Hjó hausinn af ketti með öxi og lét ófriðlega Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2019 16:09 Maðurinn reif til sín köttinn, fór með hann niður í kjallara og hjó þar af honum hausinn. (Hin samsetta mynd tengist fréttinni ekki beint.) Maður nokkur var dæmdur fyrir að ryðjast inn á heimili barnsmóður sinnar, grípa kött sinn sem þar var, hafa hann með sér niður í kjallara og höggva þar af honum hausinn. Maðurinn hlaut fyrir þetta dóm sem féll í Héraðsdómi Austurlands 28. október, sem nemur tveggja mánaða skilorðsbundinni fangelsisvist og að greiða 120 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Í dómsorði er ákæra lögreglustjórans á Austurlandi tíunduð, að hann sé sakaður um húsbrot, eignaspjöll og brot gegn lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð gæludýra. Maðurinn ruddist inn í íbúð barnsmóður sinnar fyrir hádegi 6. júní í sumar með því að brjóta upp útidyrahurð og fara í framhaldi inn í íbúðina. Þar tók hann kött sem ákærði átti í íbúðinni og fór með hann niður í kjallara hússins og hjó af honum hausinn með öxi. Þetta gerði hann „án þess að leita til dýralæknis til að aflífa köttinn, án þess að svipta köttinn meðvitund fyrir aflífun og því ekki gætt að því að forðast að valda kettinum óþarfa þjáningum og hræðslu.“ Ákærði játaði skýlaust sakargiftir og verknaðarlýsingu og telur dómari enga ástæðu til að efast um þá háttsemi sem í ákæru er svo lýst. Dómarinn dæmdi manninn því sekan og segir háttsemi hans afar ófyrirleitna. Vímuáhrif hans á verknaðarstundu eru ekki metin honum til afsökunar en þó sé vert að líta til iðrunar og undabragðalausrar játningar. Dómsmál Dýr Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Maður nokkur var dæmdur fyrir að ryðjast inn á heimili barnsmóður sinnar, grípa kött sinn sem þar var, hafa hann með sér niður í kjallara og höggva þar af honum hausinn. Maðurinn hlaut fyrir þetta dóm sem féll í Héraðsdómi Austurlands 28. október, sem nemur tveggja mánaða skilorðsbundinni fangelsisvist og að greiða 120 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Í dómsorði er ákæra lögreglustjórans á Austurlandi tíunduð, að hann sé sakaður um húsbrot, eignaspjöll og brot gegn lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð gæludýra. Maðurinn ruddist inn í íbúð barnsmóður sinnar fyrir hádegi 6. júní í sumar með því að brjóta upp útidyrahurð og fara í framhaldi inn í íbúðina. Þar tók hann kött sem ákærði átti í íbúðinni og fór með hann niður í kjallara hússins og hjó af honum hausinn með öxi. Þetta gerði hann „án þess að leita til dýralæknis til að aflífa köttinn, án þess að svipta köttinn meðvitund fyrir aflífun og því ekki gætt að því að forðast að valda kettinum óþarfa þjáningum og hræðslu.“ Ákærði játaði skýlaust sakargiftir og verknaðarlýsingu og telur dómari enga ástæðu til að efast um þá háttsemi sem í ákæru er svo lýst. Dómarinn dæmdi manninn því sekan og segir háttsemi hans afar ófyrirleitna. Vímuáhrif hans á verknaðarstundu eru ekki metin honum til afsökunar en þó sé vert að líta til iðrunar og undabragðalausrar játningar.
Dómsmál Dýr Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira