Frá stálþræði til gervigreindar Andrés Ingi Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 11:00 Árið 1952 varð Alþingi fyrsta þjóðþingið til að taka upp þingræður, þá á nýjustu tækni þess tíma: stálþráð. Stálþráðurinn leysti af hólmi þingskrifara sem til þessa höfðu setið í þingsal og hraðskrifað niður orð þingmanna, oft með misgóðum árangri. Upptökurnar úr stálþræðinum voru unnar á textaform af ræðuskrifurum sem vélrituðu hið talaða orð. Og í grófum dráttum hefur sú aðferð verið viðhöfð í næstum 70 ár, þótt verkfærin hafi breyst gríðarlega. Tölvur hafa leyst ritvélarnar af hólmi og upptökutækin hafa margoft verið uppfærð. Ein stærsta breytingin varð 1998, þegar Alþingi var aftur meðal þeirra fyrstu til að senda þingfundi beint út á netinu. Síðustu mánuðina hefur starfsfólk Alþingis tekið risaskref á þessari braut, sem algjörir brautryðjendur. Í samvinnu við Háskólann í Reykjavík hefur þingið þróað talgreini sem hlustar á allar þingræður og kemur þeim yfir á textaform. Talgreinirinn er orðinn ótrúlega flinkur og nær að greina um 90% orða rétt. Þetta léttir starf ræðusviðs Alþingis til muna þannig að nú þarf engin manneskja að hamra hvert orð á lyklaborð, heldur nýtist starfsfólkið í að laga textann, snyrta hann og gera skiljanlegri. Og því er síður hætt við vöðva- og sinaskeiðabólgu. Þessi þróun er skemmtilegt dæmi um það sem við köllum stundum fjórðu iðnbyltinguna. Tæknin tekur að sér leiðinlegustu hlutana af ræðuritun Alþingis, þannig að mannfólkið geti einbeitt sér að hinni flóknari hlið textavinnslunnar. Og þetta er frábært dæmi um frjótt samstarf háskólasamfélagsins og opinberrar stofnunar – samstarf sem átti frá upphafi að vera frjálst og opið, svo hver sem er geti nýtt sér þekkingargrunninn til að þróa ný verkfæri innan máltækninnar. Þannig hefur Alþingi fjárfest í búnaði sem nýtist þinginu með beinum hætti, en þá jafnframt í tækni sem getur nýst til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1952 varð Alþingi fyrsta þjóðþingið til að taka upp þingræður, þá á nýjustu tækni þess tíma: stálþráð. Stálþráðurinn leysti af hólmi þingskrifara sem til þessa höfðu setið í þingsal og hraðskrifað niður orð þingmanna, oft með misgóðum árangri. Upptökurnar úr stálþræðinum voru unnar á textaform af ræðuskrifurum sem vélrituðu hið talaða orð. Og í grófum dráttum hefur sú aðferð verið viðhöfð í næstum 70 ár, þótt verkfærin hafi breyst gríðarlega. Tölvur hafa leyst ritvélarnar af hólmi og upptökutækin hafa margoft verið uppfærð. Ein stærsta breytingin varð 1998, þegar Alþingi var aftur meðal þeirra fyrstu til að senda þingfundi beint út á netinu. Síðustu mánuðina hefur starfsfólk Alþingis tekið risaskref á þessari braut, sem algjörir brautryðjendur. Í samvinnu við Háskólann í Reykjavík hefur þingið þróað talgreini sem hlustar á allar þingræður og kemur þeim yfir á textaform. Talgreinirinn er orðinn ótrúlega flinkur og nær að greina um 90% orða rétt. Þetta léttir starf ræðusviðs Alþingis til muna þannig að nú þarf engin manneskja að hamra hvert orð á lyklaborð, heldur nýtist starfsfólkið í að laga textann, snyrta hann og gera skiljanlegri. Og því er síður hætt við vöðva- og sinaskeiðabólgu. Þessi þróun er skemmtilegt dæmi um það sem við köllum stundum fjórðu iðnbyltinguna. Tæknin tekur að sér leiðinlegustu hlutana af ræðuritun Alþingis, þannig að mannfólkið geti einbeitt sér að hinni flóknari hlið textavinnslunnar. Og þetta er frábært dæmi um frjótt samstarf háskólasamfélagsins og opinberrar stofnunar – samstarf sem átti frá upphafi að vera frjálst og opið, svo hver sem er geti nýtt sér þekkingargrunninn til að þróa ný verkfæri innan máltækninnar. Þannig hefur Alþingi fjárfest í búnaði sem nýtist þinginu með beinum hætti, en þá jafnframt í tækni sem getur nýst til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar