Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 12:36 Björgólfur Jóhannsson gegndi áður stöðu forstjóra Icelandair Group. Fbl/Stefán Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu og sagði Björgólfur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að til standi að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Það vilja allir vinna heiðarlega. Það vilja allir gera hlutina samkvæmt lögum og ég trúi því að Samherji hafi verið á þeirri vegferð. Það á eftir að koma í ljós hvað kemur út úr þessari rannsókn,“ segir Björgólfur, en Samherji réði norsku lögmannsstofuna Wiborg Rein til þess að rannsaka þær ásakanir á hendur fyrirtækinu sem fram komu í umfjöllun Kveiks á þriðjudag. Meðal þess sem þar kom fram var að Samherji hefði mútað ráðamönnum í Namibíu til þess að komast yfir kvóta í hafsögu landsins. Björgólfur segir að lögmannsstofan komi til með að fá fullt frelsi til þess að sinna rannsókn málsins. „Það koma niðurstöður úr þessari rannsókn, og þær verða auðvitað birtar. Við skulum átta okkur á því að eftir umfjöllun Kveiks hefur þetta fyrirtæki [Samherji] beðið álitshnekki,“ segir Björgólfur og bætir við að það sé verðmætt fyrir félög á borð við Samherja að orðspor þeirra sé gott. Hann segir mikilvægt að Samherji endurheimti orðspor sitt, og geri það af auðmýkt.Samherji geti ekkert falið „Það er okkar hlutverk að skýra frá niðurstöðunum. Ef þú ætlar að endurvinna traust og trúnað fólks, þá verður þú að segja hlutina eins og þeir eru. Ég er auðvitað að vona að það sé ekki mikið þarna sem gengið hefur á sem stenst ekki lög. En ég veit það ekki,“ segir Björgólfur. Hann segir að ef rannsóknin leiði í ljós ólöglegt athæfi af hálfu Samherja þurfi hann einfaldlega að standa frammi fyrir starfsmönnum fyrirtækisins og öðrum, og skýra frá því. „Við getum ekkert falið í þessu. Stjórnin setur þetta í þennan farveg, hún vill vinna samkvæmt lögum og reglum. Fyrirtækið er með starfsemi í tólf löndum, þannig það er afskaplega mikilvægt að það komi ekki upp einhverjir álitshnekkir úti um allan heim.“ Viðtalið við Björgólf í Sprengisandi má heyra hér að neðan. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu og sagði Björgólfur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að til standi að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Það vilja allir vinna heiðarlega. Það vilja allir gera hlutina samkvæmt lögum og ég trúi því að Samherji hafi verið á þeirri vegferð. Það á eftir að koma í ljós hvað kemur út úr þessari rannsókn,“ segir Björgólfur, en Samherji réði norsku lögmannsstofuna Wiborg Rein til þess að rannsaka þær ásakanir á hendur fyrirtækinu sem fram komu í umfjöllun Kveiks á þriðjudag. Meðal þess sem þar kom fram var að Samherji hefði mútað ráðamönnum í Namibíu til þess að komast yfir kvóta í hafsögu landsins. Björgólfur segir að lögmannsstofan komi til með að fá fullt frelsi til þess að sinna rannsókn málsins. „Það koma niðurstöður úr þessari rannsókn, og þær verða auðvitað birtar. Við skulum átta okkur á því að eftir umfjöllun Kveiks hefur þetta fyrirtæki [Samherji] beðið álitshnekki,“ segir Björgólfur og bætir við að það sé verðmætt fyrir félög á borð við Samherja að orðspor þeirra sé gott. Hann segir mikilvægt að Samherji endurheimti orðspor sitt, og geri það af auðmýkt.Samherji geti ekkert falið „Það er okkar hlutverk að skýra frá niðurstöðunum. Ef þú ætlar að endurvinna traust og trúnað fólks, þá verður þú að segja hlutina eins og þeir eru. Ég er auðvitað að vona að það sé ekki mikið þarna sem gengið hefur á sem stenst ekki lög. En ég veit það ekki,“ segir Björgólfur. Hann segir að ef rannsóknin leiði í ljós ólöglegt athæfi af hálfu Samherja þurfi hann einfaldlega að standa frammi fyrir starfsmönnum fyrirtækisins og öðrum, og skýra frá því. „Við getum ekkert falið í þessu. Stjórnin setur þetta í þennan farveg, hún vill vinna samkvæmt lögum og reglum. Fyrirtækið er með starfsemi í tólf löndum, þannig það er afskaplega mikilvægt að það komi ekki upp einhverjir álitshnekkir úti um allan heim.“ Viðtalið við Björgólf í Sprengisandi má heyra hér að neðan.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02