Körfubolti

Tíundi sigurinn í röð hjá Celtics

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Celtics er óstöðvandi
Celtics er óstöðvandi vísir/getty
Boston Celtics vann tíunda leikinn í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið sigraði Golden State Warriors.

Það hafa verið mikil meiðslavandræði í herbúðum Warriors í upphafi tímabils en sjóðheitt lið Celtics þurfti þó að hafa fyrir sigrinum.

Jayson Tatum kom Boston yfir þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum og Boston hélt í þá forystu, lokatölur urðu 105-100 fyrir Boston.

Annað lið sem er á mikilli siglingu er Los Angeles Lakers. Lakers vann 99-97 sigur á Sacramento Kings á heimavelli.

LeBron James og Anthony Davis eru orðnir að mjög öflugu pari, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað saman í 12 leikjum. Davis átti ekkert sérstakan leik sóknarlega í nótt svo James tók að sér að draga vagninn.

Hann skoraði 29 stig og gaf 11 stoðsendingar.

Það voru þeir tveir sem tryggðu sigurinn. James fór á vítalínuna með 5,5 sekúndur á klukkunni og kom Lakers yfir. Harrison Barnes ætlaði að jafna fyrir Kings þegar tíminn var að renna út en Davis varði skot hans og tryggði 10 sigur Lakers í 11 leikjum.

Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets - Detroit Pistons 109-106

Orlando Magic - San Antonio Spurs 111-109

Houston Rockets - Indiana Pacers 111-102

Oklahoma City Thunder - Philadelphia 76ers 127-119

Memphis Grizzlies - Utah Jazz 107-106

Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 116-137

Golden Stae Warriors - Boston Celtics 100-105

Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 99-97

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×