Mæður sem missa börn sín margfalt líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2019 19:30 Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar. Síðustu þrjú ár hafa vísindamenn rannsakað dauðsföll meðal kvenna sem misst hafa barn og spannar rannsóknin tvær aldir. Borin var saman dánartíðni tæplega 48 þúsund foreldra sem misstu barn við dánartíðni systkina þeirra sem ekki upplifðu slíkan harmleik.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.FBL/Stefán„Við sjáum að mæður hafa allan þennan tíma í yfir tvö hundruð ár átt í aukinni áhættu á ótímabærum dauðsföllum, þar að segja dauðsföllum fyrir fimmtugt, eftir barnsmissi. Við erum að tala um að dánartíðni mæðra er á bilinu þrjátíu og sex prósent aukning á dánartíðni á öllu tímabilinu, það flakkar á milli þrjátíu til sextíu prósent,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Kára Stefánssyni þykir merkilegast að barnsmissir virðist hafa haft sömu áhrif á mæður á 19 öld og í dag, þrátt fyrir að missir hafi þá verið mun algengari og hátt í 60 prósent foreldra upplifðað hann. „Kenningar félagsfræðinga um að mæður á þessum tíma mynduðu lítil tilfinningaleg tengsl við börn sín til að verja sig fyrir mögulegum barnsmissi eru bara rangar. Þessi sterku tilfinningalegu tengsl móður við barn virðast vera meðfædd, eitthvað sem þær ráða ekki við,“ segir Kári Stefánsson.Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild HÍSamskonar tengsl fundust ekki hjá feðrum. Þó var dánartíðni feðra eftir barnsmissi aukin eftir fimmtugt hjá þeim sem fæddir voru eftir 1930. „Við vitum að það geta þróast geðsjúkdómar í kjölfarið, áfallasteyturöskun og þunglyndi getur haft áhrif á lífslíkur fólks,“ segir Unnur. Þunglyndi geti haft áhrif á hjarta og æðasjúkdóma. „En það er líka auðvitað breyttur lífstíll. Maður hefur ekki tök á að hugsa um sig á sama hátt og manneskja sem er áfallalaus. Og einnig auðvitað ónáttúruleg dauðsföll, eins og sjálfsvíg,“ segir Unnur. Í sumum samfélögum er barnadauði enn mjög hár. „Þess vegna ber að hlúa mikið að þessu fólki í þróunarsamfélögum og fólki í þróuðum samfélögum,“ segir Unnur. Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar. Síðustu þrjú ár hafa vísindamenn rannsakað dauðsföll meðal kvenna sem misst hafa barn og spannar rannsóknin tvær aldir. Borin var saman dánartíðni tæplega 48 þúsund foreldra sem misstu barn við dánartíðni systkina þeirra sem ekki upplifðu slíkan harmleik.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.FBL/Stefán„Við sjáum að mæður hafa allan þennan tíma í yfir tvö hundruð ár átt í aukinni áhættu á ótímabærum dauðsföllum, þar að segja dauðsföllum fyrir fimmtugt, eftir barnsmissi. Við erum að tala um að dánartíðni mæðra er á bilinu þrjátíu og sex prósent aukning á dánartíðni á öllu tímabilinu, það flakkar á milli þrjátíu til sextíu prósent,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Kára Stefánssyni þykir merkilegast að barnsmissir virðist hafa haft sömu áhrif á mæður á 19 öld og í dag, þrátt fyrir að missir hafi þá verið mun algengari og hátt í 60 prósent foreldra upplifðað hann. „Kenningar félagsfræðinga um að mæður á þessum tíma mynduðu lítil tilfinningaleg tengsl við börn sín til að verja sig fyrir mögulegum barnsmissi eru bara rangar. Þessi sterku tilfinningalegu tengsl móður við barn virðast vera meðfædd, eitthvað sem þær ráða ekki við,“ segir Kári Stefánsson.Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild HÍSamskonar tengsl fundust ekki hjá feðrum. Þó var dánartíðni feðra eftir barnsmissi aukin eftir fimmtugt hjá þeim sem fæddir voru eftir 1930. „Við vitum að það geta þróast geðsjúkdómar í kjölfarið, áfallasteyturöskun og þunglyndi getur haft áhrif á lífslíkur fólks,“ segir Unnur. Þunglyndi geti haft áhrif á hjarta og æðasjúkdóma. „En það er líka auðvitað breyttur lífstíll. Maður hefur ekki tök á að hugsa um sig á sama hátt og manneskja sem er áfallalaus. Og einnig auðvitað ónáttúruleg dauðsföll, eins og sjálfsvíg,“ segir Unnur. Í sumum samfélögum er barnadauði enn mjög hár. „Þess vegna ber að hlúa mikið að þessu fólki í þróunarsamfélögum og fólki í þróuðum samfélögum,“ segir Unnur.
Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira