„Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 20:16 Alexandra Ýr van Erven, stjórnmálafræðinemi. Alexandra Ýr van Erven stjórnmálfræðinemi, sem sakaði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um óviðeigandi ummæli í vísindaferð í ráðuneytinu, segir að ummælin hafi augljóslega verið lítillækkandi fyrir sig. Bæði ráðherra og nemendur sem viðstaddir voru umrædda vísindaferð segja orðaval hans ekki hafa verið nákvæmlega með þeim hætti sem Alexandra lýsti. Vísindaferðin var haldin í utanríkisráðuneytinu þann 11. október síðastliðinn. Politica, félag stjórnmálafræðinema, sótti ferðina þar sem Alexandra og Guðlaugur áttu í orðaskiptum. Alexandra sagði frá téðum orðaskiptum í nokkrum færslum á Twitter í dag og sagði Guðlaug hafa látið eftirfarandi orð falla: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Líkt og áður segir hafnar Guðlaugur því að orðalag hans hafi verið með þeim þætti sem lýst er að ofan. Hann hafi samt sem áður gripið til samlíkingar sem „eftir á að hyggja var ekki viðeigandi“. „Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ sagði í yfirlýsingu Guðlaugs, sem fjallað er ítarlega um hér.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Mynd/Stöð 2Í yfirlýsingu sem Alexandra Ýr sendi Vísi segir að kjarni málsins sé ekki fólginn í því „hvaða orð ráðherra notaði um það að stunda kynlíf.“ Merkingin sé sú sama og umræða um annað sé einungis til að afvegaleiða. „Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig og gerð til að slá sjálfum sér á brjóst. Ráðherra sýnir gríðarlegt dómgreindarleysi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali fullyrtu í samtali við Vísi í dag að túlkun Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra hafa staðfest við fréttastofu að utanríkisráðherra hafi raunar ekki notað orðið „ríða“ í svari sínu. Nemendurnir sammæltust þó allir um það að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Alexandra Ýr van Erven stjórnmálfræðinemi, sem sakaði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um óviðeigandi ummæli í vísindaferð í ráðuneytinu, segir að ummælin hafi augljóslega verið lítillækkandi fyrir sig. Bæði ráðherra og nemendur sem viðstaddir voru umrædda vísindaferð segja orðaval hans ekki hafa verið nákvæmlega með þeim hætti sem Alexandra lýsti. Vísindaferðin var haldin í utanríkisráðuneytinu þann 11. október síðastliðinn. Politica, félag stjórnmálafræðinema, sótti ferðina þar sem Alexandra og Guðlaugur áttu í orðaskiptum. Alexandra sagði frá téðum orðaskiptum í nokkrum færslum á Twitter í dag og sagði Guðlaug hafa látið eftirfarandi orð falla: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Líkt og áður segir hafnar Guðlaugur því að orðalag hans hafi verið með þeim þætti sem lýst er að ofan. Hann hafi samt sem áður gripið til samlíkingar sem „eftir á að hyggja var ekki viðeigandi“. „Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ sagði í yfirlýsingu Guðlaugs, sem fjallað er ítarlega um hér.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Mynd/Stöð 2Í yfirlýsingu sem Alexandra Ýr sendi Vísi segir að kjarni málsins sé ekki fólginn í því „hvaða orð ráðherra notaði um það að stunda kynlíf.“ Merkingin sé sú sama og umræða um annað sé einungis til að afvegaleiða. „Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig og gerð til að slá sjálfum sér á brjóst. Ráðherra sýnir gríðarlegt dómgreindarleysi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali fullyrtu í samtali við Vísi í dag að túlkun Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra hafa staðfest við fréttastofu að utanríkisráðherra hafi raunar ekki notað orðið „ríða“ í svari sínu. Nemendurnir sammæltust þó allir um það að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi.
Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45