Ætla að sannreyna reynslusögur sem berast um „báknið“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2019 09:00 Miðflokkurinn auglýsti eftir reynslusögum um samskipti við opinbera aðila á dögunum. Þingmenn ætla í framhaldinu að leggja fram lausnir. Vísir/samsett Þingmenn Miðflokksins ætla að sannreyna upplýsingar sem koma fram í reynslusögum um samskipti við ríkið, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvort og hvaða sögur verða birtar. Miðflokkurinn auglýsti á dögunum eftir reynslusögum almennings um „kerfið“, óbilgirni af hálfu þess opinbera eða óeðlilegar hindranir stjórnkerfisins við stofnun eða reksturs fyrirtækja eða í daglegu lífi. Segir flokkurinn það hluta af forgangsverkefni sínum um að takast á við „báknið“. Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, segir við Vísi að flokkurinn ætli að greina upplýsingarnar sem honum berast og raða eftir málaflokkum til að kortleggja það sem helst situr í fólki. Í framhaldinu reyni þingmenn að greiða úr málum í sínum málaflokki og finna lausnir. „Það getur verið misjafnt hvað við gerum við sögurnar sem við fáum. Það getur verið að leggja til lagabreytingar, þingsályktanir eða einfaldlega að vekja athygli á hlutum sem margir lenda í og benda á leiðir til lausnar,“ segir Jón.Jón Pétursson, aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.AðsendTaka ekki við neinu skoðunarlaust Spurður að því hvort að flokkurinn muni sannreyna sögurnar sem berast segir Jón að það verði gert, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Eins séu þingmenn flokksins í mörgum tilfellum sérfróðir á sínu sviði. „Við munu skoða öll mál út frá mörgum hliðum. Við tökum ekki við neinu skoðunarlaust,“ segir hann. Ekki liggur enn fyrir hvað verður um reynslusögurnar sem Miðflokkurinn fær í hendur. Jón segir að farið verði með þær sem trúnaðarmál og þær verði ekki birtar nema viðkomandi gefi fyrir því leyfi. Því reikni hann ekki endilega með því að sögurnar verði birtar. Flokknum hafi þegar borist sögur um fólk sem hefur lent í óbilgirni af hálfu opinberra aðila, um langan tíma sem hefur tekið að fá úrlausn mála og að ná rétti þegar fólk hefur verið beitt rangindum og um óþarfar tafir þegar fólk sækir rétt sinn. „Svoleiðis mál eiga ekki endilega við stefnu ákveðins flokks,“ segir Jón spurður að því hvort að sögurnar verði valdar sérstaklega til að falla að og styðja stefnumál Miðflokksins. Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins ætla að sannreyna upplýsingar sem koma fram í reynslusögum um samskipti við ríkið, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvort og hvaða sögur verða birtar. Miðflokkurinn auglýsti á dögunum eftir reynslusögum almennings um „kerfið“, óbilgirni af hálfu þess opinbera eða óeðlilegar hindranir stjórnkerfisins við stofnun eða reksturs fyrirtækja eða í daglegu lífi. Segir flokkurinn það hluta af forgangsverkefni sínum um að takast á við „báknið“. Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, segir við Vísi að flokkurinn ætli að greina upplýsingarnar sem honum berast og raða eftir málaflokkum til að kortleggja það sem helst situr í fólki. Í framhaldinu reyni þingmenn að greiða úr málum í sínum málaflokki og finna lausnir. „Það getur verið misjafnt hvað við gerum við sögurnar sem við fáum. Það getur verið að leggja til lagabreytingar, þingsályktanir eða einfaldlega að vekja athygli á hlutum sem margir lenda í og benda á leiðir til lausnar,“ segir Jón.Jón Pétursson, aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.AðsendTaka ekki við neinu skoðunarlaust Spurður að því hvort að flokkurinn muni sannreyna sögurnar sem berast segir Jón að það verði gert, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Eins séu þingmenn flokksins í mörgum tilfellum sérfróðir á sínu sviði. „Við munu skoða öll mál út frá mörgum hliðum. Við tökum ekki við neinu skoðunarlaust,“ segir hann. Ekki liggur enn fyrir hvað verður um reynslusögurnar sem Miðflokkurinn fær í hendur. Jón segir að farið verði með þær sem trúnaðarmál og þær verði ekki birtar nema viðkomandi gefi fyrir því leyfi. Því reikni hann ekki endilega með því að sögurnar verði birtar. Flokknum hafi þegar borist sögur um fólk sem hefur lent í óbilgirni af hálfu opinberra aðila, um langan tíma sem hefur tekið að fá úrlausn mála og að ná rétti þegar fólk hefur verið beitt rangindum og um óþarfar tafir þegar fólk sækir rétt sinn. „Svoleiðis mál eiga ekki endilega við stefnu ákveðins flokks,“ segir Jón spurður að því hvort að sögurnar verði valdar sérstaklega til að falla að og styðja stefnumál Miðflokksins.
Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira