Franskra sjómanna minnst í Hólavallakirkjugarði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 10:00 Garaham Poul sendiherra vottaði frönsku sjómönnunum í kirkjugarðinum virðingu sína. Vopnahlésdagsins, 11.11., er jafnan minnst klukkan 11 í Frakklandi við gröf óþekkta hermannsins eða minnismerki um fallna hermenn. Hér hefur franska sendiráðið athöfn við minnismerki um franska sjómenn í Hólavallagarði. Klukkan ellefu, ellefta dag, ellefta mánaðar ársins 1918 var samið um að ljúka afar mannskæðu stríði sem geisað hafði í Evrópu í rúm fjögur ár. Því er sá mánaðardagur jafnan haldinn hátíðlegur í Frakklandi, við gröf óþekkta hermannsins eða við minnismerki um fallna hermenn. Hér á landi háðu franskir sjómenn orrustur við íslensk náttúruöf l og biðu stundum lægri hlut, þeir hvíla í nafnlausum gröfum víða um land. Í Hólavallakirkjugarði eru nokkrir tugir þeirra, flestir frá Bretagne í Frakklandi. Árið 1953 var settur þar upp stór steindrangur með áletrun. Sú fallega hefð hefur skapast að franska sendiráðið standi fyrir minningarstund í kirkjugarðinum klukkan 11 þann 11.11. við dranginn og sú hefð var haldin í heiðri þetta árið, að sögn Pálma Jóhannessonar, upplýsingafulltrúa sendiráðsins. „Þessi athöfn hefur verið nokkurn veginn árleg, þó hefur komið fyrir að hún hafi fallið niður,“ segir hann. „En þetta finnst mér mjög góð hugmynd því hér á landi er enginn hermannagrafreitur franskur, enda engir fallnir hermenn hér af völdum stríðs en þessir látnu sjómenn eru ígildi þeirra.“ Pálmi segir allnokkurn hóp fólks hafa verið við athöfnina á mánudaginn. „Hún fór þannig fram að Graham Paul, sendiherra Frakklands, flutti ræðu, tveir starfsmenn sendiráðsins fóru með ljóð, annað íslenskt, hitt franskt, og síðan lagði sendiherrann blómsveig að minnismerkinu. Að því loknu var gestum boðin hressing í bústað sendiherrans,“ lýsir Pálmi. Spurður nánar út í kvæðin segir hann þau vera Marin français eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld og Oceano Vox eftir Victor Hugo. Í gamla kirkjugarðinum var látlaus kross settur á leiði sjómannanna en þau voru nafnlaus. Þar stóð bara Marin français sem þýðir franskur sjómaður. Kvæðið hans Guðmundar er á íslensku að öðru leyti en því að lausleg þýðing Pálma á textanum á frönsku fylgdi. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tímamót Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Vopnahlésdagsins, 11.11., er jafnan minnst klukkan 11 í Frakklandi við gröf óþekkta hermannsins eða minnismerki um fallna hermenn. Hér hefur franska sendiráðið athöfn við minnismerki um franska sjómenn í Hólavallagarði. Klukkan ellefu, ellefta dag, ellefta mánaðar ársins 1918 var samið um að ljúka afar mannskæðu stríði sem geisað hafði í Evrópu í rúm fjögur ár. Því er sá mánaðardagur jafnan haldinn hátíðlegur í Frakklandi, við gröf óþekkta hermannsins eða við minnismerki um fallna hermenn. Hér á landi háðu franskir sjómenn orrustur við íslensk náttúruöf l og biðu stundum lægri hlut, þeir hvíla í nafnlausum gröfum víða um land. Í Hólavallakirkjugarði eru nokkrir tugir þeirra, flestir frá Bretagne í Frakklandi. Árið 1953 var settur þar upp stór steindrangur með áletrun. Sú fallega hefð hefur skapast að franska sendiráðið standi fyrir minningarstund í kirkjugarðinum klukkan 11 þann 11.11. við dranginn og sú hefð var haldin í heiðri þetta árið, að sögn Pálma Jóhannessonar, upplýsingafulltrúa sendiráðsins. „Þessi athöfn hefur verið nokkurn veginn árleg, þó hefur komið fyrir að hún hafi fallið niður,“ segir hann. „En þetta finnst mér mjög góð hugmynd því hér á landi er enginn hermannagrafreitur franskur, enda engir fallnir hermenn hér af völdum stríðs en þessir látnu sjómenn eru ígildi þeirra.“ Pálmi segir allnokkurn hóp fólks hafa verið við athöfnina á mánudaginn. „Hún fór þannig fram að Graham Paul, sendiherra Frakklands, flutti ræðu, tveir starfsmenn sendiráðsins fóru með ljóð, annað íslenskt, hitt franskt, og síðan lagði sendiherrann blómsveig að minnismerkinu. Að því loknu var gestum boðin hressing í bústað sendiherrans,“ lýsir Pálmi. Spurður nánar út í kvæðin segir hann þau vera Marin français eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld og Oceano Vox eftir Victor Hugo. Í gamla kirkjugarðinum var látlaus kross settur á leiði sjómannanna en þau voru nafnlaus. Þar stóð bara Marin français sem þýðir franskur sjómaður. Kvæðið hans Guðmundar er á íslensku að öðru leyti en því að lausleg þýðing Pálma á textanum á frönsku fylgdi.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tímamót Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira