Stjórnarmaður í SFS dæmdur fyrir skattalagabrot og peningaþvætti Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 06:45 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Vísir/Egill Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, var á dögunum dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn bókhaldslögum, meiri háttar skattalagabrot og peningaþvætti. Þá er Ólafi, sem er einnig stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt í ríkissjóð en hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Samkvæmt dóminum rangfærði Ólafur bókhald hraðfrystihússins með því að gefa út ranga kreditreikninga á hendur félaginu Sæmark-Sjávarafurðir í þeim tilgangi að taka fjármuni í eigin þágu. Á árunum 2013-2015 skilaði Ólafur röngum skattframtölum þar sem tekjur hans voru vantaldar um tæpar 45 milljónir. Komu þær tekjur bæði frá Hraðfrystihúsi Hellissands og Sæmarki-Sjávarafurðum. Þar að auki var hann dæmdur fyrir notkun á erlendu kreditkorti sem greitt var með fjármunum frá Sigurði Gísla Björnssyni, forsvarsmanni Sæmarks. Alls komst Ólafur hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar sem nemur tæpri 21 milljón króna. Með því að nýta sér þá fjármuni var hann dæmdur fyrir peningaþvætti. Fram kemur í dóminum að Ólafur hafi ekki áður sætt refsingu og játning hans er metin honum til málsbóta við ákvörðun refsingar. Ólafur hefur þegar endurgreitt vangreiddan tekjuskatt en hefur samkvæmt dóminum fjórar vikur til að greiða sektina. Verjandi Ólafs afsalaði sér þóknun vegna starfa sinna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Snæfellsbær Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, var á dögunum dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn bókhaldslögum, meiri háttar skattalagabrot og peningaþvætti. Þá er Ólafi, sem er einnig stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt í ríkissjóð en hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Samkvæmt dóminum rangfærði Ólafur bókhald hraðfrystihússins með því að gefa út ranga kreditreikninga á hendur félaginu Sæmark-Sjávarafurðir í þeim tilgangi að taka fjármuni í eigin þágu. Á árunum 2013-2015 skilaði Ólafur röngum skattframtölum þar sem tekjur hans voru vantaldar um tæpar 45 milljónir. Komu þær tekjur bæði frá Hraðfrystihúsi Hellissands og Sæmarki-Sjávarafurðum. Þar að auki var hann dæmdur fyrir notkun á erlendu kreditkorti sem greitt var með fjármunum frá Sigurði Gísla Björnssyni, forsvarsmanni Sæmarks. Alls komst Ólafur hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar sem nemur tæpri 21 milljón króna. Með því að nýta sér þá fjármuni var hann dæmdur fyrir peningaþvætti. Fram kemur í dóminum að Ólafur hafi ekki áður sætt refsingu og játning hans er metin honum til málsbóta við ákvörðun refsingar. Ólafur hefur þegar endurgreitt vangreiddan tekjuskatt en hefur samkvæmt dóminum fjórar vikur til að greiða sektina. Verjandi Ólafs afsalaði sér þóknun vegna starfa sinna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Snæfellsbær Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira