Vandamálið er ekki skortur á trausti Eva Hauksdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:15 Forsætisráðherra skipaði nefnd til að finna út hvernig auka mætti traust almennings á stjórnmálum. Af því að engum datt í hug að heppileg leið til þess væri að sú að standa við orð sín, segja satt, hafa upplýsingar aðgengilegar og axla ábyrgð. Ekki fer neinum sögum af því hvað gert var við tillögur starfshópsins, sem komst að einkar fyrirsjáanlegum niðurstöðum.Að auka traust á atvinnulífinu Nú þarf að auka traust almennings á atvinnulínu. Til þess ætlar sjávarútvegsráðherra, persónulegur vinur Þorsteins Más í Samherja, að óska eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) á viðskiptaháttum fyrirtækja sem versla með aflaheimildir í þriðja heiminum. Aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunarinnar er Íslendingur, fyrrum fjármálaráðherra og einn þeirra sem báru ábyrð á bankahruninu. Það vill svo skemmtilega til að sá hinn sami var sjávarútvegsráðherra áður en hann varð fjármálaráðherra. Hann er þekktur fyrir frændhygli og fékk sem dómsmálaráðherra á sig dóm til greiðslu miskabóta eftir að hafa misnotað aðstöðu sína til þess að skipa son Davíðs Oddssonar í embætti héraðsdómara. Hér er stutt samantekt á nokkrum afrekum Árna Mathiesen. Auðvitað mun úttekt FAO ekki auka traust eins eða neins á íslensku atvinnulífi. Og engum sem neinu ræður mun detta í hug að öruggasta leiðin til þess sé almennilegt eftirlit, að kröfum um heiðarlega viðskiptahætti sé framfylgt, að upplýsingar séu almenningi aðgengilegar og það hafi verulega óþægilegar afleiðingar að brjóta af sér. Allra síst mun forystu VG detta í hug að traust almennings á bæði stjórnmálunum og atvinnulífinu verði áfram í molum á meðan við sitjum uppi með fjármálaráðherra sem hvað eftir annað hefur þótt tortryggilegur.Skortur á trausti er ekki vandamál Skortur á trausti er ekki vandamál á Íslandi. Vandamálið er rótgróin spilling og það væri heimskulegt að treysta stjórnmálamönnum og atvinnurekendum sem komast upp með það ár eftir ár að misnota aðstöðu sína. Spilling verður ekki upprætt með því að fá heiðarlegra fólk í ábyrgðarstöður. Spilling er nefnilega eðlileg í þeim skilningi að maðurinn hefur meðfædda hvöt til þess að gera sér lífið auðveldara, hygla sínum nánustu og treysta þeim þrátt fyrir augljósa breyskleika. Til þess að sporna gegn spillingu þurfa tvö grundvallaratriði að vera í lagi:Gagnsæi og gott aðgengi að upplýsingumÞað þarf að vera einfalt og fljótlegt að losna við þá sem misnota aðstöðu sína og koma í veg fyrir að þeir sömu komist aftur í valdastöður Ef þessi tvö atriði eru ekki í lagi mun eftirlit alltaf verða veikt og götótt og þeir sem á endanum hrekjast frá einum kjötkatlinum ganga beint að hinum næsta. Þeir einu sem treysta kerfi sem ekki bregst við þeirri hættu eru heimskingjar og þeir sem sjálfir njóta góðs af því.Höfundur er álitshafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Samherjaskjölin Tengdar fréttir Orðsporið en ekki innistæðan – viðbrögðin við Samherjamálinu Í Namibíu grasserar spilling og það eru ekki nýjar fréttir. En þar í landi virðist þó vera einhver viðleitni til að bregðast við henni. 19. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra skipaði nefnd til að finna út hvernig auka mætti traust almennings á stjórnmálum. Af því að engum datt í hug að heppileg leið til þess væri að sú að standa við orð sín, segja satt, hafa upplýsingar aðgengilegar og axla ábyrgð. Ekki fer neinum sögum af því hvað gert var við tillögur starfshópsins, sem komst að einkar fyrirsjáanlegum niðurstöðum.Að auka traust á atvinnulífinu Nú þarf að auka traust almennings á atvinnulínu. Til þess ætlar sjávarútvegsráðherra, persónulegur vinur Þorsteins Más í Samherja, að óska eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) á viðskiptaháttum fyrirtækja sem versla með aflaheimildir í þriðja heiminum. Aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunarinnar er Íslendingur, fyrrum fjármálaráðherra og einn þeirra sem báru ábyrð á bankahruninu. Það vill svo skemmtilega til að sá hinn sami var sjávarútvegsráðherra áður en hann varð fjármálaráðherra. Hann er þekktur fyrir frændhygli og fékk sem dómsmálaráðherra á sig dóm til greiðslu miskabóta eftir að hafa misnotað aðstöðu sína til þess að skipa son Davíðs Oddssonar í embætti héraðsdómara. Hér er stutt samantekt á nokkrum afrekum Árna Mathiesen. Auðvitað mun úttekt FAO ekki auka traust eins eða neins á íslensku atvinnulífi. Og engum sem neinu ræður mun detta í hug að öruggasta leiðin til þess sé almennilegt eftirlit, að kröfum um heiðarlega viðskiptahætti sé framfylgt, að upplýsingar séu almenningi aðgengilegar og það hafi verulega óþægilegar afleiðingar að brjóta af sér. Allra síst mun forystu VG detta í hug að traust almennings á bæði stjórnmálunum og atvinnulífinu verði áfram í molum á meðan við sitjum uppi með fjármálaráðherra sem hvað eftir annað hefur þótt tortryggilegur.Skortur á trausti er ekki vandamál Skortur á trausti er ekki vandamál á Íslandi. Vandamálið er rótgróin spilling og það væri heimskulegt að treysta stjórnmálamönnum og atvinnurekendum sem komast upp með það ár eftir ár að misnota aðstöðu sína. Spilling verður ekki upprætt með því að fá heiðarlegra fólk í ábyrgðarstöður. Spilling er nefnilega eðlileg í þeim skilningi að maðurinn hefur meðfædda hvöt til þess að gera sér lífið auðveldara, hygla sínum nánustu og treysta þeim þrátt fyrir augljósa breyskleika. Til þess að sporna gegn spillingu þurfa tvö grundvallaratriði að vera í lagi:Gagnsæi og gott aðgengi að upplýsingumÞað þarf að vera einfalt og fljótlegt að losna við þá sem misnota aðstöðu sína og koma í veg fyrir að þeir sömu komist aftur í valdastöður Ef þessi tvö atriði eru ekki í lagi mun eftirlit alltaf verða veikt og götótt og þeir sem á endanum hrekjast frá einum kjötkatlinum ganga beint að hinum næsta. Þeir einu sem treysta kerfi sem ekki bregst við þeirri hættu eru heimskingjar og þeir sem sjálfir njóta góðs af því.Höfundur er álitshafi.
Orðsporið en ekki innistæðan – viðbrögðin við Samherjamálinu Í Namibíu grasserar spilling og það eru ekki nýjar fréttir. En þar í landi virðist þó vera einhver viðleitni til að bregðast við henni. 19. nóvember 2019 11:30
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun