His Dark Materials fer í loftið á þriðjudag Stöð 2 kynnir 1. nóvember 2019 10:22 Mögnuð þáttaröð sem beðið hefur verið eftir. BBC og HBO leiða saman hesta sína og glæða margrómaðan ævintýrasagnbálk lífi í þáttaröðinni His Dark Materials. James McAvoy fer hér á kostum ásamt öðrum frábærum leikurum og nýstirnum. Stórbrotin þáttaröð sem byggð er á margverðlaunuðum fantasíubókaþríleik eftir Philip Pullman. Þættirnir gerast í hliðstæðum, töfrum þrungnum heimi. Söguhetjan okkar, hin munaðarlausa Lyra, þráir ekkert heitar en að upplifa ævintýri og tilveru utan þess fræði- og menntaheims sem frændi hennar tryggði henni í barnæsku. Þegar besti vinur hennar hverfur sporlaust einsetur hún sér að hafa uppi á honum en kemst fljótt að því að örlög hans og annarra hvíla á herðum hennar. Með hugrekki og ævintýraþrá í farteskinu leggur hún upp í hættulegan björgunarleiðangur þar sem ógnir og lífshætta leynist við hvert fótmál. Framleiðendur þáttaraðarinnar hika ekki við að kasta áhorfendum í djúpu laugina og kynna flókinn sagnaheim án mikils formála þótt lesendur bókanna ættu að vera honum þaulkunnugir. Miðað við kynningarefnið sem komið er fyrir þáttaröðina stefnir HBO að álíka stórvirki og Game of Thrones þar sem goðsagnakenndur fantasíuheimur er glæddur lífi með kynjaverum sem ýmist ganga í lið með mannfólkinu eða snúast gegn því í eilífri baráttu milli góðs og ills. Líkindi þessara þáttaraða ná einnig til kvenkyns söguhetjanna þeirra Lyru Belacqua og Aryu Stark sem báðar ólust upp í velmegun og öryggi og áttu tiltölulega áhyggjulausa barnæsku þar til örlögin kölluðu þær til mikilvægra og lífshættulegra ævintýra. Jack Thorne skrifaði þáttaröðina en hann er sá sami og á heiðurinn af Harry Potter and the Cursed Child. Tom Hopper leikstýrir fyrstu þáttunum en hann leikstýrði m.a. Óskarsverðlaunamyndinni The King‘s Speech. Ljóst er að áhorfendur mega búast við miklu sjónarspili og gæðakvöldstund fyrir framan sjónvarpið. Þættirnir hefjast á Stöð 2 þriðjudaginn 5. nóvember en eru frumsýndir aðfaranótt þriðjudags klukkan 01:00. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Fleiri fréttir Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira
BBC og HBO leiða saman hesta sína og glæða margrómaðan ævintýrasagnbálk lífi í þáttaröðinni His Dark Materials. James McAvoy fer hér á kostum ásamt öðrum frábærum leikurum og nýstirnum. Stórbrotin þáttaröð sem byggð er á margverðlaunuðum fantasíubókaþríleik eftir Philip Pullman. Þættirnir gerast í hliðstæðum, töfrum þrungnum heimi. Söguhetjan okkar, hin munaðarlausa Lyra, þráir ekkert heitar en að upplifa ævintýri og tilveru utan þess fræði- og menntaheims sem frændi hennar tryggði henni í barnæsku. Þegar besti vinur hennar hverfur sporlaust einsetur hún sér að hafa uppi á honum en kemst fljótt að því að örlög hans og annarra hvíla á herðum hennar. Með hugrekki og ævintýraþrá í farteskinu leggur hún upp í hættulegan björgunarleiðangur þar sem ógnir og lífshætta leynist við hvert fótmál. Framleiðendur þáttaraðarinnar hika ekki við að kasta áhorfendum í djúpu laugina og kynna flókinn sagnaheim án mikils formála þótt lesendur bókanna ættu að vera honum þaulkunnugir. Miðað við kynningarefnið sem komið er fyrir þáttaröðina stefnir HBO að álíka stórvirki og Game of Thrones þar sem goðsagnakenndur fantasíuheimur er glæddur lífi með kynjaverum sem ýmist ganga í lið með mannfólkinu eða snúast gegn því í eilífri baráttu milli góðs og ills. Líkindi þessara þáttaraða ná einnig til kvenkyns söguhetjanna þeirra Lyru Belacqua og Aryu Stark sem báðar ólust upp í velmegun og öryggi og áttu tiltölulega áhyggjulausa barnæsku þar til örlögin kölluðu þær til mikilvægra og lífshættulegra ævintýra. Jack Thorne skrifaði þáttaröðina en hann er sá sami og á heiðurinn af Harry Potter and the Cursed Child. Tom Hopper leikstýrir fyrstu þáttunum en hann leikstýrði m.a. Óskarsverðlaunamyndinni The King‘s Speech. Ljóst er að áhorfendur mega búast við miklu sjónarspili og gæðakvöldstund fyrir framan sjónvarpið. Þættirnir hefjast á Stöð 2 þriðjudaginn 5. nóvember en eru frumsýndir aðfaranótt þriðjudags klukkan 01:00.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Fleiri fréttir Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira