Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2019 13:15 Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þrátt fyrir gagnkvæmar viðskiptahindranir landanna hafi viðskipti milli landanna aukist að undanförnu. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í morgun. En íslenski utanríkisráðherrann er nú staddur í Moskvu ásamt fulltrúum nítján íslenskra fyrirtækja og Íslandsstofu. „Fundurinn var mjög góður og við undirrituðum sérstaka yfirlýsingu sem tryggir að það verði samfella í starfi okkar þegar kemur að Norðurskautsráðinu. Við erum núna með formennskuna en þeir munu taka við af okkur. Þótt við séum ekki sammála um alla hluti er gott að við erum með svipaða sýn þegar kemur að þessum mikilvægu málum sem norðurskautsmálin eru,“ segir Guðlaugur.UtanríkisráðuneytiðÞeir hafi síðan rætt ýmis önnur mál eins og viðskipti landanna almennt. En Íslendingar hafa tekið þátt í viðskiptaþvingunum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins gagnvart Rússlandi frá því Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar hafa svarað þeim aðgerðum með innflutningshindrunum á íslenskan fisk og kjöt. Guðlaugur Þór segir aðgerðirnar sem Íslendingar taki þátt í hafa takmörkuð áhrif á rússneskan almenning. „En hins vegar viðskiptaþvinganirnar sem þeir settu í kjölfarið hafa komið sérstaklega illa niður á okkur. Aftur á móti hafa viðskipti milli landanna verið að aukast og nýverið var stofnað Rússneskt-íslenskt viðskiptaráð. Við sjáum fram á aukna möguleika þegar kemur að viðskiptum milli Íslands og Rússlands,“ segir utanríkisráðherra.UtanríkisráðuneytiðÍslensk hátæknifyrirtæki eins og Marel hafi náð stórum samningum í Rússlandi að undanförnu. Enn hafi hins vegar ekki náðst niðurstaða með rússneskum matvælayfirvöldum varðandi útflutning á kjöti héðan til Rússlands. „Við vorum að ýta á eftir þeim málum og vonandi næst það fram en það hefur ekki gerst ennþá. Síðan eru önnur viðskipti eins og þú nefnir hvað snýr að hátækni. Sömuleiðis hafa Íslendingar verið að fjárfesta hér í verksmiðjum til að framleiða skyr úr íslenskri mjólk. Það er mjög margt sem er á döfinni en það eru litlar líkur á að viðskiptaþvinganir sem þeir setja á okkur og önnur vestræn ríki breytist eitthvað á næstunni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Rússland Utanríkismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þrátt fyrir gagnkvæmar viðskiptahindranir landanna hafi viðskipti milli landanna aukist að undanförnu. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í morgun. En íslenski utanríkisráðherrann er nú staddur í Moskvu ásamt fulltrúum nítján íslenskra fyrirtækja og Íslandsstofu. „Fundurinn var mjög góður og við undirrituðum sérstaka yfirlýsingu sem tryggir að það verði samfella í starfi okkar þegar kemur að Norðurskautsráðinu. Við erum núna með formennskuna en þeir munu taka við af okkur. Þótt við séum ekki sammála um alla hluti er gott að við erum með svipaða sýn þegar kemur að þessum mikilvægu málum sem norðurskautsmálin eru,“ segir Guðlaugur.UtanríkisráðuneytiðÞeir hafi síðan rætt ýmis önnur mál eins og viðskipti landanna almennt. En Íslendingar hafa tekið þátt í viðskiptaþvingunum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins gagnvart Rússlandi frá því Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar hafa svarað þeim aðgerðum með innflutningshindrunum á íslenskan fisk og kjöt. Guðlaugur Þór segir aðgerðirnar sem Íslendingar taki þátt í hafa takmörkuð áhrif á rússneskan almenning. „En hins vegar viðskiptaþvinganirnar sem þeir settu í kjölfarið hafa komið sérstaklega illa niður á okkur. Aftur á móti hafa viðskipti milli landanna verið að aukast og nýverið var stofnað Rússneskt-íslenskt viðskiptaráð. Við sjáum fram á aukna möguleika þegar kemur að viðskiptum milli Íslands og Rússlands,“ segir utanríkisráðherra.UtanríkisráðuneytiðÍslensk hátæknifyrirtæki eins og Marel hafi náð stórum samningum í Rússlandi að undanförnu. Enn hafi hins vegar ekki náðst niðurstaða með rússneskum matvælayfirvöldum varðandi útflutning á kjöti héðan til Rússlands. „Við vorum að ýta á eftir þeim málum og vonandi næst það fram en það hefur ekki gerst ennþá. Síðan eru önnur viðskipti eins og þú nefnir hvað snýr að hátækni. Sömuleiðis hafa Íslendingar verið að fjárfesta hér í verksmiðjum til að framleiða skyr úr íslenskri mjólk. Það er mjög margt sem er á döfinni en það eru litlar líkur á að viðskiptaþvinganir sem þeir setja á okkur og önnur vestræn ríki breytist eitthvað á næstunni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Rússland Utanríkismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira