Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Drífa Snædal skrifar 29. nóvember 2019 08:45 Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. Átökin voru ekki hefðbundin kjaradeila heldur fjölluðu um grundvallarmál. Pósturinn var nefninlega gerður að ohf. fyrirtæki í opinberri eigu eins og margar aðrar opinberar stofnanir á tímum markaðsvæðingar. Svo voru stofnuð dótturfélög og starfsfólk sem var ráðið þar inn var undir öðrum kjarasamningum en fólk starfandi hjá Póstinum sjálfum. Deilan núna stóð sem sagt um það á hvaða kjörum og samningum fólk sem starfar hjá Póstinum og dótturfyrirtækjum hans ætti að vera. Stjórnvöld voru þannig komin í undirboð í kjörum með stofnun undirfyrirtækja. Það er ágætt að hafa þetta í huga nú þegar RÚV ætlar að stofna dótturfyrirtæki og endurskipulagning ISAVIA stendur fyrir dyrum. Afleiðingin af markaðsvæðingu ríkisfyrirtækja er sjaldnast til hagsbóta fyrir launafólk sem hjá þeim starfa. Þetta geta starfsmenn fríhafnarinnar á Finnlandsflugvelli staðfest en eftir að mjólkurkýrin var seld eru starfsmennirnir í ráðningarsambandi við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem er slétt sama um laun og líðan starfsfólks. Þetta og margt annað var til umræðu þegar formenn úr Norrænu verkalýðshreyfingunni hittust í vikunni. Mikið var rætt um hugmyndir Evrópusambandsins um tilskipun um lágmarkslaun sem gengur þvert á hefðir í Norður Evrópu þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör. Þá er einnig rætt um harðari skilyrði fyrir opinberum innkaupum, að þau séu alltaf háð því að varan og þjónustan sé búin til við góð skilyrði og þar sem kjarasamningar eru í gildi. Norrænir vinir okkar mæta til Íslands á vormánuðum og við munum þá kynna fyrir þeim árangurinn af styttingu vinnuvikunnar en við treystum því að þá verði búið að klára samningana á opinbera markaðnum. Það er ágætt að minna sig á að starfsfólk hjá hinu opinbera, bæði innan ASÍ og BSRB, hafa verið með lausa samninga í átta mánuði. Staðan er orðin miklu meira en óþolandi. Njótið helgarinnar, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. Átökin voru ekki hefðbundin kjaradeila heldur fjölluðu um grundvallarmál. Pósturinn var nefninlega gerður að ohf. fyrirtæki í opinberri eigu eins og margar aðrar opinberar stofnanir á tímum markaðsvæðingar. Svo voru stofnuð dótturfélög og starfsfólk sem var ráðið þar inn var undir öðrum kjarasamningum en fólk starfandi hjá Póstinum sjálfum. Deilan núna stóð sem sagt um það á hvaða kjörum og samningum fólk sem starfar hjá Póstinum og dótturfyrirtækjum hans ætti að vera. Stjórnvöld voru þannig komin í undirboð í kjörum með stofnun undirfyrirtækja. Það er ágætt að hafa þetta í huga nú þegar RÚV ætlar að stofna dótturfyrirtæki og endurskipulagning ISAVIA stendur fyrir dyrum. Afleiðingin af markaðsvæðingu ríkisfyrirtækja er sjaldnast til hagsbóta fyrir launafólk sem hjá þeim starfa. Þetta geta starfsmenn fríhafnarinnar á Finnlandsflugvelli staðfest en eftir að mjólkurkýrin var seld eru starfsmennirnir í ráðningarsambandi við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem er slétt sama um laun og líðan starfsfólks. Þetta og margt annað var til umræðu þegar formenn úr Norrænu verkalýðshreyfingunni hittust í vikunni. Mikið var rætt um hugmyndir Evrópusambandsins um tilskipun um lágmarkslaun sem gengur þvert á hefðir í Norður Evrópu þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör. Þá er einnig rætt um harðari skilyrði fyrir opinberum innkaupum, að þau séu alltaf háð því að varan og þjónustan sé búin til við góð skilyrði og þar sem kjarasamningar eru í gildi. Norrænir vinir okkar mæta til Íslands á vormánuðum og við munum þá kynna fyrir þeim árangurinn af styttingu vinnuvikunnar en við treystum því að þá verði búið að klára samningana á opinbera markaðnum. Það er ágætt að minna sig á að starfsfólk hjá hinu opinbera, bæði innan ASÍ og BSRB, hafa verið með lausa samninga í átta mánuði. Staðan er orðin miklu meira en óþolandi. Njótið helgarinnar, Drífa
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun