„Ekki boðlegur málflutningur hjá Helga Seljan að flytja ítrekað ósannindi“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. nóvember 2019 18:30 Samherji sakaði Helga fyrst um ósannsögli í gær. Vísir/Andri Marinó /Sigurjón Samherji ítrekar ásakanir sínar á hendur Helga Seljan, fréttamanns RÚV, og sakar hann um ítrekuð ósannindi í ummælum sínum um starfsemi Samherja í Namibíu. Svarið kemur í kjölfar þess að Helgi svaraði í gær yfirlýsingu félagsins þar sem ummæli hans í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun voru sögð ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni. Í þættinum ræddi Helgi hin víðfrægu Samherjaskjöl og fullyrti að „yfir þúsund störf“ hafi glatast hjá heimamönnum í Namibíu vegna meintra brota Samherja í landinu.Sjá einnig: Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspunaÍ tilkynningu sem Samherji birti í dag talar fyrirtækið um „ítrekuð ósannindi fréttamanns“ og sakar Helga um að hafa í svari sínu í gær „endurtekið rangar fullyrðingar sínar um glötuð störf í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í landinu.“ Í svari sínu vitnaði Helgi meðal annars til fréttar í namibíska miðlinum The Namibian Sun þar sem fullyrt er að meint ólöglegt samráð Samherja og þáverandi namibískra ráðherra hafi mögulega leitt til þess að þúsundir hafi misst störf sín í namibískum sjávarútvegi. Einkum hafi sjávarútvegsfyrirtækið Namsov þurft að segja upp fólki í kjölfar breytinga á reglum um úthlutun aflaheimilda.Fullyrðir að engin störf hafi glatast Samherji segir þetta af og frá. „Fyrst skal áréttað að engin störf glötuðust í namibískum sjávarútvegi eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í hrossamakríl heldur fluttust störfin milli fyrirtækja og skipa.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að umrætt fyrirtæki hafi lengst af ekki verið í eigu Namibíumanna heldur í eigu suður-afrísku samsteypunnar Bidvest Group. „Þetta eru semsagt störfin sem heimamenn áttu að hafa glatað, störf hjá suður-afrískri alþjóðasamsteypu. Það var ekki fyrr en á árinu 2018 sem Bidvest Group seldi Namsov til namibíska fyrirtækisins Tunacor.“ Segir uppsjávarveiðar hafa verið á höndum Suður-Afríkumanna Þá fullyrðir Samherji jafnframt að fram til ársins 2012 hafi uppsjávarveiðar í landinu verið nær eingöngu í höndum umrædds Namsov og annars fyrirtækis sem hafi sömuleiðis verið lengst af undir suður-afrísku eignarhaldi. „Hlutur heimamanna í namibískum sjávarútvegi jókst fyrst eftir að breytingar urðu á reglum um úthlutun á árunum 2011-2012 þegar aflaheimildir voru teknar frá gömlu suður-afrísku fyrirtækjunum. Það var eftir að félög tengd Samherja og fleiri erlend útgerðarfyrirtæki hófu starfsemi í namibískum sjávarútvegi.“ Að lokum segir félagið að það sé „ekki boðlegur málflutningur hjá Helga Seljan að flytja ítrekað þau ósannindi að Namibíumenn hafi glatað störfum í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í landinu.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. 26. nóvember 2019 23:34 Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum. 27. nóvember 2019 06:45 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samherji ítrekar ásakanir sínar á hendur Helga Seljan, fréttamanns RÚV, og sakar hann um ítrekuð ósannindi í ummælum sínum um starfsemi Samherja í Namibíu. Svarið kemur í kjölfar þess að Helgi svaraði í gær yfirlýsingu félagsins þar sem ummæli hans í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun voru sögð ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni. Í þættinum ræddi Helgi hin víðfrægu Samherjaskjöl og fullyrti að „yfir þúsund störf“ hafi glatast hjá heimamönnum í Namibíu vegna meintra brota Samherja í landinu.Sjá einnig: Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspunaÍ tilkynningu sem Samherji birti í dag talar fyrirtækið um „ítrekuð ósannindi fréttamanns“ og sakar Helga um að hafa í svari sínu í gær „endurtekið rangar fullyrðingar sínar um glötuð störf í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í landinu.“ Í svari sínu vitnaði Helgi meðal annars til fréttar í namibíska miðlinum The Namibian Sun þar sem fullyrt er að meint ólöglegt samráð Samherja og þáverandi namibískra ráðherra hafi mögulega leitt til þess að þúsundir hafi misst störf sín í namibískum sjávarútvegi. Einkum hafi sjávarútvegsfyrirtækið Namsov þurft að segja upp fólki í kjölfar breytinga á reglum um úthlutun aflaheimilda.Fullyrðir að engin störf hafi glatast Samherji segir þetta af og frá. „Fyrst skal áréttað að engin störf glötuðust í namibískum sjávarútvegi eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í hrossamakríl heldur fluttust störfin milli fyrirtækja og skipa.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að umrætt fyrirtæki hafi lengst af ekki verið í eigu Namibíumanna heldur í eigu suður-afrísku samsteypunnar Bidvest Group. „Þetta eru semsagt störfin sem heimamenn áttu að hafa glatað, störf hjá suður-afrískri alþjóðasamsteypu. Það var ekki fyrr en á árinu 2018 sem Bidvest Group seldi Namsov til namibíska fyrirtækisins Tunacor.“ Segir uppsjávarveiðar hafa verið á höndum Suður-Afríkumanna Þá fullyrðir Samherji jafnframt að fram til ársins 2012 hafi uppsjávarveiðar í landinu verið nær eingöngu í höndum umrædds Namsov og annars fyrirtækis sem hafi sömuleiðis verið lengst af undir suður-afrísku eignarhaldi. „Hlutur heimamanna í namibískum sjávarútvegi jókst fyrst eftir að breytingar urðu á reglum um úthlutun á árunum 2011-2012 þegar aflaheimildir voru teknar frá gömlu suður-afrísku fyrirtækjunum. Það var eftir að félög tengd Samherja og fleiri erlend útgerðarfyrirtæki hófu starfsemi í namibískum sjávarútvegi.“ Að lokum segir félagið að það sé „ekki boðlegur málflutningur hjá Helga Seljan að flytja ítrekað þau ósannindi að Namibíumenn hafi glatað störfum í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í landinu.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. 26. nóvember 2019 23:34 Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum. 27. nóvember 2019 06:45 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15
Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07
Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. 26. nóvember 2019 23:34
Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum. 27. nóvember 2019 06:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent