Fyrstu svörtu kalkúnarnir á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2019 19:15 Stærsti svarti kalkúninn hjá Júlíusi er ansi stór og myndarlegur en það er karlfugl. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fyrstu og einu svörtu kalkúnar landsins eru nú komnir í ræktun hjá hænsnabónda í Þykkvabæ. Um er að ræða þrjá fullorðna fugla og tólf unga. Júlíus Már Baldursson í Þykkvabænum kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að ræktun hænsfugla en auk þess að vera um tvö hundruð landnámshænur þá er hann kominn með nokkra svarta kalkúna í hænsnahúsið sitt. „Mér áskotnuðust egg í fyrra, sem ég gerði að gamni mínu og setti í útungunarvél og fékk út úr því kalkúna, sem eru upphaflega komnir frá Færeyjum, svartir kalkúnar, svokallaðir koparkalkúnar því það kastar kopar á þá í dagsbirtu og sól. Það er bara gaman að þessu,“ segir Júlíus Már. Hann segir að það hafi alltaf verið til hvítir kalkúnar á Íslandi, stundum brúnir en aldrei svartir. „Þetta eru fallegir fuglar finnst mér og sérstök hljóðin í þeim og þeir eru sérstakir í útliti líka, þetta er nýmæli, svona fuglar hafi ekki verið til á Íslandi áður.“ Júlíus Már Baldursson, hænsnabóndi og kalkúnaeigandi í Þykkvabænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Júlíus að gera við kalkúnana, verða þeir kannski borðaðir um jólin? „Já, hann sagði mér þessi fyrrverandi eigandi í Færeyjum að hann hefði lógað tveimur fyrir jólin í fyrra hjá sér, sem voru einmitt jafn gamlir mínum fuglum og þeir hefðu verið átta og hálft og níu kíló, þannig að það er eitthvað á beinunum. Jólasteikin er klár, allavega hér úti hér hjá mér,“ segir Júlíus Már um leið og hann skellir upp úr. Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Fyrstu og einu svörtu kalkúnar landsins eru nú komnir í ræktun hjá hænsnabónda í Þykkvabæ. Um er að ræða þrjá fullorðna fugla og tólf unga. Júlíus Már Baldursson í Þykkvabænum kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að ræktun hænsfugla en auk þess að vera um tvö hundruð landnámshænur þá er hann kominn með nokkra svarta kalkúna í hænsnahúsið sitt. „Mér áskotnuðust egg í fyrra, sem ég gerði að gamni mínu og setti í útungunarvél og fékk út úr því kalkúna, sem eru upphaflega komnir frá Færeyjum, svartir kalkúnar, svokallaðir koparkalkúnar því það kastar kopar á þá í dagsbirtu og sól. Það er bara gaman að þessu,“ segir Júlíus Már. Hann segir að það hafi alltaf verið til hvítir kalkúnar á Íslandi, stundum brúnir en aldrei svartir. „Þetta eru fallegir fuglar finnst mér og sérstök hljóðin í þeim og þeir eru sérstakir í útliti líka, þetta er nýmæli, svona fuglar hafi ekki verið til á Íslandi áður.“ Júlíus Már Baldursson, hænsnabóndi og kalkúnaeigandi í Þykkvabænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Júlíus að gera við kalkúnana, verða þeir kannski borðaðir um jólin? „Já, hann sagði mér þessi fyrrverandi eigandi í Færeyjum að hann hefði lógað tveimur fyrir jólin í fyrra hjá sér, sem voru einmitt jafn gamlir mínum fuglum og þeir hefðu verið átta og hálft og níu kíló, þannig að það er eitthvað á beinunum. Jólasteikin er klár, allavega hér úti hér hjá mér,“ segir Júlíus Már um leið og hann skellir upp úr.
Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira