Um helgina kepptu 13 Íslendingar á Norðurlandamótinu í karate í Danmörku og unnu samtals þrjú silfur og tvö brons, öll í kata.
Þórður Jökull Henrysson náði bestum árangri íslensku keppendanna. Hann vann báða undanriðla sína með yfirburðum og keppti til úrslita í flokki 16-17 ára pilta í kata.
Í úrslitum mætti Þórður Teo Lappalainen frá Finnlandi. Þórður hlaut þar einkunnina 22,08 fyrir öfluga framkvæmd á kata Anan Dai en Finninn fékk 22,14 í einkunn. Hann vann því Þórð með aðeins 0,06 stiga mun sem er minnsti mögulegi munur á heildareinkunnum.
Í 16-17 ára stúlknaflokki í kata varð Freyja Stígsdóttir langhæst í sínum undanriðli, rúmlega einum heilum á undan öðrum keppendum. Í úrslitum mætti hún Josephine Christiansen, ríkjandi Norðurlanda- og Danmerkurmeistara, og tapaði með 0,36 stiga mun.
Hugi Halldórsson vann silfur í kata í flokki 14-15 ára pilta. Hann vann undanriðli sinn örugglega og mætti Svíþjóðarmeistaranum William Tran í úrslitum. Tran vann með talsverðum yfirburðum, rúmlega einum heilum í einkunn.
Tómas Pálmar Tómasson keppti í sama flokki og Hugi. Hann tapaði fyrir Tran í undanriðli en vann svo bronsverðlaun.
Í flokki 14-15 ára stúlkna í kata varð Eydís Magnea Friðriksdóttir önnur í sínum undanriðli og vann bronsviðureign sína örugglega.
Aron Anh Ky Huynh var hársbreidd frá bronsverðlaunum í karlaflokki. Í annarri umferð gerði hann sér lítið fyrir og skákaði ríkjandi Norðurlandameistara, Svíanum Alexander Pagot. Aron varð annar í riðlinum á eftir Dananum August Andersen og tryggði sér viðureign um bronsið gegn Dovydas Zymantas frá Litháen. Aftur skildu aðeins 0,06 stig á milli keppenda og sá litháíski fékk bronsið.
Í kumite náðu Máni Karl Guðmundsson, Hugi Halldórsson og Iveta Ivanova bestum árangri íslensku keppendanna. Þau kepptu öll um bronsverðlaun í sínum flokkum en töpuðu fyrir sterkum mótherjum.
Hársbreidd frá því að verða Norðurlandameistari
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

