Tónlistarmenn frekar en kynning á landinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. nóvember 2019 07:45 Þorbjörg varði doktorsritgerð sína síðasta sumar. Fréttablaðið/Anton Brink „Útgangsspurningin hjá mér var kannski hver væru sérkenni íslenskrar tónlistar. Þetta spratt upp úr smá pirringi hjá mér yfir að vera að lesa endalaust umfjallanir um íslenska tónlist þar sem íslensk tónlist er sögð innblásin af náttúru og landslagi. Það rímaði ekki alveg við mína upplifun,“ segir Þorbjörg Daphne Hall, dósent í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands. Þorbjörg er meðal rúmlega 250 fræðimanna sem halda erindi á Þjóðarspeglinum að þessu sinni. Þessi ráðstefna í félagsvísindum er nú haldin í tuttugasta sinn í Háskóla Íslands. Erindi Þorbjargar er hluti af málstofu um íslenska dægurtónlist en það byggir á doktorsritgerð hennar sem hún varði við Háskólann í Liverpool í sumar. Í ritgerðinni greindi Þorbjörg umfjöllun um íslenska tónlist og hvernig hún er sett fram í heimildarmyndum. „Ég talaði líka við tónlistarmenn um hvernig þeir sjálfir lýsa einkennum tónlistarsenunnar og greindi hvernig þeir setja sína tónlist fram í myndböndum og kynningarefni,“ segir Þorbjörg. Myndirnar sem hún dró fram hafi togast á og ekki verið samrýmanlegar. „Það er líka innri togstreita hjá tónlistarmönnum. Þeir vilja ekki endilega setja sig í þetta íslenska box en gera það kannski af því það virkar svo vel. Sumir þeirra sem ég talaði við vilja bara vera tónlistarmenn en ekki landkynning fyrir Ísland,“ útskýrir Þorbjörg. Á fyrsta áratug aldarinnar, þegar hljóðheimur krúttanna hafi verið ríkjandi, hafi þetta jafnvel haft áhrif á tónlistarsköpunina. „Ég held að þetta sé aðeins öðruvísi núna. Á þessum tíma var verið að leita eftir ákveðnu hljóði frá Íslandi. Það var eitthvað ákveðið sem passaði í boxið íslensk tónlist.“ Þorbjörg segir að listamenn eins og Björk og Sigur Rós hafi auðvitað haft gríðarleg áhrif á það hvernig fólk úti í heimi hugsar um íslenska tónlist. „Þetta er tónlistin sem er í kollinum á fólki þegar það er að skoða íslenska tónlist. Um leið og það opnar dyr fyrir suma getur það verið útilokandi fyrir þá sem passa ekki í þetta box. Það er akkúrat þessi togstreita sem ég er að skoða.“ Að sögn Þorbjargar eru rannsóknir á dægurtónlist vaxandi fræðigrein í heiminum. Tónlistarfræði séu hins vegar almennt ekki mjög sterk á Íslandi, þar sem ekki sé hægt að læra þau hérlendis. Þó hafi hún og Arnar Eggert Thoroddsen skilað doktorsritgerðum um dægurtónlist á þessu ári. „Við erum með gríðarlega mikið af flottum listamönnum og við viljum ekki síður hafa fólk til að fjalla um listina og listamennina og segja okkur hvaða þýðingu þetta hefur. Það er mjög mikilvægt að mínu mati,“ segir Þorbjörg. Málstofan sem ber heitið „Íslensk dægurtónlist – vaxandi rannróknarvettvangur“ hefst klukkan 15 í dag og fer fram í stofu 101 í Odda. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Útgangsspurningin hjá mér var kannski hver væru sérkenni íslenskrar tónlistar. Þetta spratt upp úr smá pirringi hjá mér yfir að vera að lesa endalaust umfjallanir um íslenska tónlist þar sem íslensk tónlist er sögð innblásin af náttúru og landslagi. Það rímaði ekki alveg við mína upplifun,“ segir Þorbjörg Daphne Hall, dósent í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands. Þorbjörg er meðal rúmlega 250 fræðimanna sem halda erindi á Þjóðarspeglinum að þessu sinni. Þessi ráðstefna í félagsvísindum er nú haldin í tuttugasta sinn í Háskóla Íslands. Erindi Þorbjargar er hluti af málstofu um íslenska dægurtónlist en það byggir á doktorsritgerð hennar sem hún varði við Háskólann í Liverpool í sumar. Í ritgerðinni greindi Þorbjörg umfjöllun um íslenska tónlist og hvernig hún er sett fram í heimildarmyndum. „Ég talaði líka við tónlistarmenn um hvernig þeir sjálfir lýsa einkennum tónlistarsenunnar og greindi hvernig þeir setja sína tónlist fram í myndböndum og kynningarefni,“ segir Þorbjörg. Myndirnar sem hún dró fram hafi togast á og ekki verið samrýmanlegar. „Það er líka innri togstreita hjá tónlistarmönnum. Þeir vilja ekki endilega setja sig í þetta íslenska box en gera það kannski af því það virkar svo vel. Sumir þeirra sem ég talaði við vilja bara vera tónlistarmenn en ekki landkynning fyrir Ísland,“ útskýrir Þorbjörg. Á fyrsta áratug aldarinnar, þegar hljóðheimur krúttanna hafi verið ríkjandi, hafi þetta jafnvel haft áhrif á tónlistarsköpunina. „Ég held að þetta sé aðeins öðruvísi núna. Á þessum tíma var verið að leita eftir ákveðnu hljóði frá Íslandi. Það var eitthvað ákveðið sem passaði í boxið íslensk tónlist.“ Þorbjörg segir að listamenn eins og Björk og Sigur Rós hafi auðvitað haft gríðarleg áhrif á það hvernig fólk úti í heimi hugsar um íslenska tónlist. „Þetta er tónlistin sem er í kollinum á fólki þegar það er að skoða íslenska tónlist. Um leið og það opnar dyr fyrir suma getur það verið útilokandi fyrir þá sem passa ekki í þetta box. Það er akkúrat þessi togstreita sem ég er að skoða.“ Að sögn Þorbjargar eru rannsóknir á dægurtónlist vaxandi fræðigrein í heiminum. Tónlistarfræði séu hins vegar almennt ekki mjög sterk á Íslandi, þar sem ekki sé hægt að læra þau hérlendis. Þó hafi hún og Arnar Eggert Thoroddsen skilað doktorsritgerðum um dægurtónlist á þessu ári. „Við erum með gríðarlega mikið af flottum listamönnum og við viljum ekki síður hafa fólk til að fjalla um listina og listamennina og segja okkur hvaða þýðingu þetta hefur. Það er mjög mikilvægt að mínu mati,“ segir Þorbjörg. Málstofan sem ber heitið „Íslensk dægurtónlist – vaxandi rannróknarvettvangur“ hefst klukkan 15 í dag og fer fram í stofu 101 í Odda.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira