„Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 10:47 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum að fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi í dag. Ráðherra svaraði fullum hálsi. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland „spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli í augum umheimsins,“ sagði Logi. Tilefni fyrirspurnar Loga var Samherjamálið svokallaða en Logi rifjaði jafnframt upp veru Íslands á gráum peningaþvættislista, Panamaskjölin og efnahagshrunið. „Nú er eitt fyrirtæki að rústa orðspori Íslendinga ef sakir reynast sannar. Það er sakað um mútur og skattsvik óboðlega hegðun gagnvart fátækasta fólki í Afríku. Hefur ráðherra ekki áhyggjur af því að fyrirtæki sem treyst hefur verið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar bregðist því trausti og þeim skyldum með jafn afgerandi hætti og nú er að teiknast upp og geti lengt veru okkar á þessum gráa lista?“ spurði Logi.Bjarni Benedkiktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hækkaði róminn þegar hann svaraði Loga.Vísir/VilhelmBjarni brást ókvæða við ummælum Loga. „Það er alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks stígur hér upp á Alþingi og telur það rétta lýsingu á landinu okkar að því sé líkt við spillingarbæli. Ég tel að það sé engin innstæða fyrir svona dramatískum orðum, þessari lýsingu á landinu okkar og það sé í raun og veru algerlega með ólíkindum,“ sagði Bjarni. Hann taki málið þó alvarlega og sagði standa til að láta viðeigandi stofnanir rannsaka málið til hlítar. Logi spurði einnig hvort Bjarni teldi eðlilegt að svo mikill auður geti safnast í hendur eins fyrirtækis sem geti síðan skapað bæði „orðsporsvanda og kerfisáhættu fyrir heila þjóð og haft áhrif á önnur útflutningsfyrirtæki,“ líkt og Logi orðaði það. „Sýn okkar Íslendinga á það hvers konar þjóð við erum, í hvers konar landi við búum, ræðst ekki af einstökum svona málum heldur hvernig við tökum á þeim. Hvort við tökum þau alvarlega, hvort stjórnvöld bregðast við, hvort við höfum stofnanir til að taka á málum, rannsaka, ákæra, dæma þar sem það á við,“ sagði Bjarni. „Ekki af einhverjum ótrúlegum útleggingum Samfylkingarfólks sem ég hef fengið að fylgjast með núna síðasta sólarhringinn um að rót alls vanda þessa máls liggi í sjálfu fiskveiðistjórnarkerfinu,“ sagði Bjarni. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland „spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli í augum umheimsins,“ sagði Logi. Tilefni fyrirspurnar Loga var Samherjamálið svokallaða en Logi rifjaði jafnframt upp veru Íslands á gráum peningaþvættislista, Panamaskjölin og efnahagshrunið. „Nú er eitt fyrirtæki að rústa orðspori Íslendinga ef sakir reynast sannar. Það er sakað um mútur og skattsvik óboðlega hegðun gagnvart fátækasta fólki í Afríku. Hefur ráðherra ekki áhyggjur af því að fyrirtæki sem treyst hefur verið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar bregðist því trausti og þeim skyldum með jafn afgerandi hætti og nú er að teiknast upp og geti lengt veru okkar á þessum gráa lista?“ spurði Logi.Bjarni Benedkiktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hækkaði róminn þegar hann svaraði Loga.Vísir/VilhelmBjarni brást ókvæða við ummælum Loga. „Það er alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks stígur hér upp á Alþingi og telur það rétta lýsingu á landinu okkar að því sé líkt við spillingarbæli. Ég tel að það sé engin innstæða fyrir svona dramatískum orðum, þessari lýsingu á landinu okkar og það sé í raun og veru algerlega með ólíkindum,“ sagði Bjarni. Hann taki málið þó alvarlega og sagði standa til að láta viðeigandi stofnanir rannsaka málið til hlítar. Logi spurði einnig hvort Bjarni teldi eðlilegt að svo mikill auður geti safnast í hendur eins fyrirtækis sem geti síðan skapað bæði „orðsporsvanda og kerfisáhættu fyrir heila þjóð og haft áhrif á önnur útflutningsfyrirtæki,“ líkt og Logi orðaði það. „Sýn okkar Íslendinga á það hvers konar þjóð við erum, í hvers konar landi við búum, ræðst ekki af einstökum svona málum heldur hvernig við tökum á þeim. Hvort við tökum þau alvarlega, hvort stjórnvöld bregðast við, hvort við höfum stofnanir til að taka á málum, rannsaka, ákæra, dæma þar sem það á við,“ sagði Bjarni. „Ekki af einhverjum ótrúlegum útleggingum Samfylkingarfólks sem ég hef fengið að fylgjast með núna síðasta sólarhringinn um að rót alls vanda þessa máls liggi í sjálfu fiskveiðistjórnarkerfinu,“ sagði Bjarni.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Sjá meira