Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 14:00 Notast verður við Falcon 9 eldflaug SpaceX í dag. Vísir/SpacX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. Sú fyrsta er að þetta verður í fjórða sinn sem umrædd eldflaug verður notuð í geimskot og hefur það aldrei verið gert áður. Þá er verið að endurnýta „nef“ annarrar eldflaugar í fyrsta sinn. Um er að ræða þann hluta eldflauga sem ver farminn gegn þeim hita og þrýstingi sem myndast við geimskot. Eftir að eldflaugar eru sendar upp úr gufuhvolfinu er nefið yfirleitt látið falla í hafið í tveimur hlutum. Forsvarsmenn SpaceX hafa þó lengi viljað endurnýta nef eldflauganna. Þau kosta um sex milljónir dala, sem er tiltölulega stór hluti kostnaðarins við hvert geimskot eða um tíu prósent. Með því að endurnýta eldflaugar hefur SpaceX tekist að draga verulega úr kostnaði geimskota.Ekki er hægt að sækja nef eldflauga í sjóinn og nota þau aftur af ótta við ryð. Hér má sjá gamalt myndband um hvernig nef þessi virka. Þau kallast „fairing“ á ensku.Því hafa starfsmenn SpaceX gripið til þess ráðs að notast við tvö drónaskip sem bera nöfnin Ms. Tree og Ms. Chief og eru útbúin stórum netum. Þau verða notuð til að reyna að grípa báða helminga nefsins sem hafa verið útbúin með fallhlífum. Hér má sjá eitt drónaskip grípa einn helming nefs fyrr á þessu ári. Það var í fyrsta sinn sem það tókst eftir nokkrar tilraunir á undanförnum árum. Hér má svo sjá tilraun SpaceX frá því í janúar.Recent fairing recovery test with Mr. Steven. So close! pic.twitter.com/DFSCfBnM0Y — SpaceX (@SpaceX) January 8, 2019 Geimskotið á að fara fram klukkan 14:56 í dag (að íslenskum tíma) og verður eldflauginni skotið frá Flórída. Veðrið lítur vel út fyrir geimskotið en verði því frestað stendur til að reyna aftur á morgun. Lenda á eldflauginni í fjórði sinn og á hún að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída.Vilja dreifa interneti um jörðina alla Áðurnefndir smá-gervihnettir tilheyra Starlink, sem er keðja gervihnatta sem forsvarsmenn SpaceX vilja koma á sporbraut um jörðu í um 280 kílómetra hæð. Þetta er í annað sinn sem gervihnöttum sem þessum er skotið á loft en það var síðast gert í maí. Stjörnufræðingar eru þó langt frá því að vera sáttir við þessar ætlanir. SpaceX ætlar sum sé að nota gervihnettina til að veita aðilum á jörðu niðri aðgang að internetinu sem hafa ef til vill ekki aðgang að því með hefðbundnum leiðum. Til stendur að byrja í Norður-Ameríku eftir að sex förmum hefir verið skotið á loft. Samkvæmt SpaceX þarf 24 geimskot til að bjóða þessa þjónustu á heimsvísu. Sem er ætlunin og þá verða tugir þúsunda svona gervihnatta á braut um jörðina.Starlink will connect the globe with reliable and affordable high-speed broadband services pic.twitter.com/dWVvPwVWU4 — SpaceX (@SpaceX) May 24, 2019 Eins og áður segir eru stjörnufræðingar þó ekki sáttir við þessar ætlanir forsvarsmanna SpaceX. Þeir hafa kvartað yfir því að gervihnettir þessir séu allt of bjartir. Birtan frá þeim, eftir einungis eitt geimskot, hafi þegar byrjað að koma niður á því sem stjörnufræðingar geta séð frá jörðu niðri.Blaðamenn Space.com ræddu við stjörnufræðing sem hefur fylgst með Starlink-gervihnöttunum og er. með öðrum, að kanna hvort birta stjarna minnki vegna gervihnattanna. Þó rannsókninni sé ekki lokið segir hann bráðabirgðaniðurstöður hennar ekki góðar.Hægt sé að sjá gervihnettina með berum augum. Þar að auki verði gervihnettirnir svo margir að þeir verði sífellt að þvælast fyrir sjónaukum. Elon Musk, stofnandi og eigandi SpaceX, hefur sagt að tillit verði tekið til gagnrýni vísindamanna og að reynt verði að smíða gervihnettina svo þeir endurkasti minna ljósi til jarðarinnar. Engar áætlanir varðandi það hafa þó verið opinberaðar og enginn munur er á gervihnöttunum sem skjóta á á loft í dag og þeim sem skotið var á loft í mái, varðandi birtu. Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. Sú fyrsta er að þetta verður í fjórða sinn sem umrædd eldflaug verður notuð í geimskot og hefur það aldrei verið gert áður. Þá er verið að endurnýta „nef“ annarrar eldflaugar í fyrsta sinn. Um er að ræða þann hluta eldflauga sem ver farminn gegn þeim hita og þrýstingi sem myndast við geimskot. Eftir að eldflaugar eru sendar upp úr gufuhvolfinu er nefið yfirleitt látið falla í hafið í tveimur hlutum. Forsvarsmenn SpaceX hafa þó lengi viljað endurnýta nef eldflauganna. Þau kosta um sex milljónir dala, sem er tiltölulega stór hluti kostnaðarins við hvert geimskot eða um tíu prósent. Með því að endurnýta eldflaugar hefur SpaceX tekist að draga verulega úr kostnaði geimskota.Ekki er hægt að sækja nef eldflauga í sjóinn og nota þau aftur af ótta við ryð. Hér má sjá gamalt myndband um hvernig nef þessi virka. Þau kallast „fairing“ á ensku.Því hafa starfsmenn SpaceX gripið til þess ráðs að notast við tvö drónaskip sem bera nöfnin Ms. Tree og Ms. Chief og eru útbúin stórum netum. Þau verða notuð til að reyna að grípa báða helminga nefsins sem hafa verið útbúin með fallhlífum. Hér má sjá eitt drónaskip grípa einn helming nefs fyrr á þessu ári. Það var í fyrsta sinn sem það tókst eftir nokkrar tilraunir á undanförnum árum. Hér má svo sjá tilraun SpaceX frá því í janúar.Recent fairing recovery test with Mr. Steven. So close! pic.twitter.com/DFSCfBnM0Y — SpaceX (@SpaceX) January 8, 2019 Geimskotið á að fara fram klukkan 14:56 í dag (að íslenskum tíma) og verður eldflauginni skotið frá Flórída. Veðrið lítur vel út fyrir geimskotið en verði því frestað stendur til að reyna aftur á morgun. Lenda á eldflauginni í fjórði sinn og á hún að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída.Vilja dreifa interneti um jörðina alla Áðurnefndir smá-gervihnettir tilheyra Starlink, sem er keðja gervihnatta sem forsvarsmenn SpaceX vilja koma á sporbraut um jörðu í um 280 kílómetra hæð. Þetta er í annað sinn sem gervihnöttum sem þessum er skotið á loft en það var síðast gert í maí. Stjörnufræðingar eru þó langt frá því að vera sáttir við þessar ætlanir. SpaceX ætlar sum sé að nota gervihnettina til að veita aðilum á jörðu niðri aðgang að internetinu sem hafa ef til vill ekki aðgang að því með hefðbundnum leiðum. Til stendur að byrja í Norður-Ameríku eftir að sex förmum hefir verið skotið á loft. Samkvæmt SpaceX þarf 24 geimskot til að bjóða þessa þjónustu á heimsvísu. Sem er ætlunin og þá verða tugir þúsunda svona gervihnatta á braut um jörðina.Starlink will connect the globe with reliable and affordable high-speed broadband services pic.twitter.com/dWVvPwVWU4 — SpaceX (@SpaceX) May 24, 2019 Eins og áður segir eru stjörnufræðingar þó ekki sáttir við þessar ætlanir forsvarsmanna SpaceX. Þeir hafa kvartað yfir því að gervihnettir þessir séu allt of bjartir. Birtan frá þeim, eftir einungis eitt geimskot, hafi þegar byrjað að koma niður á því sem stjörnufræðingar geta séð frá jörðu niðri.Blaðamenn Space.com ræddu við stjörnufræðing sem hefur fylgst með Starlink-gervihnöttunum og er. með öðrum, að kanna hvort birta stjarna minnki vegna gervihnattanna. Þó rannsókninni sé ekki lokið segir hann bráðabirgðaniðurstöður hennar ekki góðar.Hægt sé að sjá gervihnettina með berum augum. Þar að auki verði gervihnettirnir svo margir að þeir verði sífellt að þvælast fyrir sjónaukum. Elon Musk, stofnandi og eigandi SpaceX, hefur sagt að tillit verði tekið til gagnrýni vísindamanna og að reynt verði að smíða gervihnettina svo þeir endurkasti minna ljósi til jarðarinnar. Engar áætlanir varðandi það hafa þó verið opinberaðar og enginn munur er á gervihnöttunum sem skjóta á á loft í dag og þeim sem skotið var á loft í mái, varðandi birtu.
Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira