Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2019 09:41 Hugur Gunnars Braga er nú hjá starfsfólki Samherja. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, sakar Ríkisútvarpið um æsifréttamennsku í pistli sem finna má á leiðaraopinu Morgunblaðsins í dag. Hann segist nú hugsa til starfsmanna Samherja, „sem horfa nú á stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið og stjórnendur þess.“ Hann segir að sem betur fer dæmi ekki fjölmiðlar né aðrir þeir sem hrópa nú á torgum, heldur dómsstólar. Gunnar Bragi talar af reynslu en sjálfur var hann mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum, ásamt félögum sínum í Miðflokknum, í tengslum við hið mikla Klausturmál.Pistil Gunnars Braga sem finna má á leiðaropinu Morgunblaðsins í dag.„Ef til vill telja einhverjir fjölmiðlar það skyldu sína að matreiða fréttir í sem mestum æsifréttastíl ef heildarmyndin er ekki nógu hneykslanleg. Þá er ekki spáð í nett annað en áhorfstölur, lestur, flettingar og „klikk“ á vefsíðum,“ segir í pistlinum. Miðflokkurinn hefur ekki haft sig í frammi í umræðunni um Samherjamálið en vitað er að formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur sínar hugmyndir um fjölmiðla eins og sýndi sig í frægri grein sem hann skrifaði á sínum tíma um loftárásir fjölmiðla. Hann hefur ekki tjáð sig enn um Samherjaskjölin. Gunnar Bragi lýkur sínum pistli á að segja að fjölmiðlar verði að geta starfað án ríkisstyrkja. „Miðflokkurinn mun á næstunni kynna hugmynd að því hvernig efla megi einkarekna fjölmiðla án þess að binda þá á ríkisjötuna.“ Alþingi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Samherjaskjölin Tengdar fréttir Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Fyrrverandi ráðherra gefur lítið fyrir fréttir RÚV af spillingarmálum Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 15:29 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, sakar Ríkisútvarpið um æsifréttamennsku í pistli sem finna má á leiðaraopinu Morgunblaðsins í dag. Hann segist nú hugsa til starfsmanna Samherja, „sem horfa nú á stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið og stjórnendur þess.“ Hann segir að sem betur fer dæmi ekki fjölmiðlar né aðrir þeir sem hrópa nú á torgum, heldur dómsstólar. Gunnar Bragi talar af reynslu en sjálfur var hann mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum, ásamt félögum sínum í Miðflokknum, í tengslum við hið mikla Klausturmál.Pistil Gunnars Braga sem finna má á leiðaropinu Morgunblaðsins í dag.„Ef til vill telja einhverjir fjölmiðlar það skyldu sína að matreiða fréttir í sem mestum æsifréttastíl ef heildarmyndin er ekki nógu hneykslanleg. Þá er ekki spáð í nett annað en áhorfstölur, lestur, flettingar og „klikk“ á vefsíðum,“ segir í pistlinum. Miðflokkurinn hefur ekki haft sig í frammi í umræðunni um Samherjamálið en vitað er að formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur sínar hugmyndir um fjölmiðla eins og sýndi sig í frægri grein sem hann skrifaði á sínum tíma um loftárásir fjölmiðla. Hann hefur ekki tjáð sig enn um Samherjaskjölin. Gunnar Bragi lýkur sínum pistli á að segja að fjölmiðlar verði að geta starfað án ríkisstyrkja. „Miðflokkurinn mun á næstunni kynna hugmynd að því hvernig efla megi einkarekna fjölmiðla án þess að binda þá á ríkisjötuna.“
Alþingi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Samherjaskjölin Tengdar fréttir Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Fyrrverandi ráðherra gefur lítið fyrir fréttir RÚV af spillingarmálum Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 15:29 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Fyrrverandi ráðherra gefur lítið fyrir fréttir RÚV af spillingarmálum Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 15:29