Erum við of viðkvæm fyrir neikvæðum samskiptum á vinnustað? Helgi Héðinsson skrifar 12. nóvember 2019 10:00 Af hverju mætum við í vinnuna? Augljóslega til að fá greidd laun, en einnig til að gera gagn og fá félagsskap af öðru góðu fólki. Við erum öll ólík, höfum ólíka eiginleika, lífssýn og þarfir, en það breytir því ekki að við erum hópsálir í grunninn og þurfum á öðru fólki að halda. Það felur í sér þá þörf að fá að upplifa viðurkenningu frá öðrum og fá að tilheyra hópi. Þetta á sérstaklega við um þá hópa sem eru okkur mikilvægastir og líklega er fjölskyldan og góðir vinir í fyrstu tveimur sætunum. Vinnustaðurinn og vinnufélagarnir eru samt þarna skammt undan. Annar mikilvægur þáttur er að sjálfsmynd okkar er mótuð af veru okkar í vinnunni. Þar verjum við miklu af okkar tíma, tileinkum okkur nýja færni, náum árangri og fáum viðurkenningu. Þegar okkur finnst við fá að ‘vera með’ í starfshópi fáum við viðurkenningu á því að við séum í lagi eins og við erum, og það lætur okkur líða vel og okkur finnst við vera örugg. Ekkert er okkur mikilvægara en að upplifa öryggi, og margar af ákvörðunum okkar í lífinu hafa með það að gera. Til að mynda sækjum við í fólk sem okkur líður vel með, og við reynum að velja lífsförunauta og vini með þetta í huga. Hvað varðar vinnu þá veljum við okkur vinnu, en við veljum yfirleitt ekki vinnufélaga. Það skiptir máli hvaðan neikvæð samskipti koma Við erum viðkvæm fyrir neikvæðum samskiptum frá fólki sem skiptir okkur máli. Þegar við upplifum neikvæða framkomu frá vinnufélögum eigum við oft erfitt með að verja okkur og setja mörk. Við jafnvel vitum hvað við eigum að segja og gera, en gerum það ekki. Við drögum okkur frekar til baka og forðumst ágreining. Við viljum að láta þetta líða hjá og fá áfram að tilheyra hópnum. Þörf okkar til að tilheyra er það sterk að við viljum ekki taka of mikla áhættu eða búa til vesen, af ótta við að verða ýtt út úr hópnum og fá ekki frekari framgöngu á vinnustaðnum. Af þeim sökum er erfiðast að verjast framkomu frá vinnufélögum sem við upplifum valdameiri á vinnustaðnum en við erum sjálf. Það gefur því auga leið að erfitt er að mæta neikvæðri framkomu frá yfirmanni og setja honum mörk vegna valdamismunarins. Sama á við um framkomu frá öðrum starfsmönnum sem við upplifum í sterkari stöðu en við, m.a. þeir sem hafa unnið lengur á staðnum, eru lykilstarfsmenn og eru með sterka félagslega stöðu á vinnustaðnum. Af hverju skiptir þetta máli? Það getur haft verulegar afleiðingar fyrir okkur að verða endurtekið fyrir neikvæðri framkomu frá vinnufélögum, þegar við finnum ekki leið til að verjast henni sjálf, og upplifa að enginn af hópnum kemur okkur til varnar. Þessi reynsla getur tekið öryggið frá okkur (þið munið að ekkert er okkur mikilvægara en öryggið) og valdið okkur mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti í verstu tilfellunum. Allir sem tilheyra vinnustað ættu að hafa þetta í huga og endurspeglar þetta þá ábyrgð sem við berum með því að vera hluti af hópi. Ef allir leggjast á eitt við að huga vel að samskiptum sínum í vinnunni og við berum virðingu fyrir því að við erum ólík þá líður öllum betur og vinnustaðurinn verður betri.Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Héðinsson Vinnumarkaður Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju mætum við í vinnuna? Augljóslega til að fá greidd laun, en einnig til að gera gagn og fá félagsskap af öðru góðu fólki. Við erum öll ólík, höfum ólíka eiginleika, lífssýn og þarfir, en það breytir því ekki að við erum hópsálir í grunninn og þurfum á öðru fólki að halda. Það felur í sér þá þörf að fá að upplifa viðurkenningu frá öðrum og fá að tilheyra hópi. Þetta á sérstaklega við um þá hópa sem eru okkur mikilvægastir og líklega er fjölskyldan og góðir vinir í fyrstu tveimur sætunum. Vinnustaðurinn og vinnufélagarnir eru samt þarna skammt undan. Annar mikilvægur þáttur er að sjálfsmynd okkar er mótuð af veru okkar í vinnunni. Þar verjum við miklu af okkar tíma, tileinkum okkur nýja færni, náum árangri og fáum viðurkenningu. Þegar okkur finnst við fá að ‘vera með’ í starfshópi fáum við viðurkenningu á því að við séum í lagi eins og við erum, og það lætur okkur líða vel og okkur finnst við vera örugg. Ekkert er okkur mikilvægara en að upplifa öryggi, og margar af ákvörðunum okkar í lífinu hafa með það að gera. Til að mynda sækjum við í fólk sem okkur líður vel með, og við reynum að velja lífsförunauta og vini með þetta í huga. Hvað varðar vinnu þá veljum við okkur vinnu, en við veljum yfirleitt ekki vinnufélaga. Það skiptir máli hvaðan neikvæð samskipti koma Við erum viðkvæm fyrir neikvæðum samskiptum frá fólki sem skiptir okkur máli. Þegar við upplifum neikvæða framkomu frá vinnufélögum eigum við oft erfitt með að verja okkur og setja mörk. Við jafnvel vitum hvað við eigum að segja og gera, en gerum það ekki. Við drögum okkur frekar til baka og forðumst ágreining. Við viljum að láta þetta líða hjá og fá áfram að tilheyra hópnum. Þörf okkar til að tilheyra er það sterk að við viljum ekki taka of mikla áhættu eða búa til vesen, af ótta við að verða ýtt út úr hópnum og fá ekki frekari framgöngu á vinnustaðnum. Af þeim sökum er erfiðast að verjast framkomu frá vinnufélögum sem við upplifum valdameiri á vinnustaðnum en við erum sjálf. Það gefur því auga leið að erfitt er að mæta neikvæðri framkomu frá yfirmanni og setja honum mörk vegna valdamismunarins. Sama á við um framkomu frá öðrum starfsmönnum sem við upplifum í sterkari stöðu en við, m.a. þeir sem hafa unnið lengur á staðnum, eru lykilstarfsmenn og eru með sterka félagslega stöðu á vinnustaðnum. Af hverju skiptir þetta máli? Það getur haft verulegar afleiðingar fyrir okkur að verða endurtekið fyrir neikvæðri framkomu frá vinnufélögum, þegar við finnum ekki leið til að verjast henni sjálf, og upplifa að enginn af hópnum kemur okkur til varnar. Þessi reynsla getur tekið öryggið frá okkur (þið munið að ekkert er okkur mikilvægara en öryggið) og valdið okkur mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti í verstu tilfellunum. Allir sem tilheyra vinnustað ættu að hafa þetta í huga og endurspeglar þetta þá ábyrgð sem við berum með því að vera hluti af hópi. Ef allir leggjast á eitt við að huga vel að samskiptum sínum í vinnunni og við berum virðingu fyrir því að við erum ólík þá líður öllum betur og vinnustaðurinn verður betri.Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun