Forsætisráðherra vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá á kjörtímabilinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 12:15 katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur nauðsynlegt að samkomulag náist á Alþingi um að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá og telur að það ákvæði sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda sé fullnægjandi. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar telja ákvæðið hins vegar ekki nógu afgerandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í setningu auðlindagreinar í stjórnarskrána í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En nú er að störfum nefnd formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þorgerður Katrín vitnaði í ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um fiskveiðistjórnunarkerfið á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. „Hann talaði mjög skýrt formaður Framsóknarflokksins. Það hafi ekki verið tilgangur fiskveiðistjórnunarkerfisins að gera örfáa ofurríka. Ég held að það sé öllum ljóst að það sé hluti af því vandamáli sem við stöndum frami fyrir í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri nauðsynlegt að tímabinda úthlutun aflaheimilda í auðlindaákvæði stjórnarskrár til að tryggja eignarhald þjóðarinnar en ekki útgerðarinnar á auðlindinni og síðan þyrfti að koma fyrir sanngjarnt gjald. Forsætisráðherra sagði skipta gríðarlegu máli að alvöru skref verði stigin á þessu kjörtímabili varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem byggt væri á þeirri vinnu sem unnin hafi verið. „Í því ákvæði sem fór inn í samráðsgáttina sem var að sjálfsögðu rætt í hópi formanna flokkanna áður en það fór þangað kemur fram að enginn geti fengið náttúruauðlindir Íslands til eignar eða varanlegra afnota,“ sagði Katrín.Nýr meirihluti á alþingi Guðmundur Andri sagði fregnir af íslenskum útgerðarrisa í Namibíu hafa minnt marga á hvers vegna þessir aðilar urðu svo brjálæðislega ríkir, eins og þingmaðurinn orðaði það. Eftir ummæli formanns sköpunarflokks fiskveiðistjórnunarkerfisins vakni spurning hvort hugsanlega sé að skapast nýr meirihluti fyrir umbótum á þessu kerfi á Alþingi. „Að allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans gætu komið sér saman um að koma hér á kerfi sem gæti ríkt sátt um hjá þjóðinni. Jafnvel svo ég nefni hið voðalega orð útboðsleið og koma jafnvel auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem er kveðið á um fullt endurgjald,“ sagði Guðmundur Andri. Forsætisráðherra ítrekaði fyrra svar sitt um þetta til Þorgerðar Katrínar. „Við höfum að sjálfsögðu gagnrýnt útboðsleiðina sem háttvirtur þingmaður vísar í. Því við höfum einmitt áhyggjur af samþjöppuninni sem fylgt hefur aflahlutdeildarkerfinu og myndi fylgja slíku kerfi nema ef sett væru mjög mikil þök inn í útboðskerfið. Þannig að það er auðvitað löng og mikil umræða sem þyrfti að taka,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Forsætisráðherra telur nauðsynlegt að samkomulag náist á Alþingi um að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá og telur að það ákvæði sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda sé fullnægjandi. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar telja ákvæðið hins vegar ekki nógu afgerandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í setningu auðlindagreinar í stjórnarskrána í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En nú er að störfum nefnd formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þorgerður Katrín vitnaði í ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um fiskveiðistjórnunarkerfið á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. „Hann talaði mjög skýrt formaður Framsóknarflokksins. Það hafi ekki verið tilgangur fiskveiðistjórnunarkerfisins að gera örfáa ofurríka. Ég held að það sé öllum ljóst að það sé hluti af því vandamáli sem við stöndum frami fyrir í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri nauðsynlegt að tímabinda úthlutun aflaheimilda í auðlindaákvæði stjórnarskrár til að tryggja eignarhald þjóðarinnar en ekki útgerðarinnar á auðlindinni og síðan þyrfti að koma fyrir sanngjarnt gjald. Forsætisráðherra sagði skipta gríðarlegu máli að alvöru skref verði stigin á þessu kjörtímabili varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem byggt væri á þeirri vinnu sem unnin hafi verið. „Í því ákvæði sem fór inn í samráðsgáttina sem var að sjálfsögðu rætt í hópi formanna flokkanna áður en það fór þangað kemur fram að enginn geti fengið náttúruauðlindir Íslands til eignar eða varanlegra afnota,“ sagði Katrín.Nýr meirihluti á alþingi Guðmundur Andri sagði fregnir af íslenskum útgerðarrisa í Namibíu hafa minnt marga á hvers vegna þessir aðilar urðu svo brjálæðislega ríkir, eins og þingmaðurinn orðaði það. Eftir ummæli formanns sköpunarflokks fiskveiðistjórnunarkerfisins vakni spurning hvort hugsanlega sé að skapast nýr meirihluti fyrir umbótum á þessu kerfi á Alþingi. „Að allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans gætu komið sér saman um að koma hér á kerfi sem gæti ríkt sátt um hjá þjóðinni. Jafnvel svo ég nefni hið voðalega orð útboðsleið og koma jafnvel auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem er kveðið á um fullt endurgjald,“ sagði Guðmundur Andri. Forsætisráðherra ítrekaði fyrra svar sitt um þetta til Þorgerðar Katrínar. „Við höfum að sjálfsögðu gagnrýnt útboðsleiðina sem háttvirtur þingmaður vísar í. Því við höfum einmitt áhyggjur af samþjöppuninni sem fylgt hefur aflahlutdeildarkerfinu og myndi fylgja slíku kerfi nema ef sett væru mjög mikil þök inn í útboðskerfið. Þannig að það er auðvitað löng og mikil umræða sem þyrfti að taka,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira