Hvað gerum við nú? Lárus S. Lárusson skrifar 17. nóvember 2019 18:37 Íslenskt samfélag og þjóð hefur ekki verið söm eftir hrunið mikla 2008. Þá gerðist dálítið í sálarlífi þjóðarinnar sem hefur ekki gróið. Skyldi engan undra heldur því skammt hefur verið stórra högga á milli. Eftir hrunið komu Panamaskjölin, svo Landsréttarmálið, þá Klaustursumræðan og nú nýverið Gammamálið og Samherjaskjölin. Á rúmum áratug höfum við séð hulunni svipt af gegndarlausri græðgi, siðleysi og spillingu, við höfum horft upp á hrun fjármálakerfis og samfélagsinnviða og í kjölfar þess hefur þjóðin misst traust sitt til Alþingis, dómstóla, atvinnulífsins og flestra stofnanna samfélagsins. Sá samfélagssáttmáli sem batt þjóðina saman hefur rofnað og enginn náð að hnýta þau vébönd aftur. Það hafa líka verið gerð mörg mistök sem ýtt hafa undir tortryggni þjóðarinnar í garð ráðamanna, mistök sem hafa alið þá trú margra að í landinu búi tvær þjóðir, hin ríka þjóð sem allt er gert fyrir og hefur greiðan aðgang að völdum og auðlindum og svo hin þjóðin, hin fátæka og fáskipta þjóð sem lítið er hlustað á. Önnur þjóðin virðist komast upp með að véla með eignir og fé út um allan heim án ábyrgðar. Í nýlegri bók fyrrverandi seðlabankastjóra Svein Harald Øygard, Í víglínu íslenskra fjármála, furðar hann sig á því að í kjölfar hrunsins hafi ekkert verið gert til þess að leita uppi peninga sem teknir höfðu verði út úr bönkunum og komið fyrir í skattaskjólum erlendis. Slíkt hafi verið gert annars staðar með góðum árangri. Á þetta hafði Eva Joly einnig bent löngu áður. Ærið tilefni er til hjá íslensku þjóðinni að hafa slíkan leitarhóp að störfum ef marka má Panamaskjölin og fleiri uppljóstranir sem litið hafa dagsins ljós. En nei, þannig virkar það ekki á Íslandi. Þeir sem eiga peninga, hvort sem það er illa fengið fé eður ei, fá að halda sínum peningum. Við verðum að horfast í augu við sannleikann. Sannleikurinn gjörir yður frjálsa. Böndum verður ekki komið á spillingu, peningaþvætti, skattaskjól og aðrar birtingarmyndir græðgisvæðingar heimsins nema með samstilltu og sameiginlegu átaki. Þetta er sameiginlegt verkefni rétt eins og jafnrétti, mannréttindi og umhverfisvernd. Hættum að bera blak af því sem upp er komið, með því fæst engin bati. Stjórnvöld verða að hlusta á ákall þjóðarinnar og mæta kröfum hennar. Fyrsta skrefið í því er að viðurkenna nýja stjórnarskrá. Ég segi viðurkenna því stjórnarskrárgjafinn, þjóðin sjálf, er löngu búin að lýsa því yfir að hún vil nýja stjórnarskrá, það er Alþingi og ráðamenn sem hafa ekki viljað viðurkenna eða horfast í augu við vilja stjórnarskrárgjafans. Næsta skref er að tryggja öryggi þeirra sem sprengt hafa kýli samfélagsins, þar er ég að tala um vernd uppljóstrara og sjálfstæði fréttamiðla, sérstaklega rannsóknarfréttastofa. Í þriðja lagi þarf að stórefla eftirlit og rannsókn efnahagsbrota og veita eftirlitsaðilum og rannsakendum skýr og virk lagaúrræði til að rannsaka brot og hafa víðtæk úrræði til inngripa og beitingu viðurlaga. Í fjórða lagi þurfum við að viðurkenna að spilling er til á Íslandi og koma verður upp hlutlausu eftirlitskerfi til þess að takast á við hana. Slíkt eftirlitskerfi þarf að búa yfir ofangreindum eiginleikum, vernd uppljóstrar, inngrips- og rannsóknarúrræði og skýr viðurlög. Í Íslandsklukkunni segir að feitur þjónn sé ekki mikill maður en barður þræll sé mikill maður því í brjósti hans á frelsið heima. Þannig er íslenska þjóðin. Hún vill ekki fitna í þjónustu ranglætisins. Hún er barinn þræll sem ber frelsi og réttlæti í brjósti sér. Slíka þjóð er ekki hægt að hundsa eða leiða hjá sér, slík þjóð nær á endanum réttlætinu fram.Lárus S. Lárusson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag og þjóð hefur ekki verið söm eftir hrunið mikla 2008. Þá gerðist dálítið í sálarlífi þjóðarinnar sem hefur ekki gróið. Skyldi engan undra heldur því skammt hefur verið stórra högga á milli. Eftir hrunið komu Panamaskjölin, svo Landsréttarmálið, þá Klaustursumræðan og nú nýverið Gammamálið og Samherjaskjölin. Á rúmum áratug höfum við séð hulunni svipt af gegndarlausri græðgi, siðleysi og spillingu, við höfum horft upp á hrun fjármálakerfis og samfélagsinnviða og í kjölfar þess hefur þjóðin misst traust sitt til Alþingis, dómstóla, atvinnulífsins og flestra stofnanna samfélagsins. Sá samfélagssáttmáli sem batt þjóðina saman hefur rofnað og enginn náð að hnýta þau vébönd aftur. Það hafa líka verið gerð mörg mistök sem ýtt hafa undir tortryggni þjóðarinnar í garð ráðamanna, mistök sem hafa alið þá trú margra að í landinu búi tvær þjóðir, hin ríka þjóð sem allt er gert fyrir og hefur greiðan aðgang að völdum og auðlindum og svo hin þjóðin, hin fátæka og fáskipta þjóð sem lítið er hlustað á. Önnur þjóðin virðist komast upp með að véla með eignir og fé út um allan heim án ábyrgðar. Í nýlegri bók fyrrverandi seðlabankastjóra Svein Harald Øygard, Í víglínu íslenskra fjármála, furðar hann sig á því að í kjölfar hrunsins hafi ekkert verið gert til þess að leita uppi peninga sem teknir höfðu verði út úr bönkunum og komið fyrir í skattaskjólum erlendis. Slíkt hafi verið gert annars staðar með góðum árangri. Á þetta hafði Eva Joly einnig bent löngu áður. Ærið tilefni er til hjá íslensku þjóðinni að hafa slíkan leitarhóp að störfum ef marka má Panamaskjölin og fleiri uppljóstranir sem litið hafa dagsins ljós. En nei, þannig virkar það ekki á Íslandi. Þeir sem eiga peninga, hvort sem það er illa fengið fé eður ei, fá að halda sínum peningum. Við verðum að horfast í augu við sannleikann. Sannleikurinn gjörir yður frjálsa. Böndum verður ekki komið á spillingu, peningaþvætti, skattaskjól og aðrar birtingarmyndir græðgisvæðingar heimsins nema með samstilltu og sameiginlegu átaki. Þetta er sameiginlegt verkefni rétt eins og jafnrétti, mannréttindi og umhverfisvernd. Hættum að bera blak af því sem upp er komið, með því fæst engin bati. Stjórnvöld verða að hlusta á ákall þjóðarinnar og mæta kröfum hennar. Fyrsta skrefið í því er að viðurkenna nýja stjórnarskrá. Ég segi viðurkenna því stjórnarskrárgjafinn, þjóðin sjálf, er löngu búin að lýsa því yfir að hún vil nýja stjórnarskrá, það er Alþingi og ráðamenn sem hafa ekki viljað viðurkenna eða horfast í augu við vilja stjórnarskrárgjafans. Næsta skref er að tryggja öryggi þeirra sem sprengt hafa kýli samfélagsins, þar er ég að tala um vernd uppljóstrara og sjálfstæði fréttamiðla, sérstaklega rannsóknarfréttastofa. Í þriðja lagi þarf að stórefla eftirlit og rannsókn efnahagsbrota og veita eftirlitsaðilum og rannsakendum skýr og virk lagaúrræði til að rannsaka brot og hafa víðtæk úrræði til inngripa og beitingu viðurlaga. Í fjórða lagi þurfum við að viðurkenna að spilling er til á Íslandi og koma verður upp hlutlausu eftirlitskerfi til þess að takast á við hana. Slíkt eftirlitskerfi þarf að búa yfir ofangreindum eiginleikum, vernd uppljóstrar, inngrips- og rannsóknarúrræði og skýr viðurlög. Í Íslandsklukkunni segir að feitur þjónn sé ekki mikill maður en barður þræll sé mikill maður því í brjósti hans á frelsið heima. Þannig er íslenska þjóðin. Hún vill ekki fitna í þjónustu ranglætisins. Hún er barinn þræll sem ber frelsi og réttlæti í brjósti sér. Slíka þjóð er ekki hægt að hundsa eða leiða hjá sér, slík þjóð nær á endanum réttlætinu fram.Lárus S. Lárusson
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun