Bjarni rauk af þingfundi í fússi Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2019 16:32 Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu og létu að liggja að Bjarni færi á skjön með því að fjármagna rannsókn Samherjamálsins með varasjóði en ekki að frá því yrði gengið á fjárlögum að eftirlitsstofnanirnar fengju auknar fjárveitingar. visir/jakob „Meiri þvælan sem kemur fram í umræðunni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á þinginu nú fyrir skömmu. Hann krafðist þess að forseti þingsins vítti þingmenn vegna málflutnings þeirra sem hann túlkaði sem svo að verið væri að saka hann um brot á lögum um opinber fjármál. Og rauk við svo búið úr þingsal. Ljóst var að honum rann í skap.Klippa: Bjarni ósáttur með forseta þingsinsVændur um að fara á svig við lög um opinber fjármál Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar sóttu hart að Bjarna á þinginu núna, í dagskráliðnum Fundarstjórn forseta sem tók við af óundirbúnum fyrirspurnum. En þar hafði Ágúst Ólafur Ágústson gefið það til kynna að fjármálaráðherra væri að svipta þingið fjárveitingarvaldi sínu með því að mæta óskum frá þeim stofnunum sem koma að rannsókn Samherjamálsins, héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóra, um aukið fjármagn með því að fara í svokallaða varasjóði. Bjarni sagði ítrekað að þessum óskum um aukið fjármagn yrði mætt.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin var meðal þeirra þingmanna sem sóttu að fjármálaráðherra á þinginu nú fyrir stundu.Vísir/Baldur HrafnkellÁgúst Ólafur og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, ef undan eru skyldir þingmenn Miðflokksins, vísuðu til þess að tillaga þeirra í umræðum um fjárlög um aukið fjármagn til eftirlitsstofnana hafi verið fellt. Vísað var til laga um varasjóði, að þá mætti nota ef mæta þyrfti ófyrirséðum útlátum. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Algerlega væri fyrirsjáanlegt að stofnanirnar, sem þegar sæju ekki út úr augum, þyrftu aukið fjármagn til að rannsaka Samherjamálið. Þetta væri hægt að taka upp á morgun þegar 3. umræða um fjárlög verði tekin fyrir.Bjarna rennur í skap og krefst þess að forseti víti þingmenn Bjarni tók þessu afar óstinnt upp enda er undirtextinn sá að Bjarni vilji ekki gera mikið úr þessari rannsókn. „Ég vísa öllum þessum orðum um rangtúlkun á lögunum til föðurhúsanna.“ Hann sakaði Samfylkinguna jafnframt um pólitíska tækifærismennsku og krafðist þess að forsetinn þingsins vítti þingmenn vegna ásakana um lögbrot en í sæti forseta sat Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni. Nokkrir þingmenn komu í pontu og töldu Bjarna hafa með þessu veist með ómaklegum hætti að forseta. Björn Leví Gunnarsson Pírötum var einn þeirra þingmanna sem gerði sér mat úr orðum Bjarna með að hann teldi sig sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Og sagðist þá bara vilja kvitta undir það. Við það reis Bjarni úr sæti sínu, hreytti ókvæðisorðum í átt að forseta, spurði hann hverskonar fundarstjórn þetta væri, og fór við svo búið úr salnum. Þegar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, fór í pontu til að árétta erindi stjórnarandstöðunnar um að eftirlitsstofnanir yrðu styrktar til að mæta þessu verkefni urðu hróp og köll í þingsal, að þetta væri óboðlegur málflutningur. Þurfti forseti að grípa í taumana. Helga Vala þakkaði honum fyrir góða fundarstjórn og sagði miður að sjá „hversu hæstvirtur fjármálaráðherra virðist vera vanstilltur, ræðst hér að forseta þingsins og rýkur á dyr.“ Hún sagði ljóst að þingmenn stjórnarflokkanna væru almennt vanstilltir vegna þessarar umræðu.Klippa: Helga Vala gagnrýnir fjármálaráðherra Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
„Meiri þvælan sem kemur fram í umræðunni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á þinginu nú fyrir skömmu. Hann krafðist þess að forseti þingsins vítti þingmenn vegna málflutnings þeirra sem hann túlkaði sem svo að verið væri að saka hann um brot á lögum um opinber fjármál. Og rauk við svo búið úr þingsal. Ljóst var að honum rann í skap.Klippa: Bjarni ósáttur með forseta þingsinsVændur um að fara á svig við lög um opinber fjármál Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar sóttu hart að Bjarna á þinginu núna, í dagskráliðnum Fundarstjórn forseta sem tók við af óundirbúnum fyrirspurnum. En þar hafði Ágúst Ólafur Ágústson gefið það til kynna að fjármálaráðherra væri að svipta þingið fjárveitingarvaldi sínu með því að mæta óskum frá þeim stofnunum sem koma að rannsókn Samherjamálsins, héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóra, um aukið fjármagn með því að fara í svokallaða varasjóði. Bjarni sagði ítrekað að þessum óskum um aukið fjármagn yrði mætt.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin var meðal þeirra þingmanna sem sóttu að fjármálaráðherra á þinginu nú fyrir stundu.Vísir/Baldur HrafnkellÁgúst Ólafur og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, ef undan eru skyldir þingmenn Miðflokksins, vísuðu til þess að tillaga þeirra í umræðum um fjárlög um aukið fjármagn til eftirlitsstofnana hafi verið fellt. Vísað var til laga um varasjóði, að þá mætti nota ef mæta þyrfti ófyrirséðum útlátum. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Algerlega væri fyrirsjáanlegt að stofnanirnar, sem þegar sæju ekki út úr augum, þyrftu aukið fjármagn til að rannsaka Samherjamálið. Þetta væri hægt að taka upp á morgun þegar 3. umræða um fjárlög verði tekin fyrir.Bjarna rennur í skap og krefst þess að forseti víti þingmenn Bjarni tók þessu afar óstinnt upp enda er undirtextinn sá að Bjarni vilji ekki gera mikið úr þessari rannsókn. „Ég vísa öllum þessum orðum um rangtúlkun á lögunum til föðurhúsanna.“ Hann sakaði Samfylkinguna jafnframt um pólitíska tækifærismennsku og krafðist þess að forsetinn þingsins vítti þingmenn vegna ásakana um lögbrot en í sæti forseta sat Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni. Nokkrir þingmenn komu í pontu og töldu Bjarna hafa með þessu veist með ómaklegum hætti að forseta. Björn Leví Gunnarsson Pírötum var einn þeirra þingmanna sem gerði sér mat úr orðum Bjarna með að hann teldi sig sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Og sagðist þá bara vilja kvitta undir það. Við það reis Bjarni úr sæti sínu, hreytti ókvæðisorðum í átt að forseta, spurði hann hverskonar fundarstjórn þetta væri, og fór við svo búið úr salnum. Þegar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, fór í pontu til að árétta erindi stjórnarandstöðunnar um að eftirlitsstofnanir yrðu styrktar til að mæta þessu verkefni urðu hróp og köll í þingsal, að þetta væri óboðlegur málflutningur. Þurfti forseti að grípa í taumana. Helga Vala þakkaði honum fyrir góða fundarstjórn og sagði miður að sjá „hversu hæstvirtur fjármálaráðherra virðist vera vanstilltur, ræðst hér að forseta þingsins og rýkur á dyr.“ Hún sagði ljóst að þingmenn stjórnarflokkanna væru almennt vanstilltir vegna þessarar umræðu.Klippa: Helga Vala gagnrýnir fjármálaráðherra
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira