Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2019 10:43 Frá Kópavogi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta. Dómur í málinu féll þann 21. nóvember en tekist var á um hvort aflýsing veðskuldabréfs á fasteign væri gjafagerningur eða ekki. RÚV greindi fyrst frá. Þrotabú Sælindar ehf. höfðaði mál á hendur Guðmundi og eiginkonu hans Lindu Jörundsdóttur. Áttu þau hvort sinn 50 prósent eignarhlut í Sælind ehf. Þann 15. janúar 2017 gaf Guðmundur út veðskuldabréf að höfuðstól 50 milljónir króna til 30 ára með fimm prósent vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign í eigu hans og Lindu í Kópavogi. Kröfuhafi var Sælind ehf. Fyrsti gjalddagi átti að vera 15. mars 2017 og svo mánaðarlega eftir það. Afborganirnar voru aldrei greiddar.Guðmundur Gísli Geirdal hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014.Mynd/KópavogsbærSælind ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári og krafðist skiptastjóri þess að Guðmundur og Linda greiddu þrotabúinu 50 milljónir. Kröfunni var hafnað og höfðaði skiptastjóri því mál fyrir dómstólum. Byggði hann kröfu sína á því að þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið fyrirséð að félagið stefndi í þrot. Augljóst hafi verið að aflýsing veðskuldabréfsins hafi haft þann tilgang að koma eignum félagsins undan áður en félagið yrði gjaldþrota. Um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafðist skiptastjóri þess að aflýsingunni yrði rift og að Guðmundur og Linda myndi greiða þrotabúinu 50 milljónir. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í síðustu viku og féll dómur þrotabúinu í vil. Voru Guðmundur og Linda því dæmd til að greiða þrotabúinu milljónirnar 50, auk dráttarvaxta. Guðmundur Gísli er sem fyrr segir bæjarfulltrúi í Kópavogi og í samtali við RÚV segist hann ekki telja að málið hafi áhrif á hans störf í bæjarstjórn. Hann hyggist áfrýja málinu enda telji hann að þau hjónin hafi staðið rétt að málum í tengslum við veðskuldabréfið. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta. Dómur í málinu féll þann 21. nóvember en tekist var á um hvort aflýsing veðskuldabréfs á fasteign væri gjafagerningur eða ekki. RÚV greindi fyrst frá. Þrotabú Sælindar ehf. höfðaði mál á hendur Guðmundi og eiginkonu hans Lindu Jörundsdóttur. Áttu þau hvort sinn 50 prósent eignarhlut í Sælind ehf. Þann 15. janúar 2017 gaf Guðmundur út veðskuldabréf að höfuðstól 50 milljónir króna til 30 ára með fimm prósent vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign í eigu hans og Lindu í Kópavogi. Kröfuhafi var Sælind ehf. Fyrsti gjalddagi átti að vera 15. mars 2017 og svo mánaðarlega eftir það. Afborganirnar voru aldrei greiddar.Guðmundur Gísli Geirdal hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014.Mynd/KópavogsbærSælind ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári og krafðist skiptastjóri þess að Guðmundur og Linda greiddu þrotabúinu 50 milljónir. Kröfunni var hafnað og höfðaði skiptastjóri því mál fyrir dómstólum. Byggði hann kröfu sína á því að þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið fyrirséð að félagið stefndi í þrot. Augljóst hafi verið að aflýsing veðskuldabréfsins hafi haft þann tilgang að koma eignum félagsins undan áður en félagið yrði gjaldþrota. Um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafðist skiptastjóri þess að aflýsingunni yrði rift og að Guðmundur og Linda myndi greiða þrotabúinu 50 milljónir. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í síðustu viku og féll dómur þrotabúinu í vil. Voru Guðmundur og Linda því dæmd til að greiða þrotabúinu milljónirnar 50, auk dráttarvaxta. Guðmundur Gísli er sem fyrr segir bæjarfulltrúi í Kópavogi og í samtali við RÚV segist hann ekki telja að málið hafi áhrif á hans störf í bæjarstjórn. Hann hyggist áfrýja málinu enda telji hann að þau hjónin hafi staðið rétt að málum í tengslum við veðskuldabréfið.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira