Ummæli Trumps sögð ganga í berhögg við hans eigin orð Eiður Þór Árnason skrifar 27. nóvember 2019 23:55 Trump virðist vera mjög ánægður með störf lögmanns síns. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að aðhafast í málefnum Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir sína hönd. Athygli vekur að þessi nýjasta fullyrðing Trumps er í mótsögn við það sem hann sagði í frægu símtali sínu við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí síðastliðnum. Umrætt símtal er rót yfirstandandi rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþingsins á mögulegum embættisbrotum Trumps. Einnig eru ummæli Trumps sögð hafa gengið í berhögg við eiðsvarinn vitnisburð ráðherra hans og starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í viðtali í gær hjá útvarpsmanninum Bill O'Reilly var Trump spurður út í það hvort að hann hafi óskað eftir afskiptum Giuliani í Úkraínu. Því svaraði hann neitandi áður en hann hóf að lofsyngja lögmann sinn og kallaði hann „stórkostlegan baráttumann gegn spillingu“ og besta borgarstjóra sem New York búar hafi átt. Þegar þáttastjórnandinn kallaði eftir frekari svörum frá Trump ítrekaði hann enn fremur svar sitt. „Nei, ég bað hann ekki um það, en hann er stríðsmaður. Rudy er stríðsmaður. Rudy fór þangað, mögulega sá hann eitthvað. En þú verður að átta þig á því að Rudy starfar líka fyrir fleiri,“ sagði Trump og fullyrti jafnframt að Giuliani hafi starfað í landinu árum saman. Bent hefur verið á að þessi svör forsetans eru í litlu samræmi við gróft eftirrit hins víðfræga símtals hans og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Í því má sjá Trump ítrekað leggja til milligöngu Giuliani þegar kom að því að reyna að fá Zelensky til að hefja rannsókn á viðskiptaþátttöku Hunter Biden í landinu. Hunter Biden er sonur Joe Biden, eins fremsta forsetaframbjóðendaefnis Demókrataflokksins. Í símtalinu fór Trump meðal annars fögrum orðum um Giuliani og sagði ítrekað að hann ætlaði að óska eftir því að lögmaðurinn myndi hafa samband við Úkraínuforseta til að ræða næstu skref og fá niðurstöðu í málið. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24 Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45 Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að aðhafast í málefnum Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir sína hönd. Athygli vekur að þessi nýjasta fullyrðing Trumps er í mótsögn við það sem hann sagði í frægu símtali sínu við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí síðastliðnum. Umrætt símtal er rót yfirstandandi rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþingsins á mögulegum embættisbrotum Trumps. Einnig eru ummæli Trumps sögð hafa gengið í berhögg við eiðsvarinn vitnisburð ráðherra hans og starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í viðtali í gær hjá útvarpsmanninum Bill O'Reilly var Trump spurður út í það hvort að hann hafi óskað eftir afskiptum Giuliani í Úkraínu. Því svaraði hann neitandi áður en hann hóf að lofsyngja lögmann sinn og kallaði hann „stórkostlegan baráttumann gegn spillingu“ og besta borgarstjóra sem New York búar hafi átt. Þegar þáttastjórnandinn kallaði eftir frekari svörum frá Trump ítrekaði hann enn fremur svar sitt. „Nei, ég bað hann ekki um það, en hann er stríðsmaður. Rudy er stríðsmaður. Rudy fór þangað, mögulega sá hann eitthvað. En þú verður að átta þig á því að Rudy starfar líka fyrir fleiri,“ sagði Trump og fullyrti jafnframt að Giuliani hafi starfað í landinu árum saman. Bent hefur verið á að þessi svör forsetans eru í litlu samræmi við gróft eftirrit hins víðfræga símtals hans og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Í því má sjá Trump ítrekað leggja til milligöngu Giuliani þegar kom að því að reyna að fá Zelensky til að hefja rannsókn á viðskiptaþátttöku Hunter Biden í landinu. Hunter Biden er sonur Joe Biden, eins fremsta forsetaframbjóðendaefnis Demókrataflokksins. Í símtalinu fór Trump meðal annars fögrum orðum um Giuliani og sagði ítrekað að hann ætlaði að óska eftir því að lögmaðurinn myndi hafa samband við Úkraínuforseta til að ræða næstu skref og fá niðurstöðu í málið.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24 Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45 Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29
Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24
Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45
Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54