„Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 06:51 Mynd úr skjölum málsins sem sýnir konuna, sem gengur undir dulnefninu Jane Doe 15, á unglingsárunum. Vísir/afp Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. Á blaðamannafundi í gær með lögmanni sínum, sem sjá má neðst í fréttinni, kallaði konan jafnframt eftir því að Andrés Bretaprins myndi segja allan sannleikann um samskipti sín við Epstein. Prinsinn steig fram í viðtali um helgina sem lýst hefur verið sem stórslysi. Konan, sem í dag er 31 árs gömul, var ekki nafngreind á fundinum í gær en reiðir sig þess í stað á dulnefnið „Jane Doe 15.“ Hún segir að aðstoðarfólk Epstein hafi sett sig í samband við sig þegar hún var á skólaferðalagi í New York árið 2004. Það hafi tjáð henni að auðkýfingurinn hefði áhuga á að styðja við fátækt, ungt fólk og buðu henni og öðrum stúlkum að hitta Epstein á búgarði hans í Nýju Mexíkó. Þangað var þeim flogið á einkaþotu, áður en Epstein braut síðan kynferðislega á þeim. Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Konan lýsti brotunum á blaðamannafundinum í gær sem „hrottalegum og ítrekuðum kynferðisbrotum“ og að Epstein hafi hrifsað „kynferðislegt sakleysi“ hennar. Auk þess að kalla eftir því að Andrés Bretaprins myndi vinna með bandarískum lögregluyfirvöldum, sem rannsaka nú á annan tug ásakana á hendur Epstein, lýsti konan því sem fram fór í einkaþotu auðkýfingsins. „Þegar ég valdi mér sæti í einkaþotunni sagði Jeffrey mér að hér sæti vinur hans Bill Clinton alltaf, til þess að sannfæra mig um að þetta væri eðlileg hegðun,“ sagði konan. Epstein er sagður hafa fyrirfarið sér í fangaklefa sínum í ágúst eftir að hafa verið handtekin vegna gruns um kynferðisbrot og mansal á ungum stúlkum. Hann hafði áður neitað sök. Blaðamannafund stúlkunnar og lögmannsins Gloriu Allred má sjá hér að neðan. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. Á blaðamannafundi í gær með lögmanni sínum, sem sjá má neðst í fréttinni, kallaði konan jafnframt eftir því að Andrés Bretaprins myndi segja allan sannleikann um samskipti sín við Epstein. Prinsinn steig fram í viðtali um helgina sem lýst hefur verið sem stórslysi. Konan, sem í dag er 31 árs gömul, var ekki nafngreind á fundinum í gær en reiðir sig þess í stað á dulnefnið „Jane Doe 15.“ Hún segir að aðstoðarfólk Epstein hafi sett sig í samband við sig þegar hún var á skólaferðalagi í New York árið 2004. Það hafi tjáð henni að auðkýfingurinn hefði áhuga á að styðja við fátækt, ungt fólk og buðu henni og öðrum stúlkum að hitta Epstein á búgarði hans í Nýju Mexíkó. Þangað var þeim flogið á einkaþotu, áður en Epstein braut síðan kynferðislega á þeim. Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Konan lýsti brotunum á blaðamannafundinum í gær sem „hrottalegum og ítrekuðum kynferðisbrotum“ og að Epstein hafi hrifsað „kynferðislegt sakleysi“ hennar. Auk þess að kalla eftir því að Andrés Bretaprins myndi vinna með bandarískum lögregluyfirvöldum, sem rannsaka nú á annan tug ásakana á hendur Epstein, lýsti konan því sem fram fór í einkaþotu auðkýfingsins. „Þegar ég valdi mér sæti í einkaþotunni sagði Jeffrey mér að hér sæti vinur hans Bill Clinton alltaf, til þess að sannfæra mig um að þetta væri eðlileg hegðun,“ sagði konan. Epstein er sagður hafa fyrirfarið sér í fangaklefa sínum í ágúst eftir að hafa verið handtekin vegna gruns um kynferðisbrot og mansal á ungum stúlkum. Hann hafði áður neitað sök. Blaðamannafund stúlkunnar og lögmannsins Gloriu Allred má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39
Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45
„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila