Gagnrýndur fyrir seinagang með fæðingarorlofsfrumvarp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. nóvember 2019 06:30 Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, er með frumvarp um lengingu fæðingarorlofs. Fréttablaðið/Eyþór Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags og barnamálaráðherra, um lengingu fæðingarorlofs var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt því verður orlofið lengt úr níu mánuðum í tíu árið 2010 og tólf mánuði ári síðar. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið verður tilhögunin á endanum sú að móðir fær rétt til fimm mánaða orlofs, faðir fimm og tveir mánuðir verða sameiginlegir. Um lengingu orlofsins ríkir nokkur pólitísk sátt. Hún var tekin fram í stjórnarsáttmálanum, nýtur stuðnings margra stjórnarandstöðuþingmanna og hún var ein af forsendunum fyrir lífskjarasamningunum, sem undirritaðir voru í vor. Hins vegar ríkir ekki einhugur um hvernig skiptingin eigi að vera. Hafa meðal annars BSRB, BHM og Kvenréttindafélag Íslands bent á að reynslan sýni að sameiginlegi hlutinn, sem nú er þrír mánuðir, sé í langflestum tilfellum nýttur af móður. Samtökin eru hlynnt lengingu orlofsins, en vilja að skiptingin sé sex mánuðir fyrir móður og sex fyrir föður. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ráðherra harðlega fyrir hversu seint frumvarpið kemur til meðferðar þingsins, en að öllu óbreyttu á það að taka gildi 1. janúar næstkomandi.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Ernir„Við fögnum lengingu innilega og höfum alltaf talað fyrir því,“ segir Helga Vala og bendir á að ríkisstjórn vinstriflokka, sem sat árin 2009 til 2013, hafði tekið ákvörðun um það. Hægri stjórnin sem við tók hvarf hins vegar frá því. Helga segir hins vegar að skoðanir séu mjög skiptar um útfærsluna og harmar hversu stuttan tíma þingið fái til að afgreiða málið. „Annars vegar er það sjónarmiðið að festa mánuðina á báða foreldra. Síðan hitt sjónarmiðið að fæðingarorlofið eigi að vera fyrir barnið, og verið sé að mismuna þeim börnum sem eiga aðeins eitt foreldri,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða gaumgæfilega, því við viljum ekki fara til baka því að oftar en ekki er það móðirin sem tekur orlofið. Hún dettur þar af leiðandi lengur út af vinnumarkaði og faðirinn fær takmarkaðri rétt til að annast barnið sitt.“ Búa þurfi til þannig kerfi að gætt sé að ítrustu hagsmunum barnsins, þar á meðal með tilliti til samvista með báðum foreldrum. Eftir þriggja vikna umsagnarferli kæmi frumvarpið úr þinginu 17. desember en þá verður búið að fresta þingi fram yfir jól. „Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óboðleg,“ segir Helga. „Það er ekkert nýtt í þessu máli síðan í vor. Því miður hafa ráðherrar þessarar ríkisstjórnar verið að koma seint fram með mál inn í þingið þannig að þau verða ekki unnin með fullnægjandi hætti.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fæðingarorlof Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags og barnamálaráðherra, um lengingu fæðingarorlofs var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt því verður orlofið lengt úr níu mánuðum í tíu árið 2010 og tólf mánuði ári síðar. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið verður tilhögunin á endanum sú að móðir fær rétt til fimm mánaða orlofs, faðir fimm og tveir mánuðir verða sameiginlegir. Um lengingu orlofsins ríkir nokkur pólitísk sátt. Hún var tekin fram í stjórnarsáttmálanum, nýtur stuðnings margra stjórnarandstöðuþingmanna og hún var ein af forsendunum fyrir lífskjarasamningunum, sem undirritaðir voru í vor. Hins vegar ríkir ekki einhugur um hvernig skiptingin eigi að vera. Hafa meðal annars BSRB, BHM og Kvenréttindafélag Íslands bent á að reynslan sýni að sameiginlegi hlutinn, sem nú er þrír mánuðir, sé í langflestum tilfellum nýttur af móður. Samtökin eru hlynnt lengingu orlofsins, en vilja að skiptingin sé sex mánuðir fyrir móður og sex fyrir föður. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ráðherra harðlega fyrir hversu seint frumvarpið kemur til meðferðar þingsins, en að öllu óbreyttu á það að taka gildi 1. janúar næstkomandi.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Ernir„Við fögnum lengingu innilega og höfum alltaf talað fyrir því,“ segir Helga Vala og bendir á að ríkisstjórn vinstriflokka, sem sat árin 2009 til 2013, hafði tekið ákvörðun um það. Hægri stjórnin sem við tók hvarf hins vegar frá því. Helga segir hins vegar að skoðanir séu mjög skiptar um útfærsluna og harmar hversu stuttan tíma þingið fái til að afgreiða málið. „Annars vegar er það sjónarmiðið að festa mánuðina á báða foreldra. Síðan hitt sjónarmiðið að fæðingarorlofið eigi að vera fyrir barnið, og verið sé að mismuna þeim börnum sem eiga aðeins eitt foreldri,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða gaumgæfilega, því við viljum ekki fara til baka því að oftar en ekki er það móðirin sem tekur orlofið. Hún dettur þar af leiðandi lengur út af vinnumarkaði og faðirinn fær takmarkaðri rétt til að annast barnið sitt.“ Búa þurfi til þannig kerfi að gætt sé að ítrustu hagsmunum barnsins, þar á meðal með tilliti til samvista með báðum foreldrum. Eftir þriggja vikna umsagnarferli kæmi frumvarpið úr þinginu 17. desember en þá verður búið að fresta þingi fram yfir jól. „Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óboðleg,“ segir Helga. „Það er ekkert nýtt í þessu máli síðan í vor. Því miður hafa ráðherrar þessarar ríkisstjórnar verið að koma seint fram með mál inn í þingið þannig að þau verða ekki unnin með fullnægjandi hætti.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fæðingarorlof Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira