Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Ari Brynjólfsson skrifar 11. nóvember 2019 07:15 Arkitektastofan sem hannaði Gardens by the Bay í Singapore, sem er öllu stærra í sniðum, kemur að verkefni ALDIN Biodome. Nordicphotos/Getty Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. Deiliskipulagið í útjaðri Elliðaárdals norðan Stekkjarbakka var samþykkt í borgarráði í júlí í síðastliðinn, eftir nokkurra ára þróunarferli. Breytingar á orðalagi í skilmálum skipulagsins vegna ábendinga Skipulagsstofnunar voru samþykktar í skipulagsráði 31. október. Skipulagið var svo samþykkt aftur í borgarráði á fimmtudag. Hjördís Sigurðardóttir, frumkvöðullinn að baki verkefninu, er verulega hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið. „Ekki voru gerðar neinar alvarlegar athugasemdir hvorki við ferlið eða samræmi við aðalskipulag,“ segir Hjördís. „Vegna þess að minnihlutinn var á móti í borgarráði þá þarf þetta að fara fyrir borgarstjórn.“ Næsti fundur borgarstjórnar er á þriðjudaginn eftir tvær vikur. Hjördís hefur verið með verkefnið í skipulagsferli hjá borginni í um þrjú ár. Hún segir þetta seinvirkt þó að hún hafi fullan skilning á að vanda þurfi til verka og fara þurfi í samráð við íbúa og hagsmunaaðila. „Þetta kerfi er alveg rosalega seinvirkt. Þeir sem vilja tefja verkefni, hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða vegna einhverra annarra hvata, geta bara gert það með því að vera alltaf á móti.“ Verkefnið sem um ræðir á sér engar eiginlegar fyrirmyndir í heiminum. „Ég fæ hugmyndina í námi í Hollandi fyrir sjö árum. Þá tók ég eftir því hversu eftir á við erum þegar kemur að grænni hugmyndafræði,“ segir Hjördís. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. „Ég er búin að standa í þessu í rúm fjögur ár núna og mitt aðalverkefni hefur verið að útskýra hvað þetta er, því það er hvergi til neitt nákvæmlega eins. Í stuttu máli erum við að þróa innvið fyrir borgir framtíðarinnar og gefa Reykjavík tækifæri til að vera með ‚pilot útgáfuna‘ sem nú þegar hefur fengið heimsathygli.“ Það kostar rúmlega 4,5 milljarða að klára verkefnið. Hjálmar Sveinsson, sem var formaður umhverfis- og skipulagsráðs þegar verkefnið fór af stað, segir borgina ekki hafa spurt hverjir kæmu að fjármögnun verkefnisins. „Það er iðulega ekki spurt um nafn og nafnnúmer, það er bara tekin afstaða til verkefnisins. Það er ljóst hver er talsmaður verkefnisins,“ segir Hjálmar. Hjördís segir fjársterka aðila sýna verkefninu áhuga. „Þetta er einkaframtak. Helminginn fáum við að láni, svo erum við í viðræðum við mjög fjársterka aðila sem hafa sýnt verkefninu áhuga,“ segir Hjördís. Meðal samstarfsaðila er breska arkitektastofan WilkinsonEyre sem teiknar bygginguna og hannaði meðal annars Gardens by the Bay í Singapore. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. Deiliskipulagið í útjaðri Elliðaárdals norðan Stekkjarbakka var samþykkt í borgarráði í júlí í síðastliðinn, eftir nokkurra ára þróunarferli. Breytingar á orðalagi í skilmálum skipulagsins vegna ábendinga Skipulagsstofnunar voru samþykktar í skipulagsráði 31. október. Skipulagið var svo samþykkt aftur í borgarráði á fimmtudag. Hjördís Sigurðardóttir, frumkvöðullinn að baki verkefninu, er verulega hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið. „Ekki voru gerðar neinar alvarlegar athugasemdir hvorki við ferlið eða samræmi við aðalskipulag,“ segir Hjördís. „Vegna þess að minnihlutinn var á móti í borgarráði þá þarf þetta að fara fyrir borgarstjórn.“ Næsti fundur borgarstjórnar er á þriðjudaginn eftir tvær vikur. Hjördís hefur verið með verkefnið í skipulagsferli hjá borginni í um þrjú ár. Hún segir þetta seinvirkt þó að hún hafi fullan skilning á að vanda þurfi til verka og fara þurfi í samráð við íbúa og hagsmunaaðila. „Þetta kerfi er alveg rosalega seinvirkt. Þeir sem vilja tefja verkefni, hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða vegna einhverra annarra hvata, geta bara gert það með því að vera alltaf á móti.“ Verkefnið sem um ræðir á sér engar eiginlegar fyrirmyndir í heiminum. „Ég fæ hugmyndina í námi í Hollandi fyrir sjö árum. Þá tók ég eftir því hversu eftir á við erum þegar kemur að grænni hugmyndafræði,“ segir Hjördís. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. „Ég er búin að standa í þessu í rúm fjögur ár núna og mitt aðalverkefni hefur verið að útskýra hvað þetta er, því það er hvergi til neitt nákvæmlega eins. Í stuttu máli erum við að þróa innvið fyrir borgir framtíðarinnar og gefa Reykjavík tækifæri til að vera með ‚pilot útgáfuna‘ sem nú þegar hefur fengið heimsathygli.“ Það kostar rúmlega 4,5 milljarða að klára verkefnið. Hjálmar Sveinsson, sem var formaður umhverfis- og skipulagsráðs þegar verkefnið fór af stað, segir borgina ekki hafa spurt hverjir kæmu að fjármögnun verkefnisins. „Það er iðulega ekki spurt um nafn og nafnnúmer, það er bara tekin afstaða til verkefnisins. Það er ljóst hver er talsmaður verkefnisins,“ segir Hjálmar. Hjördís segir fjársterka aðila sýna verkefninu áhuga. „Þetta er einkaframtak. Helminginn fáum við að láni, svo erum við í viðræðum við mjög fjársterka aðila sem hafa sýnt verkefninu áhuga,“ segir Hjördís. Meðal samstarfsaðila er breska arkitektastofan WilkinsonEyre sem teiknar bygginguna og hannaði meðal annars Gardens by the Bay í Singapore.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira