Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 2. desember sýnir hún hvernig á að gera jólaniðurtalningarskrautmun sem aðstoðar börnin við að skilja hversu margir dagar eru til jóla. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirVið vitum öll að tími mömmunnar er dýrmætari en gull, og þá sérstaklega í desember þegar mínúturnar í sólahringnum virðast ennþá færri en venjulega. Ég veit að það tekur ekki langan tíma að svara spurningunni „hvað eru margir dagar til jóla?“ en af hverju að gera það þegar maður getur sloppið við það?Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti þessa plötu, og það fyrsta sem ég gerði var að mála hana rauða, jólasveinarauða. Svo tók ég eina af þessum frábæru glasamottum og málaði bakhliðina á henni svarta með krítarmálningu, ég elska krítarmálningu, þið getið ekki trúað því hvað þessi eina dós hefur dugað mér í mörg verkefni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo fjórar íspinnaspýtur, málaði þær gylltar og klippti þær niður þannig að þær mynduðu ramma utan um glasamottuna. Svo límdi ég rammann niður með trélími og voila, beltissylgja.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg notaði krítarmálninguna til að mála rönd sem var jafn breið og beltissylgjan þvert yfir fjölina, til að jólasveinninn fengi belti. Ég er viss um að Stúfur og allir bræður hans eigi mjög sætar brækur, en mig langar ekkert til að sjá þær. Ég fór svo í tölvuna og prentaði út „Það eru dagar til jóla“ og notaði uppáhalds aðferðina mína til að færa textann yfir á sveinka. Þið vitið hvaða aðferð, krassað með blýanti á rönguna á blaðinu, blaðinu snúið við, fest með málningarlímbandi á fjölina og farið yfir útlínur textans með blýantinum.Sjá einnig: Að færa texta yfir á við Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þegar þú lyftir blaðinu upp þá ættir þú að sjá útlínur textans, kannski ekki mjög augljóst en nóg til að þú getur farið yfir þetta með sérstökum hvítum málningarpenna, svokölluðum paintmarker, dýrka þá. Þegar textinn var kominn þá vildi ég að þetta myndi líta út eins og nokkrar fjalir festar saman þannig að ég tók þunnan svartan paintmarker, stóra reglustiku og útbjó línur lárétt yfir allt spjaldið.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo tók ég svarta málningu og þurrburstaði yfir línurnar, þetta gerði ég til að þetta líti út fyrir að vera eldra en það er, á ensku er þetta kallað „distress.“ Það síðasta sem þú gerir er að festa beltissylgjuna á miðjuna á beltið með trélími. Ég sagði hérna fyrir ofan að ég elskaði paintmarker pennana mína, ég elska líka krítarpennana, og þú getur notað þá til að skrifa á beltissylgjuna hvað það eru margir dagar til jóla.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirOg þá var þetta komið. Ef þú vilt þá getur þú fest eitthvað til að hengja þetta upp á bakhliðinni, en það besta er að núna þarf upptekna mamman aldrei að svara hvað það eru margir dagar til jóla. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 2. desember sýnir hún hvernig á að gera jólaniðurtalningarskrautmun sem aðstoðar börnin við að skilja hversu margir dagar eru til jóla. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirVið vitum öll að tími mömmunnar er dýrmætari en gull, og þá sérstaklega í desember þegar mínúturnar í sólahringnum virðast ennþá færri en venjulega. Ég veit að það tekur ekki langan tíma að svara spurningunni „hvað eru margir dagar til jóla?“ en af hverju að gera það þegar maður getur sloppið við það?Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti þessa plötu, og það fyrsta sem ég gerði var að mála hana rauða, jólasveinarauða. Svo tók ég eina af þessum frábæru glasamottum og málaði bakhliðina á henni svarta með krítarmálningu, ég elska krítarmálningu, þið getið ekki trúað því hvað þessi eina dós hefur dugað mér í mörg verkefni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo fjórar íspinnaspýtur, málaði þær gylltar og klippti þær niður þannig að þær mynduðu ramma utan um glasamottuna. Svo límdi ég rammann niður með trélími og voila, beltissylgja.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg notaði krítarmálninguna til að mála rönd sem var jafn breið og beltissylgjan þvert yfir fjölina, til að jólasveinninn fengi belti. Ég er viss um að Stúfur og allir bræður hans eigi mjög sætar brækur, en mig langar ekkert til að sjá þær. Ég fór svo í tölvuna og prentaði út „Það eru dagar til jóla“ og notaði uppáhalds aðferðina mína til að færa textann yfir á sveinka. Þið vitið hvaða aðferð, krassað með blýanti á rönguna á blaðinu, blaðinu snúið við, fest með málningarlímbandi á fjölina og farið yfir útlínur textans með blýantinum.Sjá einnig: Að færa texta yfir á við Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þegar þú lyftir blaðinu upp þá ættir þú að sjá útlínur textans, kannski ekki mjög augljóst en nóg til að þú getur farið yfir þetta með sérstökum hvítum málningarpenna, svokölluðum paintmarker, dýrka þá. Þegar textinn var kominn þá vildi ég að þetta myndi líta út eins og nokkrar fjalir festar saman þannig að ég tók þunnan svartan paintmarker, stóra reglustiku og útbjó línur lárétt yfir allt spjaldið.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo tók ég svarta málningu og þurrburstaði yfir línurnar, þetta gerði ég til að þetta líti út fyrir að vera eldra en það er, á ensku er þetta kallað „distress.“ Það síðasta sem þú gerir er að festa beltissylgjuna á miðjuna á beltið með trélími. Ég sagði hérna fyrir ofan að ég elskaði paintmarker pennana mína, ég elska líka krítarpennana, og þú getur notað þá til að skrifa á beltissylgjuna hvað það eru margir dagar til jóla.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirOg þá var þetta komið. Ef þú vilt þá getur þú fest eitthvað til að hengja þetta upp á bakhliðinni, en það besta er að núna þarf upptekna mamman aldrei að svara hvað það eru margir dagar til jóla.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”