Krefjast vettvangsferðar í bústaðinn í Borgarfirði þar sem amfetamín var framleitt Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2019 12:15 Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Vísir/Vilhelm Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu mun ákveða í dag hvort hann ásamt saksóknara og verjendum fari í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði. Var framleiðslan stöðvuð í umfangsmikilli aðgerð lögreglu sjöunda júní síðastliðinn. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Dagana fyrir handtökuna hafði lögreglu beitt rannsóknaraðferð sem hún kýs að kalla skyggingu. Er um að ræða aðgerð þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með ferðum sakborninga úr fjarska. Þar á meðal komu lögreglumennirnir sér fyrir á sjónpóstum í grennd við sumarbústaðinn í Heyholti og fylgdust með ferðum og athæfi sakborninga.Vildu tvær vettvangsferðir Verjendur í málinu gerðu kröfu um tvær vettvangsferðir. Vildu þeir annars vegar fara að bílaleigu í Keflavík og hins vegar að sumarbústaðabyggðinni í Heyholti þar sem amfetamínframleiðslan var stöðvuð. Dómarinn í málinu útilokaði strax vettvangsferð að bílaleigunni en sagðist ætla að íhuga að fara í Heyholt. Mun dómarinn kynna ákvörðun sína í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Með vettvangsferðinni vilja verjendur að betri skilningur fáist á aðstæðum í Heyholti. Þremenningarnir sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna eru fyrrnefndur Alvar og Einar Jökull Einarsson, sem báðir hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu, ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni. Þeir hafa allir neitað sök. Þeir eru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar og Margeir hafa neitað sök en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun. Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu mun ákveða í dag hvort hann ásamt saksóknara og verjendum fari í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði. Var framleiðslan stöðvuð í umfangsmikilli aðgerð lögreglu sjöunda júní síðastliðinn. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Dagana fyrir handtökuna hafði lögreglu beitt rannsóknaraðferð sem hún kýs að kalla skyggingu. Er um að ræða aðgerð þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með ferðum sakborninga úr fjarska. Þar á meðal komu lögreglumennirnir sér fyrir á sjónpóstum í grennd við sumarbústaðinn í Heyholti og fylgdust með ferðum og athæfi sakborninga.Vildu tvær vettvangsferðir Verjendur í málinu gerðu kröfu um tvær vettvangsferðir. Vildu þeir annars vegar fara að bílaleigu í Keflavík og hins vegar að sumarbústaðabyggðinni í Heyholti þar sem amfetamínframleiðslan var stöðvuð. Dómarinn í málinu útilokaði strax vettvangsferð að bílaleigunni en sagðist ætla að íhuga að fara í Heyholt. Mun dómarinn kynna ákvörðun sína í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Með vettvangsferðinni vilja verjendur að betri skilningur fáist á aðstæðum í Heyholti. Þremenningarnir sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna eru fyrrnefndur Alvar og Einar Jökull Einarsson, sem báðir hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu, ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni. Þeir hafa allir neitað sök. Þeir eru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar og Margeir hafa neitað sök en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun. Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira