Vitund um umhverfi stækkar kolefnisspor frá flugferðum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. nóvember 2019 07:30 Skoðað var hvernig kolefnisfótspor dreifist. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Því meiri sem umhverfisvitund fólks er, því stærra er kolefnisspor þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn doktorsnemans Áróru Árnadóttur. Þar kemur einnig fram að fólk sem hefur heimsborgaraleg viðhorf mengar meira.Við erum meðal annars að skoða ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu og reikna kolefnisfótspor þeirra,“ segir Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði. Nýlega birtist grein eftir Áróru og hóp rannsakenda í vísindatímaritinu Sustainability þar sem niðurstöður rannsóknar hennar eru kynntar. „Við skoðuðum hvernig kolefnisfótspor borgarbúa dreifist um höfuðborgarsvæðið með því að reikna fótsporið sem myndast af bíl-, strætó- og flugferðum og öllum ferðamátum. Hvað eru til dæmis íbúar í Hafnarfirði að fljúga og keyra mikið?“ segir Áróra. Niðurstöðurnar sýna þætti sem gætu komið mörgum á óvart, meðal annars að því meiri umhverfisvitund sem fólk hefur, því stærra er kolefnisfótspor þess. „Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsaáhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir,“ segir Áróra. „Annað sem við skoðuðum er svo kallað „cosmopolitan attitude“ eða heimsborgaralegt viðhorf og þar kom skýrt fram að fólk sem skorar hátt á þeim stuðli er bæði líklegra til að búa miðsvæðis og skilja eftir sig stærra kolefnisspor,“ segir hún. „Í þessum heimsborgaralegu viðhorfum felst til dæmis mikill áhugi á öðrum menningarheimum og að tala mörg tungumál,“ útskýrir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna skýrt að því fleiri tungumál sem fólk talar því líklegra er það til þess að fljúga oftar og þar af leiðandi skilja eftir sig stærra kolefnisspor. „Þeir sem hafa mikla tungumálakunnáttu, tala fjögur eða fleiri tungumál, fljúga að meðaltali 3,32 sinnum á ári á meðan þeir sem tala eitt til tvö tungumál fljúga færri en tvær ferðir,“ segir Áróra. „Við erum í rauninni að setja þetta í samhengi fyrir fólk því að það er að sjálfsögðu stórt kolefnisspor af bílnotkun, um það bil eitt tonn á mann á ári, en hins vegar gleymast flugferðir oft í þessu og það er mikilvægt að fólk minnki þær líka,“ segir Áróra. „Það virðist líka vera þannig að þeir sem nota bíl fljúga meira en þeir sem eru ekki á bíl,“ bætir hún við. „Svo er auðvitað misjafnt hversu mikið fólk er að keyra. Þeir sem vinna mikið keyra mikið og það sama má segja um bæði þá sem hafa jákvætt viðhorf til bíla yfirhöfuð og þá sem vilja búa í úthverfum,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Því meiri sem umhverfisvitund fólks er, því stærra er kolefnisspor þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn doktorsnemans Áróru Árnadóttur. Þar kemur einnig fram að fólk sem hefur heimsborgaraleg viðhorf mengar meira.Við erum meðal annars að skoða ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu og reikna kolefnisfótspor þeirra,“ segir Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði. Nýlega birtist grein eftir Áróru og hóp rannsakenda í vísindatímaritinu Sustainability þar sem niðurstöður rannsóknar hennar eru kynntar. „Við skoðuðum hvernig kolefnisfótspor borgarbúa dreifist um höfuðborgarsvæðið með því að reikna fótsporið sem myndast af bíl-, strætó- og flugferðum og öllum ferðamátum. Hvað eru til dæmis íbúar í Hafnarfirði að fljúga og keyra mikið?“ segir Áróra. Niðurstöðurnar sýna þætti sem gætu komið mörgum á óvart, meðal annars að því meiri umhverfisvitund sem fólk hefur, því stærra er kolefnisfótspor þess. „Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsaáhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir,“ segir Áróra. „Annað sem við skoðuðum er svo kallað „cosmopolitan attitude“ eða heimsborgaralegt viðhorf og þar kom skýrt fram að fólk sem skorar hátt á þeim stuðli er bæði líklegra til að búa miðsvæðis og skilja eftir sig stærra kolefnisspor,“ segir hún. „Í þessum heimsborgaralegu viðhorfum felst til dæmis mikill áhugi á öðrum menningarheimum og að tala mörg tungumál,“ útskýrir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna skýrt að því fleiri tungumál sem fólk talar því líklegra er það til þess að fljúga oftar og þar af leiðandi skilja eftir sig stærra kolefnisspor. „Þeir sem hafa mikla tungumálakunnáttu, tala fjögur eða fleiri tungumál, fljúga að meðaltali 3,32 sinnum á ári á meðan þeir sem tala eitt til tvö tungumál fljúga færri en tvær ferðir,“ segir Áróra. „Við erum í rauninni að setja þetta í samhengi fyrir fólk því að það er að sjálfsögðu stórt kolefnisspor af bílnotkun, um það bil eitt tonn á mann á ári, en hins vegar gleymast flugferðir oft í þessu og það er mikilvægt að fólk minnki þær líka,“ segir Áróra. „Það virðist líka vera þannig að þeir sem nota bíl fljúga meira en þeir sem eru ekki á bíl,“ bætir hún við. „Svo er auðvitað misjafnt hversu mikið fólk er að keyra. Þeir sem vinna mikið keyra mikið og það sama má segja um bæði þá sem hafa jákvætt viðhorf til bíla yfirhöfuð og þá sem vilja búa í úthverfum,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?