Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 19:45 Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. Á það reynir fyrst og fremst þegar um er að ræða sérstakar og afmarkaðar ákvarðanir sem varða einn eða fáa. Þetta segir Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Hann var einn þeirra sérfræðinga sem kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla almennt um þær hæfisreglur sem gilda um ráðherra. Það er, hvenær hagsmunaárekstrar geta leitt til þess að ráðherra þurfi að víkja sæti við meðferð einstakra mála.Sjá einnig: Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér „Við gerðum almenna grein fyrir þeim lagareglum sem gilda um ráðherra og hæfi en tókum ekki neina umfjöllun um Samherjamálið eða hagsmunatengsl sem því tengjast,“ segir Trausti Fannar. En hvaða reglur eru það sem gilda? „Þegar kemur að meðferð einstakra mála, ákvarðana sem hafa áhrif með sérstökum hætti fyrir einstök fyrirtæki eða einstaklinga þá þarf ráðherra, þá myndi hann eins og aðrir í stjórnsýslunni, þurfa að skoða hvort hann hefði einhver hagsmunatengsl í því máli þannig að hann þyrfti að víkja,“ segir Trausti Fannar. Fyrst og fremst reyni á þetta þegar taka á sérstakar afmarkaðar ákvarðanir sem að hafa áhrif á hagsmuni eins eða fárra aðila umfram aðra. „Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi,“ segir Trausti Fannar. „En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem að upp kæmi þá.“Sjá einnig: Hyggst vinna sína vinnu áfram Sjálfur hafi hann ekki lagt sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs í tilfelli Samherjamálsins, enda hafi hæfisreglurnar verið til umfjöllunar á almennum nótum á fundi nefndarinnar. „Þó að undir lægju auðvitað ýmsar spurningar sem að vörðuðu stöðu sjávarútvegsráðherrans og í því samhengi fór umræðan út í það hvort ráðherrann gæti sett almennar reglur sem að vörðuðu sjávarútveg þar sem að fyrirtæki eins og Samherji hefði svona sterka stöðu. Það getur reynt á að slíkt þurfi að skoða en augljóslega fórum við sem sérfræðingar um lagareglur án þess að hafa skoðað þetta mál sérstaklega ekki neitt út í það,“ segir Trausti Fannar. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. Á það reynir fyrst og fremst þegar um er að ræða sérstakar og afmarkaðar ákvarðanir sem varða einn eða fáa. Þetta segir Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Hann var einn þeirra sérfræðinga sem kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla almennt um þær hæfisreglur sem gilda um ráðherra. Það er, hvenær hagsmunaárekstrar geta leitt til þess að ráðherra þurfi að víkja sæti við meðferð einstakra mála.Sjá einnig: Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér „Við gerðum almenna grein fyrir þeim lagareglum sem gilda um ráðherra og hæfi en tókum ekki neina umfjöllun um Samherjamálið eða hagsmunatengsl sem því tengjast,“ segir Trausti Fannar. En hvaða reglur eru það sem gilda? „Þegar kemur að meðferð einstakra mála, ákvarðana sem hafa áhrif með sérstökum hætti fyrir einstök fyrirtæki eða einstaklinga þá þarf ráðherra, þá myndi hann eins og aðrir í stjórnsýslunni, þurfa að skoða hvort hann hefði einhver hagsmunatengsl í því máli þannig að hann þyrfti að víkja,“ segir Trausti Fannar. Fyrst og fremst reyni á þetta þegar taka á sérstakar afmarkaðar ákvarðanir sem að hafa áhrif á hagsmuni eins eða fárra aðila umfram aðra. „Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi,“ segir Trausti Fannar. „En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem að upp kæmi þá.“Sjá einnig: Hyggst vinna sína vinnu áfram Sjálfur hafi hann ekki lagt sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs í tilfelli Samherjamálsins, enda hafi hæfisreglurnar verið til umfjöllunar á almennum nótum á fundi nefndarinnar. „Þó að undir lægju auðvitað ýmsar spurningar sem að vörðuðu stöðu sjávarútvegsráðherrans og í því samhengi fór umræðan út í það hvort ráðherrann gæti sett almennar reglur sem að vörðuðu sjávarútveg þar sem að fyrirtæki eins og Samherji hefði svona sterka stöðu. Það getur reynt á að slíkt þurfi að skoða en augljóslega fórum við sem sérfræðingar um lagareglur án þess að hafa skoðað þetta mál sérstaklega ekki neitt út í það,“ segir Trausti Fannar.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira