Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í Domino's deild karla mun fara fram á tilsettum tíma klukkan 20:15 í kvöld þrátt fyrir rýmingaraðgerðir í Njarðvík í dag.
Njarðvík sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu þar sem staðfest er að leikurinn fari fram.
Fyrr í dag þurfti lögreglan á Suðurnesjum að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík.
Vegna rýmingarinnar, sem er öryggisráðstöfun, gætu bílastæði í grennd við Njarðtaks-gryfjuna verið lokuð og gengið verður inn á leikinn um kjallara að sunnaverðu húsinu.
Njarðvíkingar eru hvattir til þess að fara fótgangandi á leikinn á meðan stuðningsmenn Stjörnunnar eru beðnir að hafa í huga að erfitt gæti verið að finna bílastæði í nánd við íþróttahúsið.
Leikurinn hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Rýmingin kemur ekki í veg fyrir leik Njarðvíkur og Stjörnunnar
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
