„Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2019 22:25 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er vægast sagt slegin eftir að hafa séð þátt Kveiks á RÚV í kvöld þar sem fjallað var um meintar mútugreiðslur Samherja til embættismanna í Namibíu með það að markmiði að komast yfir kvóta þar í landi. „Mín fyrstu viðbrögð við þættinum eru þau að mér varð hálf óglatt við að sjá eitt af stærstu fyrirtækjum landsins bendlað við jafn viðbjóðslega spillingu og þarna virðist hafa farið fram,“ segir Þórhildur í samtali við Vísi. Þórhildur hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem leggur til að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að fara ofan í kjölinn í fjárfestingaleið Seðlabankans. Í fréttaskýringaþættinum Kveik kom fram að Samherji hefði hagnast mikið á hrossamakrílveiðum undan ströndum Namibíu. Í Stundinni kemur fram að Samherji hafi óhikað flutt peninga sem myndaðist innan alþjóðlegs fyrirtækjanets útgerðarinnar til Íslands í gegnum árin, meðal annars í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Þórhildur er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis en hún segist velta því fyrir sér hvort málið eigi heima á borði nefndarinnar. „Nefndin er með opið mál um varnir okkar gegn peningaþvætti vegna þess að við erum á lista yfir ósamvinnuþýð ríki FATF og það mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er vægast sagt slegin eftir að hafa séð þátt Kveiks á RÚV í kvöld þar sem fjallað var um meintar mútugreiðslur Samherja til embættismanna í Namibíu með það að markmiði að komast yfir kvóta þar í landi. „Mín fyrstu viðbrögð við þættinum eru þau að mér varð hálf óglatt við að sjá eitt af stærstu fyrirtækjum landsins bendlað við jafn viðbjóðslega spillingu og þarna virðist hafa farið fram,“ segir Þórhildur í samtali við Vísi. Þórhildur hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem leggur til að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að fara ofan í kjölinn í fjárfestingaleið Seðlabankans. Í fréttaskýringaþættinum Kveik kom fram að Samherji hefði hagnast mikið á hrossamakrílveiðum undan ströndum Namibíu. Í Stundinni kemur fram að Samherji hafi óhikað flutt peninga sem myndaðist innan alþjóðlegs fyrirtækjanets útgerðarinnar til Íslands í gegnum árin, meðal annars í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Þórhildur er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis en hún segist velta því fyrir sér hvort málið eigi heima á borði nefndarinnar. „Nefndin er með opið mál um varnir okkar gegn peningaþvætti vegna þess að við erum á lista yfir ósamvinnuþýð ríki FATF og það mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27
Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23
Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00