Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 19:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom á fund nefndarinnar í morgun þar sem hæfisreglur sem gilda um ráðherra voru til umfjöllunar. Umræðurnar voru almenns eðlis og sérfræðingar ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi sjávarútvegsráðherra í tilfelli Samherjamálsins.Sjá einnig:Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér„Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi. En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem þá upp kæmi,“ segir Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, sem var einn þeirra sérfræðinga sem komu fyrir nefndina í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar telur tilefni til að kalla eftir frekari upplýsingum um tilfelli Kristjáns Þórs og Samherja. „Mér finnst alla veganna mikið tilefni til þess að ræða það með mínu fólki hvort að við eigum að fara fram á frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða hvort að slík athugun eigi mögulega betur heima einhvers staðar annars staðar,“ segir Þórhildur Sunna.Stærra en ráðherrann Þá telur hún mikilvægt að ræða einnig þann þátt málsins sem snýr að trausti og trúverðugleika stjórnkerfisins, en ekki aðeins hvað lítur að lögum og reglum. „Okkur hefur ekki borist sú gæfa, eins og nágrannaþjóðum okkar, að ráðherrar setji hagsmuni stjórnsýslunnar, setji hagsmuni ráðuneytisins, framar sínum eigin hagsmunum að fá að sitja áfram í ráðherrastóli,“ segir Þórhildur Sunna. „Það snýst ekkert endilega um hvort ráðherrann hefur rétt eða rangt fyrir sér eða hvort það er sanngjarnt eða ekki sanngjarnt að hann fái að sitja áfram í embætti. Það á alltaf að vera stærra heldur en hann sjálfur.“ Kristján Þór var spurður á Alþingi í dag hvort afstaða hans til afsagnar hafi breyst. „Ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti eins og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku, gæta að hæfi,“ svaraði Kristján Þór meðal annars. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom á fund nefndarinnar í morgun þar sem hæfisreglur sem gilda um ráðherra voru til umfjöllunar. Umræðurnar voru almenns eðlis og sérfræðingar ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi sjávarútvegsráðherra í tilfelli Samherjamálsins.Sjá einnig:Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér„Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi. En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem þá upp kæmi,“ segir Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, sem var einn þeirra sérfræðinga sem komu fyrir nefndina í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar telur tilefni til að kalla eftir frekari upplýsingum um tilfelli Kristjáns Þórs og Samherja. „Mér finnst alla veganna mikið tilefni til þess að ræða það með mínu fólki hvort að við eigum að fara fram á frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða hvort að slík athugun eigi mögulega betur heima einhvers staðar annars staðar,“ segir Þórhildur Sunna.Stærra en ráðherrann Þá telur hún mikilvægt að ræða einnig þann þátt málsins sem snýr að trausti og trúverðugleika stjórnkerfisins, en ekki aðeins hvað lítur að lögum og reglum. „Okkur hefur ekki borist sú gæfa, eins og nágrannaþjóðum okkar, að ráðherrar setji hagsmuni stjórnsýslunnar, setji hagsmuni ráðuneytisins, framar sínum eigin hagsmunum að fá að sitja áfram í ráðherrastóli,“ segir Þórhildur Sunna. „Það snýst ekkert endilega um hvort ráðherrann hefur rétt eða rangt fyrir sér eða hvort það er sanngjarnt eða ekki sanngjarnt að hann fái að sitja áfram í embætti. Það á alltaf að vera stærra heldur en hann sjálfur.“ Kristján Þór var spurður á Alþingi í dag hvort afstaða hans til afsagnar hafi breyst. „Ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti eins og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku, gæta að hæfi,“ svaraði Kristján Þór meðal annars.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30
Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30