Mítilbornir sjúkdómar verða tilkynningarskyldir á Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Skógarmítlar bera með sér hættulega sjúkdóma. Nordicphotos/Getty Eftir tilmælum Landlæknis verður tveimur sjúkdómum sem berast með skógarmítlum bætt inn í reglugerð um tilkynningarskylda sjúkdóma. Eru þetta lyme-sjúkdómurinn og mítilborin heilabólga. Samrýmist þetta stefnu Evrópusambandsins enda er óttast að tilfellum fjölgi á norðlægum slóðum í ljósi hlýnandi loftslags. Hingað til hafa sex eða sjö tilfelli lyme-sjúkdómsins greinst hér á Íslandi á ári hverju. Enn hefur þó ekki fundist staðfest smit eftir bit innanlands. Skógarmítlum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár og standa nú yfir rannsóknir á því hvort þeir beri sýkla. „Þar sem flestir skógarmítlar berast frá öðrum löndum verður að teljast nokkuð líklegt að hluti mítlanna beri með sér sjúkdómsvaldandi bakteríur og eða vírusa,“ segir Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Skógarmítlar berast til landsins með farfuglum á vorin. Þegar þeir hafa drukkið nægilegt blóð detta þeir af fuglunum og geta leynst víða. Fyrsti mítillinn fannst í Surtsey árið 1967 og síðan 1976 hefur Náttúrufræðistofnun haldið tölur um þá sem finnast. Síðan 2005 hefur þeim fjölgað en árið 2015 hvöttu breskir sérfræðingar hjá Lýðheilsustofnuninni þar í landi Íslendinga til að rannsaka mítlana. Samhliða var kallað eftir því að allir mítlar yrðu sendir og einnig eru farfuglar skoðaðir í samstarfi við Fuglaathugunarstöðina á Höfn í Hornafirði. Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúkdómalæknir hjá Landlæknisembættinu. Fréttablaðið/Anton Brink „Árið 2015 byrjaði ég markvisst að leita að skógarmítlum í íslenskri náttúru með aðferð sem kallast flöggun. Þá er dúkur dreginn yfir gróður og ef mítlar leynast í gróðrinum þá grípa þeir í dúkinn. Þetta hef ég verið að gera um allt land, nema á Vestfjörðum, og hef fundið skógarmítla á Skógum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði, samtals 42 skógarmítla,“ segir Matthías. Enn er leitað að lirfu í náttúrunni eða staðbundnum hýslum til að staðfesta að mítillinn hafi náð að nema land á Íslandi og geti klárað lífsferilinn. Flestir mítlarnir hafa fundist á Suðvesturlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur, smitsjúkdómalæknis hjá Landlæknisembættinu, orsakast lyme-sjúkdómurinn af bakteríu sem kallast borrelia. Því sé hægt að lækna hann með lyfjagjöf. „Það líður svolítill tími frá bitinu þar til sýking kemur í miðtaugakerfið. Þetta er algengt hjá krökkum og hefst með lömun í andliti.“ Lyme-sjúkdómurinn er langvinnur og áhrifin geta varað í marga mánuði. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið, hjartað, húðina, liðamótin, minnið og skapið. Þreyta, verkir, einbeitingarleysi og doði eru algeng einkenni. Í einhverjum tilfellum getur sjúkdómurinn verið banvænn og í um 5 prósentum tilfella þarf sjúklingurinn að fá gangráð eftir meðferð. „Mítilborin heilabólga er veirusýking og þar af leiðandi erfiðari viðureignar. Hægt er þó að bólusetja gegn henni. Heilabólgan hefur til dæmis breiðst út í Skandinavíu á undanförnum árum. Enn þá hefur hún ekki greinst hér á landi,“ segir Guðrún. Matthías segir gott að skoða sig vel eftir að hafa verið í skóglendi og lykilatriði að fjarlægja mítilinn sem fyrst. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Umhverfismál Skordýr Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Eftir tilmælum Landlæknis verður tveimur sjúkdómum sem berast með skógarmítlum bætt inn í reglugerð um tilkynningarskylda sjúkdóma. Eru þetta lyme-sjúkdómurinn og mítilborin heilabólga. Samrýmist þetta stefnu Evrópusambandsins enda er óttast að tilfellum fjölgi á norðlægum slóðum í ljósi hlýnandi loftslags. Hingað til hafa sex eða sjö tilfelli lyme-sjúkdómsins greinst hér á Íslandi á ári hverju. Enn hefur þó ekki fundist staðfest smit eftir bit innanlands. Skógarmítlum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár og standa nú yfir rannsóknir á því hvort þeir beri sýkla. „Þar sem flestir skógarmítlar berast frá öðrum löndum verður að teljast nokkuð líklegt að hluti mítlanna beri með sér sjúkdómsvaldandi bakteríur og eða vírusa,“ segir Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Skógarmítlar berast til landsins með farfuglum á vorin. Þegar þeir hafa drukkið nægilegt blóð detta þeir af fuglunum og geta leynst víða. Fyrsti mítillinn fannst í Surtsey árið 1967 og síðan 1976 hefur Náttúrufræðistofnun haldið tölur um þá sem finnast. Síðan 2005 hefur þeim fjölgað en árið 2015 hvöttu breskir sérfræðingar hjá Lýðheilsustofnuninni þar í landi Íslendinga til að rannsaka mítlana. Samhliða var kallað eftir því að allir mítlar yrðu sendir og einnig eru farfuglar skoðaðir í samstarfi við Fuglaathugunarstöðina á Höfn í Hornafirði. Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúkdómalæknir hjá Landlæknisembættinu. Fréttablaðið/Anton Brink „Árið 2015 byrjaði ég markvisst að leita að skógarmítlum í íslenskri náttúru með aðferð sem kallast flöggun. Þá er dúkur dreginn yfir gróður og ef mítlar leynast í gróðrinum þá grípa þeir í dúkinn. Þetta hef ég verið að gera um allt land, nema á Vestfjörðum, og hef fundið skógarmítla á Skógum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði, samtals 42 skógarmítla,“ segir Matthías. Enn er leitað að lirfu í náttúrunni eða staðbundnum hýslum til að staðfesta að mítillinn hafi náð að nema land á Íslandi og geti klárað lífsferilinn. Flestir mítlarnir hafa fundist á Suðvesturlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur, smitsjúkdómalæknis hjá Landlæknisembættinu, orsakast lyme-sjúkdómurinn af bakteríu sem kallast borrelia. Því sé hægt að lækna hann með lyfjagjöf. „Það líður svolítill tími frá bitinu þar til sýking kemur í miðtaugakerfið. Þetta er algengt hjá krökkum og hefst með lömun í andliti.“ Lyme-sjúkdómurinn er langvinnur og áhrifin geta varað í marga mánuði. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið, hjartað, húðina, liðamótin, minnið og skapið. Þreyta, verkir, einbeitingarleysi og doði eru algeng einkenni. Í einhverjum tilfellum getur sjúkdómurinn verið banvænn og í um 5 prósentum tilfella þarf sjúklingurinn að fá gangráð eftir meðferð. „Mítilborin heilabólga er veirusýking og þar af leiðandi erfiðari viðureignar. Hægt er þó að bólusetja gegn henni. Heilabólgan hefur til dæmis breiðst út í Skandinavíu á undanförnum árum. Enn þá hefur hún ekki greinst hér á landi,“ segir Guðrún. Matthías segir gott að skoða sig vel eftir að hafa verið í skóglendi og lykilatriði að fjarlægja mítilinn sem fyrst.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Umhverfismál Skordýr Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent