Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. nóvember 2019 21:00 Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.Horft til suðurs Eftir að Afríkuútgerð Samherja fékk ekki sjófrystikvóta í Marokkó árið 2010 fékk þáverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfseminnar það á sitt borð að leita að hrossamakrílskvóta sunnar í álfunni. Samherjamenn virðast hafa dottið í lukkupottinn undir lok ársins 2011 þegar þeir hittu Tamson Hatuikulipi, tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu. Samið var við manninn um að hann myndi aðstoða við að útvega félaginu kvóta í landinu. Bernhardt Esau, sem þangað til í dag var sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksSamherji komst einnig í samband við James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, liðsmann stærsta flokks Namibíu. Þeir, auk Tamsons, eru nefndir hákarlarnir og sagðir afar mikilvægir þættir í því að komast yfir aflaheimildir í landinu. Umfjallanir Kveiks, Stundarinnar og hin svokölluðu Fishrot-skjöl sem WikiLeaks birti fjalla meðal annars um að heimamenn hafi verið fengnir inn í starfsemina og var meirihluti í félaginu skráður á félag í eigu Namibíumanns. Ólögleg úthlutun kvóta Tengslin við hákarlana, falskt eignarhald heimamanna og mútugreiðslur til meðal annars sjávarútvegsráðherra, ríkisstjórnarflokksins og hákarlanna eru svo sagðar hafa leitt til þess að James Hatuikulipi, fyrrnefndur hákarl og náfrændi tengdasonar sjávarútvegsráðherra, var gerður að stjórnarformanni ríkisfyrirtækisins Fishcor. Það fyrirtæki sér meðal annars um að úhtluta kvóta í landinu. Þessi úthlutun reyndist ólögleg en samkvæmt því sem kemur fram í minnisblaði uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, áður verkefnastjóra Samherja í Namibíu, var þeim breitt af kröfu hákarlanna og dótturfélags Samherja. Félagið fékk kvótann sinn að lokum í gegnum Fishcor á um helming markaðsvirðis. En sögunni er hvergi nærri lokið. Fyrir tilstuðlan hákarlsins Sanghala beitti Samherji sér fyrir, og fékk, milliríkjasamning á milli Namibíu og Angóla sem færði Afríkuútgerðinni enn meiri kvóta eftir meintar mútugreiðslur.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni.Mynd/WikiLeaksMútur eða ráðgjafagreiðslur Hinar meintu mútugreiðslur til namibískra áhrifamanna eru þó einungis einn angi sögunnar sem birtist í skjölum WikiLeaks og umfjöllunum unnum upp úr þeim og tengdum gögnum. Uppljóstrarinn Jóhannes sagði við RÚV að leiða hafi verið leitað til þess að komast hjá því að greiða skatta í Namibíu. Eyríkið Kýpur spilar lykilrullu í þessu samhengi. Þar eru eignir geymdar í tíu félögum Samherja. Þaðan eru skipin leigð og aflinn seldur. Samherji á eignir sínar í Namibíu í gegnum máritískt félag sem er svo aftur í eigu félaga á Kýpur. Með máritíska félaginu er hægt að koma hagnaði frá Namibíu og þannig sleppa við skatt. Bankaviðskiptin fóru hins vegar í gegnum norska ríkisbankan DNB. Frá Noregi millifærði Samherji svo á reikninga Namibíumanna í Dúbaí. Þær greiðslur kallaði Samherji ráðgjafagreiðslur en uppljóstrarinn Jóhannes mútur. Samherjaskjölin Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.Horft til suðurs Eftir að Afríkuútgerð Samherja fékk ekki sjófrystikvóta í Marokkó árið 2010 fékk þáverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfseminnar það á sitt borð að leita að hrossamakrílskvóta sunnar í álfunni. Samherjamenn virðast hafa dottið í lukkupottinn undir lok ársins 2011 þegar þeir hittu Tamson Hatuikulipi, tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu. Samið var við manninn um að hann myndi aðstoða við að útvega félaginu kvóta í landinu. Bernhardt Esau, sem þangað til í dag var sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksSamherji komst einnig í samband við James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, liðsmann stærsta flokks Namibíu. Þeir, auk Tamsons, eru nefndir hákarlarnir og sagðir afar mikilvægir þættir í því að komast yfir aflaheimildir í landinu. Umfjallanir Kveiks, Stundarinnar og hin svokölluðu Fishrot-skjöl sem WikiLeaks birti fjalla meðal annars um að heimamenn hafi verið fengnir inn í starfsemina og var meirihluti í félaginu skráður á félag í eigu Namibíumanns. Ólögleg úthlutun kvóta Tengslin við hákarlana, falskt eignarhald heimamanna og mútugreiðslur til meðal annars sjávarútvegsráðherra, ríkisstjórnarflokksins og hákarlanna eru svo sagðar hafa leitt til þess að James Hatuikulipi, fyrrnefndur hákarl og náfrændi tengdasonar sjávarútvegsráðherra, var gerður að stjórnarformanni ríkisfyrirtækisins Fishcor. Það fyrirtæki sér meðal annars um að úhtluta kvóta í landinu. Þessi úthlutun reyndist ólögleg en samkvæmt því sem kemur fram í minnisblaði uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, áður verkefnastjóra Samherja í Namibíu, var þeim breitt af kröfu hákarlanna og dótturfélags Samherja. Félagið fékk kvótann sinn að lokum í gegnum Fishcor á um helming markaðsvirðis. En sögunni er hvergi nærri lokið. Fyrir tilstuðlan hákarlsins Sanghala beitti Samherji sér fyrir, og fékk, milliríkjasamning á milli Namibíu og Angóla sem færði Afríkuútgerðinni enn meiri kvóta eftir meintar mútugreiðslur.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni.Mynd/WikiLeaksMútur eða ráðgjafagreiðslur Hinar meintu mútugreiðslur til namibískra áhrifamanna eru þó einungis einn angi sögunnar sem birtist í skjölum WikiLeaks og umfjöllunum unnum upp úr þeim og tengdum gögnum. Uppljóstrarinn Jóhannes sagði við RÚV að leiða hafi verið leitað til þess að komast hjá því að greiða skatta í Namibíu. Eyríkið Kýpur spilar lykilrullu í þessu samhengi. Þar eru eignir geymdar í tíu félögum Samherja. Þaðan eru skipin leigð og aflinn seldur. Samherji á eignir sínar í Namibíu í gegnum máritískt félag sem er svo aftur í eigu félaga á Kýpur. Með máritíska félaginu er hægt að koma hagnaði frá Namibíu og þannig sleppa við skatt. Bankaviðskiptin fóru hins vegar í gegnum norska ríkisbankan DNB. Frá Noregi millifærði Samherji svo á reikninga Namibíumanna í Dúbaí. Þær greiðslur kallaði Samherji ráðgjafagreiðslur en uppljóstrarinn Jóhannes mútur.
Samherjaskjölin Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira