Innlent

Klakastykki féll á ferðamann við Seljalandsfoss

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Seljalandsfoss er vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Seljalandsfoss er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Fréttablaðið/Pjetur
Ferðamaður slasaðist við Seljalandsfoss á fimmtudaginn í síðustu viku þegar klakastykki hrundi á hann úr berginu við fossinn.

Maðurinn mun hafa farið inn fyrir lokun sem búið var að setja upp vegna hættu sem ætíð verður þegar ís safnast við fossinn. Greint er frá þessu á vef lögreglunnar á Suðurlandi þar sem helstu verkefni síðustu viku eru tíunduð.

Auk þess slasaðist ferðamaður við Dyrhólaey í gær þegar bílhurð sem hann opnaði fauk á hann og kastaði honum til, með þeim afleiðingum að maðurinn féll á grjót skammt frá. Fann maðurinn fyrir eymslum á baki og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl.

Þá er einn ökumaður grunaður um að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku. Við leit í bifreið viðkomandi fundust ætluð fíkniefni og í framhaldi af því var farið og leitað á dvalarstað viðkomandi. Þar fundust nokkrar kannabisplöntur og kvaðst ökumaðurinn eiga þær og standa einn að ræktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×