Engin viðbragðsáætlun til staðar hér á landi ef flutningsleiðir lokast Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2019 15:45 Ísland er mjög háð innflutningi á nauðsynjavörum. Vísir/vilhelm Ekki hefur verið gerð sérstök viðbragðsáætlun sem tekur á því ef flutningsleiðir að landinu lokast skyndilega eða teppast. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins. Í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur segir að undirbúningur landsins undir slíkar aðstæður hafi síðast verið skoðaður í tengslum við viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Sú viðbragðsáætlun var gefin út árið 2008.Matvælabirgðir taldar vera litlar „Við gerð þeirrar áætlunar var horft til þess að öll atvinnustarfsemi og flutningar yrðu í algjöru lágmarki vegna manneklu. Þar var einnig gert ráð fyrir því að allir flutningar til og frá landinu myndu stöðvast um tíma. Í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir því að forgangsraða þurfi dreifingu nauðsynja,“ segir í svari ráðherrans. Aðspurð um það hvernig birgðaáætlunum yrði háttað við slíkar aðstæður kemur fram að við fyrrnefnda athugun árið 2008 hafi komið í ljós að matvælabirgðir hér á landi væru almennt frekar litlar þar sem tíðar skipakomur geri það að verkum að ekki þurfi að liggja með stóran lager. Á hinn boginn var talið að hægt væri að sjá þjóðinni fyrir mat með innanlandsframleiðslu.Stjórnvöld myndu reyna að gera ráðstafanir Í svari ráðherra kemur einnig fram að eldsneytisbirgðir hér á landi fari alla jafna eftir því hvenær síðasta sending kom. Það geti verið allt frá því að vera þriggja mánaða birgðir niður í magn sem myndi nægja landinu í tvær vikur. Tekið er fram í svarinu að ef til slíks ástands kæmi myndi almennt skipulag almannavarna vera virkjað. Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna myndi þá samhæfa og stýra aðgerðum allra sem kæmu að málum. Ef einhver fyrirvari væri á því að flutningsleiðir til landsins myndu skerðast yrðu jafnframt gerðar ráðstafanir til að tryggja nægar birgðir. Slík sviðsmynd er þó sögð nokkuð ólíkleg. Almannavarnir Alþingi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Ekki hefur verið gerð sérstök viðbragðsáætlun sem tekur á því ef flutningsleiðir að landinu lokast skyndilega eða teppast. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins. Í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur segir að undirbúningur landsins undir slíkar aðstæður hafi síðast verið skoðaður í tengslum við viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Sú viðbragðsáætlun var gefin út árið 2008.Matvælabirgðir taldar vera litlar „Við gerð þeirrar áætlunar var horft til þess að öll atvinnustarfsemi og flutningar yrðu í algjöru lágmarki vegna manneklu. Þar var einnig gert ráð fyrir því að allir flutningar til og frá landinu myndu stöðvast um tíma. Í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir því að forgangsraða þurfi dreifingu nauðsynja,“ segir í svari ráðherrans. Aðspurð um það hvernig birgðaáætlunum yrði háttað við slíkar aðstæður kemur fram að við fyrrnefnda athugun árið 2008 hafi komið í ljós að matvælabirgðir hér á landi væru almennt frekar litlar þar sem tíðar skipakomur geri það að verkum að ekki þurfi að liggja með stóran lager. Á hinn boginn var talið að hægt væri að sjá þjóðinni fyrir mat með innanlandsframleiðslu.Stjórnvöld myndu reyna að gera ráðstafanir Í svari ráðherra kemur einnig fram að eldsneytisbirgðir hér á landi fari alla jafna eftir því hvenær síðasta sending kom. Það geti verið allt frá því að vera þriggja mánaða birgðir niður í magn sem myndi nægja landinu í tvær vikur. Tekið er fram í svarinu að ef til slíks ástands kæmi myndi almennt skipulag almannavarna vera virkjað. Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna myndi þá samhæfa og stýra aðgerðum allra sem kæmu að málum. Ef einhver fyrirvari væri á því að flutningsleiðir til landsins myndu skerðast yrðu jafnframt gerðar ráðstafanir til að tryggja nægar birgðir. Slík sviðsmynd er þó sögð nokkuð ólíkleg.
Almannavarnir Alþingi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira