem fyrir finnst í heiminum enda Ísland efst á lista yfir stöðu kynjajafnréttis í heiminum eins og fram kom í nýjustu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Það ber vitni um þann árangur sem náðst hefur hér á landi í samanburði við önnur lönd, en staðfestir þó alls ekki að jafnrétti hafi náðst í okkar samfélagi. Fjölbreytileiki í háskólanámi er meiri en áður og hefur í raun snúist við á s.l. 50 árum. Það er horft til Íslands víða að úr heiminum og í síðustu viku birti Washington Post athyglisverða grein sem kom inn á stöðu okkar í þessum málum og þá staðreynd að tveir af hverjum þremur nemendum í háskólanámi eru konur. Það jafnrétti sem hefur náðst, hefur þó ekki komið af sjálfu sér heldur með sameiginlegum aðgerðum og samstöðu ásamt pólitískum vilja. FKA, með stuðningi Forsætisráðuneytisins ásamt fleiri góðu velunnurum, ýtti úr vör hreyfiaflsverkefni sem ber heitið Jafnvægisvog FKA. Hlutverk Jafnvægisvogar er að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða áfram fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Árangur næst þegar allir leggjast á eitt, almenningur og atvinnulífið eru upplýst um stöðu jafnréttist á vinnumarkaði og skilur mikilvægi þess að halda áfram þeirri samstöðu sem náðst hefur um að koma á jafnrétti. Eitt af verkefnum Jafnvægisvogarinnar var að koma á mælaborði þar sem mæla mætti nákvæmlega hver staða jafnréttis er í raun í íslensku atvinnulífi. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka karla og kvenna sé því sem næst jöfn í dag, endurspeglast það ekki upp eftir skipuritum, því að í mælaborðinu kemur fram að 74% stjórnenda eru karlar. Það eitt gefur þá auga leið að mikið ójafnvægi er á þessum þætti einum saman þ.e. þátttöku kvenna í stjórnendahlutverkum. Þetta er þó auðvitað breytilegt á milli starfsgreina. Þess má einnig geta að meðaltal heildartekna karla með háskólamenntun er miklu hærra en kvenna með háskólamenntun og að karlar með grunnmentun eru með hærri laun en konur með háskólamenntun. Þetta skýrist væntanlega að einhverju leyti af því að karlar eru mun meira við stjórnvölinn. Í ljósi þessa er ekki tími til að slaka á og enn eru margir landvinningar eftir í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu. Það hefur margsinnis sannast að fjölbreytileikinn í atvinnulífinu skilar langtímaárangri. Það ætti því að vera fengur að hafa hlutfall í stjórnum og stjórnendahópnum sem jafnast svo stærri ákvarðanatökur hvíli á öllum kynjum. Við lifum á tímum gríðarlegra breytinga. Fjórða iðnbyltingin og væntingar yngri kynslóða sem undribúa sig fyrir atvinnulífið eru einfaldlega aðrar. Ég á tvær dætur og einn son. Það er ekki kynjatengt á minu heimili hvert hugur unga fólksins stefnir með tilliti til ábyrgðar og stjórnunarstarfa. Fyrirtæki og opinberir aðilar sem ætla að vera í fararbroddi þurfa klárlega að undirbúa sig og gera ákveðna viðhorfsbreytingu til að vera tilbúin, því komandi kynslóðir munu líklega ekki sætta sig við núverandi ástand. Jafnvægisvog FKA er með það markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Ég skora á fyrirtæki og opinbera aðila sem vilja undirbúa sig fyrir framtíðina að feta í fótspor um 50 aðila og skrifa undir viljayfirlýsingu á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar um jafnrétti í atvinnulífinu sem fram fer á Grand Hótel þann 5. nóvember næstkomandi kl 15:00. Á ráðstefnunni sem verður mjög fræðandi og innihaldsrík er fjölbreytt mælendaskrá, þ.á.m. eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel í Garðabæ og Gísli Einarsson sjónvarpsmaður. Jafnframt verða þeir aðilar sem hafa náð markmiðinu 40/60 heiðraðir á ráðstefnunni með viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar úr hendi Elizu Reid forsetafrúar sem er baráttukona fyrir jafnrétti allstaðar. Jafnrétti er margþætt og hér hefur einungis verið tæpt á þeirri hlið er snýr að atvinnulífinu en það er klárt að jafnrétti er ákvörðun.Höfundur er varaformaður FKA og eigandi PROevents og PROcoaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir eitthvert mesta jafnrétti sem fyrir finnst í heiminum enda Ísland efst á lista yfir stöðu kynjajafnréttis í heiminum eins og fram kom í nýjustu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Það ber vitni um þann árangur sem náðst hefur hér á landi í samanburði við önnur lönd, en staðfestir þó alls ekki að jafnrétti hafi náðst í okkar samfélagi. Fjölbreytileiki í háskólanámi er meiri en áður og hefur í raun snúist við á s.l. 50 árum. Það er horft til Íslands víða að úr heiminum og í síðustu viku birti Washington Post athyglisverða grein sem kom inn á stöðu okkar í þessum málum og þá staðreynd að tveir af hverjum þremur nemendum í háskólanámi eru konur. Það jafnrétti sem hefur náðst, hefur þó ekki komið af sjálfu sér heldur með sameiginlegum aðgerðum og samstöðu ásamt pólitískum vilja. FKA, með stuðningi Forsætisráðuneytisins ásamt fleiri góðu velunnurum, ýtti úr vör hreyfiaflsverkefni sem ber heitið Jafnvægisvog FKA. Hlutverk Jafnvægisvogar er að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða áfram fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Árangur næst þegar allir leggjast á eitt, almenningur og atvinnulífið eru upplýst um stöðu jafnréttist á vinnumarkaði og skilur mikilvægi þess að halda áfram þeirri samstöðu sem náðst hefur um að koma á jafnrétti. Eitt af verkefnum Jafnvægisvogarinnar var að koma á mælaborði þar sem mæla mætti nákvæmlega hver staða jafnréttis er í raun í íslensku atvinnulífi. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka karla og kvenna sé því sem næst jöfn í dag, endurspeglast það ekki upp eftir skipuritum, því að í mælaborðinu kemur fram að 74% stjórnenda eru karlar. Það eitt gefur þá auga leið að mikið ójafnvægi er á þessum þætti einum saman þ.e. þátttöku kvenna í stjórnendahlutverkum. Þetta er þó auðvitað breytilegt á milli starfsgreina. Þess má einnig geta að meðaltal heildartekna karla með háskólamenntun er miklu hærra en kvenna með háskólamenntun og að karlar með grunnmentun eru með hærri laun en konur með háskólamenntun. Þetta skýrist væntanlega að einhverju leyti af því að karlar eru mun meira við stjórnvölinn. Í ljósi þessa er ekki tími til að slaka á og enn eru margir landvinningar eftir í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu. Það hefur margsinnis sannast að fjölbreytileikinn í atvinnulífinu skilar langtímaárangri. Það ætti því að vera fengur að hafa hlutfall í stjórnum og stjórnendahópnum sem jafnast svo stærri ákvarðanatökur hvíli á öllum kynjum. Við lifum á tímum gríðarlegra breytinga. Fjórða iðnbyltingin og væntingar yngri kynslóða sem undribúa sig fyrir atvinnulífið eru einfaldlega aðrar. Ég á tvær dætur og einn son. Það er ekki kynjatengt á minu heimili hvert hugur unga fólksins stefnir með tilliti til ábyrgðar og stjórnunarstarfa. Fyrirtæki og opinberir aðilar sem ætla að vera í fararbroddi þurfa klárlega að undirbúa sig og gera ákveðna viðhorfsbreytingu til að vera tilbúin, því komandi kynslóðir munu líklega ekki sætta sig við núverandi ástand. Jafnvægisvog FKA er með það markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Ég skora á fyrirtæki og opinbera aðila sem vilja undirbúa sig fyrir framtíðina að feta í fótspor um 50 aðila og skrifa undir viljayfirlýsingu á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar um jafnrétti í atvinnulífinu sem fram fer á Grand Hótel þann 5. nóvember næstkomandi kl 15:00. Á ráðstefnunni sem verður mjög fræðandi og innihaldsrík er fjölbreytt mælendaskrá, þ.á.m. eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel í Garðabæ og Gísli Einarsson sjónvarpsmaður. Jafnframt verða þeir aðilar sem hafa náð markmiðinu 40/60 heiðraðir á ráðstefnunni með viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar úr hendi Elizu Reid forsetafrúar sem er baráttukona fyrir jafnrétti allstaðar. Jafnrétti er margþætt og hér hefur einungis verið tæpt á þeirri hlið er snýr að atvinnulífinu en það er klárt að jafnrétti er ákvörðun.Höfundur er varaformaður FKA og eigandi PROevents og PROcoaching.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar