Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2019 20:00 Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. Kókaínneysla hefur aukist mikið að undanförnu hér á landi og þar að auki er efnið sterkara. Í kvölfréttum í gær sögðum við frá því læknar á Vogi og lögregla merki fjölgun þeirra sem sprauta sig með kókaíni í æð. Í nýliðinni viku lést karlmaður á fertugsaldri eftir að hafa fengið kókín í æð. Skjólstæðingar skaðaminnkunarverkefnissins Frú Ragnheiðar eru í auknum mæli farnir að nota kókaín í æð. Þróunin byrjaði í fyrra en um er að ræða þá sem áður notuðu rítalín og amfetamín í æð. „Og hún er enn meiri núna 2019 og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það er mun meiri ofskömmtunarhætta af kókaíni en af öðrum örvandi vímuefnum,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Rauði krossinn hafi brugðist við með því að innleiða ofskömmtunarforvarnir er varða notkun kókaíns í æð. Kókaín er talsvert dýrara en amfetamín. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ er meðalverð á grammi af kókaíni 14.600 krónur en grammið af amfetamíni kostar tæpar fjögur þúsund krónur. „Að öllum líkindum þá sjáum við að þeir sem eru að þróa með sér hvað erfiðasta kókaínvandann þurfa mikið að hafa fyrir því að fjármagna efnin,“ segir Svala. „Það er oft mikil skaðsemi sem tengist því bæði gagnvart þeim sjálfum og öllu samfélaginu okkar.“ Í þjóðmálaþættinum Víglínunni í gær kallaði dómsmálaráðherra eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og sagði að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Svala fagnar þessu en frumvarp á afglæpavæðingu á neysluskömmtun er nú til meðferðar á Alþingi og segir hún mikilvægt að það verði að lögum. Fólk með erfiðan vímuefnavanda verði að geta leitað til viðbragðsaðila án þess að óttast að neysluskammturinn verði gerður upptækur. „Það fyrsta sem fólk gerir er að fara fjármagna fyrir næsta skammti. Við vitum að það er gert með innbrotum og þjófnaði og sölu á efnum eða það sem við köllum kynferðislega vinnu,“ segir Svala. Fíkn Tengdar fréttir „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. Kókaínneysla hefur aukist mikið að undanförnu hér á landi og þar að auki er efnið sterkara. Í kvölfréttum í gær sögðum við frá því læknar á Vogi og lögregla merki fjölgun þeirra sem sprauta sig með kókaíni í æð. Í nýliðinni viku lést karlmaður á fertugsaldri eftir að hafa fengið kókín í æð. Skjólstæðingar skaðaminnkunarverkefnissins Frú Ragnheiðar eru í auknum mæli farnir að nota kókaín í æð. Þróunin byrjaði í fyrra en um er að ræða þá sem áður notuðu rítalín og amfetamín í æð. „Og hún er enn meiri núna 2019 og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það er mun meiri ofskömmtunarhætta af kókaíni en af öðrum örvandi vímuefnum,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Rauði krossinn hafi brugðist við með því að innleiða ofskömmtunarforvarnir er varða notkun kókaíns í æð. Kókaín er talsvert dýrara en amfetamín. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ er meðalverð á grammi af kókaíni 14.600 krónur en grammið af amfetamíni kostar tæpar fjögur þúsund krónur. „Að öllum líkindum þá sjáum við að þeir sem eru að þróa með sér hvað erfiðasta kókaínvandann þurfa mikið að hafa fyrir því að fjármagna efnin,“ segir Svala. „Það er oft mikil skaðsemi sem tengist því bæði gagnvart þeim sjálfum og öllu samfélaginu okkar.“ Í þjóðmálaþættinum Víglínunni í gær kallaði dómsmálaráðherra eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og sagði að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Svala fagnar þessu en frumvarp á afglæpavæðingu á neysluskömmtun er nú til meðferðar á Alþingi og segir hún mikilvægt að það verði að lögum. Fólk með erfiðan vímuefnavanda verði að geta leitað til viðbragðsaðila án þess að óttast að neysluskammturinn verði gerður upptækur. „Það fyrsta sem fólk gerir er að fara fjármagna fyrir næsta skammti. Við vitum að það er gert með innbrotum og þjófnaði og sölu á efnum eða það sem við köllum kynferðislega vinnu,“ segir Svala.
Fíkn Tengdar fréttir „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00