Evrópuþingið lýsir yfir „neyðarástandi í loftslagsmálum“ Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 13:54 Salur Evrópuþingsins í Strassborg. Getty Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem „neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. Yfirlýsingin er fyrst og fremst táknræn og er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að grípa til róttækari aðgerða í loftslagsmálum. Atkvæðagreiðslan er haldin skömmu fyrir upphaf Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Madríd á Spáni og stendur dagana 2. til 13. desember.Reuters segir frá því að alls hafi 429 þingmenn greitt atkvæði með yfirlýsingunni, 225 gegn og sátu nítján hjá. „Þetta snýst ekki um stjórnmál, heldur snýr þetta að sameiginlegri ábyrgð,“ segir franski Evrópuþingmaðurinn Pascal Canfi sem gegnir embætti formanns umhverfisnefndar þingsins. Sérfræðingar og aðgerðasinnar telja að ekki sé nóg að gert með yfirlýsingum sem þessum. Enn skorti upp á nægilegar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og þannig koma í veg fyrir að meðalhitastig hækki um ekki meira en 1,5 til tvær gráður. Hin þýska Ursula von der Leyen, sem tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB um mánaðamótin, segir framkvæmdastjórn sína ætla að leggja mikla áherslu á loftslagsmálin. Áður hafa einstaka lönd, eins og Argentína og Kanada, og borgaryfirvöld, meðal annars í New york og Sydney, samþykkt sambærilegar yfirlýsingar um að neyðarástand ríki í loftslagsmálum. Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Grípa þarf til aðgerða strax Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. 26. nóvember 2019 08:54 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem „neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. Yfirlýsingin er fyrst og fremst táknræn og er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að grípa til róttækari aðgerða í loftslagsmálum. Atkvæðagreiðslan er haldin skömmu fyrir upphaf Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Madríd á Spáni og stendur dagana 2. til 13. desember.Reuters segir frá því að alls hafi 429 þingmenn greitt atkvæði með yfirlýsingunni, 225 gegn og sátu nítján hjá. „Þetta snýst ekki um stjórnmál, heldur snýr þetta að sameiginlegri ábyrgð,“ segir franski Evrópuþingmaðurinn Pascal Canfi sem gegnir embætti formanns umhverfisnefndar þingsins. Sérfræðingar og aðgerðasinnar telja að ekki sé nóg að gert með yfirlýsingum sem þessum. Enn skorti upp á nægilegar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og þannig koma í veg fyrir að meðalhitastig hækki um ekki meira en 1,5 til tvær gráður. Hin þýska Ursula von der Leyen, sem tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB um mánaðamótin, segir framkvæmdastjórn sína ætla að leggja mikla áherslu á loftslagsmálin. Áður hafa einstaka lönd, eins og Argentína og Kanada, og borgaryfirvöld, meðal annars í New york og Sydney, samþykkt sambærilegar yfirlýsingar um að neyðarástand ríki í loftslagsmálum.
Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Grípa þarf til aðgerða strax Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. 26. nóvember 2019 08:54 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Grípa þarf til aðgerða strax Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. 26. nóvember 2019 08:54