Sólveig Anna telur framferði Þorsteins Más lágkúrulegt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 14:45 Frá starfsmannafundi Samherja. Vísir/Sigurjón Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér hafi þótt merkilegt að sjá Þorstein Má Baldvinsson, fráfarandi forstjóra Samherja, ávarpa starfsmannafund fyrirtækisins á Dalvík, þar sem hann lýsti umfjöllun fjölmiðla um hið svokallaða Samherjamál, sem snýr meðal annars að meintum mútum fyrirtækisins til ráðamanna í Namibíu, sem „árás á starfsmenn Samherja.“ Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV í dag. Þá var deild um það sjónarmið Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um að kyrrsetja ætti eignir Samherja. Sólveig Anna lýsti því hvernig hún teldi það sjónarmið Þorsteins að umfjöllun fjölmiðla um Samherja væri raunar árás á fyrirtækið á starfsfólk þess undarlegt og sagðist hún ekki telja forstjórann vera á sama báti og starfsfólk Samherja á Dalvík. „Eins og það að hann hafi gerst uppvís að stórkostlegum glæpsamlegum málum hafi eitthvað með þetta fólk að gera. Ekki nema það hafi orðið einhver stórkostleg lýðræðisvæðing í þessu fyrirtæki og að starfsfólkið sjálft sé ásamt honum orðnir einhverjir eigendur að þessum atvinnutækjum, án þess að það hafi gerst og þau séu þá orðin samsek um þetta, þá er þetta náttúrulega bara absúrd og að mínu mati er þetta bara ótrúleg lágkúra að leyfa sér þetta framferði,“ sagði Sólveig Anna.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt það til að eignir Samherja verði frystar meðan mál fyrirtækisins verði tekið til rannsóknar. Skýrði hún þá afstöðu sína með vísan til þess að alvanalegt sé að eignir fyrirtækja séu frystar, þegar fyrirtækin eru rannsökuð, til að mynda fyrir efnahags- eða skattalagabrot.Sjá einnig: Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ „Frysting eigna þýðir ekki vinnustöðvun eða að fyrirtækinu sé lokað. Það er bara verið að tryggja ákveðna hagsmuni þannig að ákveðnar eignir séu ekki seldar út. Við getum séð til dæmis togara, sem yrði þá ekki siglt í höfn, heldur einfaldlega er þinglýst á eignina kyrrsetningu, þannig að eigandi skipsins eða frystihússins eða farartækisins eða hvað sem er, getur þá ekki selt þennan einstaka hlut út úr fyrirtækinu, sem er þá verðmæti. Þetta er bara alvanalegt,“ sagði Helga Vala og benti á að rannsóknir á málum líkum og Samherjamálinu séu flóknar og geti tekið langan tíma. „Á þessum tíma er mjög einfalt fyrir þann sem að þarf að sæta rannsókn, bara að skjóta undan eignum.“ Helga Vala ítrekaði einnig að frysting á eignum Samherja beindist ekki gegn starfsfólki Samherja eða Dalvíkingum, sem væri fólk sem ekkert hefði unnið sér til sakar. Þá gerði hún, líkt og Sólveig Anna, athugasemd við starfsmannafund Þorsteins Más.Helga Vala, Sólveig Anna og Sigríður Andersen.Vísir/Vilhelm/Samsett„Mér finnst þetta ljótt. Mér finnst þetta ljótt af Þorsteini. Mér finnst þetta ljótt af honum, að gera þetta fólk, sem hefur ekkert til sakar unnið, samsekt með sér og segja „ég treysti því að þið standið með mér í þessu.“ Mér finnst þetta ekki fallega gert af yfirmanni,“ sagði hún. Sigríður Á. Andersen, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði málið allt hið ömurlegasta og eðlilegt að fólk hefði skoðanir á því og tjáði sig. „Mér finnst hins vegar skipta máli hvernig það er gert. Af því þú nefnir sértaklega þessi ummæli um kyrrsetningu þá finnst mér fara afskaplega illa á því að stjórnmálamenn, af því að við erum auðvitað í annarri stöðu en fólk kannski á kaffistofu að ræða þessi mál í daglegu tali, berum kannski aðeins meiri ábyrgð og orð okkar vega kannski aðeins þyngra en annarra í þessu,“ sagði Sigríður. Sigríður sagðist telja óeðlilegt að stjórnmálamenn kæmu fram með ábendingar til lögbærra yfirvalda sem nú færu með rannsókn málsins. Hún nefndi þá einnig dæmi um mál fyrirtækja og jafnvel einstaklinga sem ratað hafa inn í sali Alþingis. Nefndi hún þar Guðmundar- og Geirfinnsmálið og Hafskipsmálið. „Mér finnst þetta óheppilegt, að menn séu að taka þessi mál sem að vissulega þarf að skoða, enda eru þau til skoðunar, það er að segja möguleg þátttöku íslensks fyrirtækis með því að múta stjórnmálamönnum í öðru landi,“ sagði Sigríður.Hér má nálgast Silfrið í heild sinni. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu. 17. nóvember 2019 12:36 Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. 16. nóvember 2019 17:46 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér hafi þótt merkilegt að sjá Þorstein Má Baldvinsson, fráfarandi forstjóra Samherja, ávarpa starfsmannafund fyrirtækisins á Dalvík, þar sem hann lýsti umfjöllun fjölmiðla um hið svokallaða Samherjamál, sem snýr meðal annars að meintum mútum fyrirtækisins til ráðamanna í Namibíu, sem „árás á starfsmenn Samherja.“ Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV í dag. Þá var deild um það sjónarmið Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um að kyrrsetja ætti eignir Samherja. Sólveig Anna lýsti því hvernig hún teldi það sjónarmið Þorsteins að umfjöllun fjölmiðla um Samherja væri raunar árás á fyrirtækið á starfsfólk þess undarlegt og sagðist hún ekki telja forstjórann vera á sama báti og starfsfólk Samherja á Dalvík. „Eins og það að hann hafi gerst uppvís að stórkostlegum glæpsamlegum málum hafi eitthvað með þetta fólk að gera. Ekki nema það hafi orðið einhver stórkostleg lýðræðisvæðing í þessu fyrirtæki og að starfsfólkið sjálft sé ásamt honum orðnir einhverjir eigendur að þessum atvinnutækjum, án þess að það hafi gerst og þau séu þá orðin samsek um þetta, þá er þetta náttúrulega bara absúrd og að mínu mati er þetta bara ótrúleg lágkúra að leyfa sér þetta framferði,“ sagði Sólveig Anna.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt það til að eignir Samherja verði frystar meðan mál fyrirtækisins verði tekið til rannsóknar. Skýrði hún þá afstöðu sína með vísan til þess að alvanalegt sé að eignir fyrirtækja séu frystar, þegar fyrirtækin eru rannsökuð, til að mynda fyrir efnahags- eða skattalagabrot.Sjá einnig: Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ „Frysting eigna þýðir ekki vinnustöðvun eða að fyrirtækinu sé lokað. Það er bara verið að tryggja ákveðna hagsmuni þannig að ákveðnar eignir séu ekki seldar út. Við getum séð til dæmis togara, sem yrði þá ekki siglt í höfn, heldur einfaldlega er þinglýst á eignina kyrrsetningu, þannig að eigandi skipsins eða frystihússins eða farartækisins eða hvað sem er, getur þá ekki selt þennan einstaka hlut út úr fyrirtækinu, sem er þá verðmæti. Þetta er bara alvanalegt,“ sagði Helga Vala og benti á að rannsóknir á málum líkum og Samherjamálinu séu flóknar og geti tekið langan tíma. „Á þessum tíma er mjög einfalt fyrir þann sem að þarf að sæta rannsókn, bara að skjóta undan eignum.“ Helga Vala ítrekaði einnig að frysting á eignum Samherja beindist ekki gegn starfsfólki Samherja eða Dalvíkingum, sem væri fólk sem ekkert hefði unnið sér til sakar. Þá gerði hún, líkt og Sólveig Anna, athugasemd við starfsmannafund Þorsteins Más.Helga Vala, Sólveig Anna og Sigríður Andersen.Vísir/Vilhelm/Samsett„Mér finnst þetta ljótt. Mér finnst þetta ljótt af Þorsteini. Mér finnst þetta ljótt af honum, að gera þetta fólk, sem hefur ekkert til sakar unnið, samsekt með sér og segja „ég treysti því að þið standið með mér í þessu.“ Mér finnst þetta ekki fallega gert af yfirmanni,“ sagði hún. Sigríður Á. Andersen, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði málið allt hið ömurlegasta og eðlilegt að fólk hefði skoðanir á því og tjáði sig. „Mér finnst hins vegar skipta máli hvernig það er gert. Af því þú nefnir sértaklega þessi ummæli um kyrrsetningu þá finnst mér fara afskaplega illa á því að stjórnmálamenn, af því að við erum auðvitað í annarri stöðu en fólk kannski á kaffistofu að ræða þessi mál í daglegu tali, berum kannski aðeins meiri ábyrgð og orð okkar vega kannski aðeins þyngra en annarra í þessu,“ sagði Sigríður. Sigríður sagðist telja óeðlilegt að stjórnmálamenn kæmu fram með ábendingar til lögbærra yfirvalda sem nú færu með rannsókn málsins. Hún nefndi þá einnig dæmi um mál fyrirtækja og jafnvel einstaklinga sem ratað hafa inn í sali Alþingis. Nefndi hún þar Guðmundar- og Geirfinnsmálið og Hafskipsmálið. „Mér finnst þetta óheppilegt, að menn séu að taka þessi mál sem að vissulega þarf að skoða, enda eru þau til skoðunar, það er að segja möguleg þátttöku íslensks fyrirtækis með því að múta stjórnmálamönnum í öðru landi,“ sagði Sigríður.Hér má nálgast Silfrið í heild sinni.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu. 17. nóvember 2019 12:36 Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. 16. nóvember 2019 17:46 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu. 17. nóvember 2019 12:36
Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. 16. nóvember 2019 17:46