Strákarnir féllu fyrir starfi leikskólakennara og mæla með Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2019 11:00 Leikskólar eru skemmtilegir og gefandi vinnustaðir. Austurborg er leikskóli sem rekinn er af Reykjavíkurborg og hefur verið starfandi frá 1. júlí 1974. Skólanum hefur alltaf fylgt skemmtileg og fjörug starfsmannadeild að sögn starfsmanna en í Austurborg eru karlmenn tólf af 28 starfsmönnum. Á leikskólanum eru 97 börn frá 18 mánaða aldri. Mikil aukning hefur verið á meðal karlmanna í stafi leikskólakennara og því áhugavert að fá að sjá starfið frá þeirra hlið og af hverju þeir velja að verða leikskólakennarst. „Þetta var afskaplega handahófskennt árið 2010. Ég ætlaði bara að fara að vinna einhvers staðar af því að við konan ætluðum að fara að kaupa okkur hús. Ég þurfti þrjá launaseðla til að geta tekið lán. Og ég er bara búinn að vera hérna síðan,“ segir Ísleifur Örn Garðarsson. „Mig langaði í sumarfrí. Langaði í sumarvinnu með sumarfríi líka, það var árið 2013,“ segir Jón Arnar Ólafsson. Hann hafi verið í starfinu eitt ár í einu þar til hann fyndi eitthvað annað. „En svo var ég búinn að vera of lengi í þessu og bara um að gera að fara í nám.“ Snæbjörn Stefánsson var tiltölulega nýbúinn í menntaskóla og aðallega starfað í skyndibitaiðnaðinum þegar hann réð sig til starfa á Austurborg. „Ég hafði unnið á nokkrum sumarnámskeiðum og vissi að ég hefði áhuga á að vinna á leiksólum. Kærastan mín var að vinna á leikskóla á þessum tíma svo ég ákvað bara að kýla á það. Sótti um á nokkrum og þessi leikskóli var sá eini sem svaraði mér. Svo ég endaði hér.“ Þegar leikskólaleiðbeinendur á Austurborg voru spurðir af hverju karlar ættu að verða leikskólakennarar var svarið einfalt. Af hverju ekki? Þar er líklegt að þú getir nýtt þér þínar sterkustu hliðar hverjar sem þær eru og með því að starfa í leikskóla getur þú tekið þátt í að móta framtíðina á hverjum degi. Þá segjast karlarnir sína nálgun á starfið svo ólíka og hjá konunum. Þeir eru stoltir af starfinu sínu og segja leikskólann einstakan. Snæbjörn hvetur stráka á sínum aldri til að vinna á leikskóla. Þetta sé góð reynsla sem passi vel á ferilskrána. Ísleifur Örn segir starfið alls ekki snúast um að vera kona eða karl. Skemmtilegt fólk vinni á leikskóla óháð því af hvaða kyni það sé. „Ég held að það besta í þessu starfi er að ég bíð ekki mánuð eftir mánuð eftir launaseðlinum að sjá hvað ég get komist í gott frí. Mér finnst ógeðslega gaman að komast í vinnuna að vinna með börnum. Við erum heppin að vera með alla þessa karlmenn því við erum ógeðslega flottar og skemmtilegar konur líka. Ekki afskrifa fyrsta leikskólann sem þið vinnið á og segjast aldrei ætla að vinna aftur á leikskóla. Það getur vel verið að rétti leikskólinn sé handan við hornið,“ segir Ísleifur Örn. Börn og uppeldi Ísland í dag Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Leikskólar eru skemmtilegir og gefandi vinnustaðir. Austurborg er leikskóli sem rekinn er af Reykjavíkurborg og hefur verið starfandi frá 1. júlí 1974. Skólanum hefur alltaf fylgt skemmtileg og fjörug starfsmannadeild að sögn starfsmanna en í Austurborg eru karlmenn tólf af 28 starfsmönnum. Á leikskólanum eru 97 börn frá 18 mánaða aldri. Mikil aukning hefur verið á meðal karlmanna í stafi leikskólakennara og því áhugavert að fá að sjá starfið frá þeirra hlið og af hverju þeir velja að verða leikskólakennarst. „Þetta var afskaplega handahófskennt árið 2010. Ég ætlaði bara að fara að vinna einhvers staðar af því að við konan ætluðum að fara að kaupa okkur hús. Ég þurfti þrjá launaseðla til að geta tekið lán. Og ég er bara búinn að vera hérna síðan,“ segir Ísleifur Örn Garðarsson. „Mig langaði í sumarfrí. Langaði í sumarvinnu með sumarfríi líka, það var árið 2013,“ segir Jón Arnar Ólafsson. Hann hafi verið í starfinu eitt ár í einu þar til hann fyndi eitthvað annað. „En svo var ég búinn að vera of lengi í þessu og bara um að gera að fara í nám.“ Snæbjörn Stefánsson var tiltölulega nýbúinn í menntaskóla og aðallega starfað í skyndibitaiðnaðinum þegar hann réð sig til starfa á Austurborg. „Ég hafði unnið á nokkrum sumarnámskeiðum og vissi að ég hefði áhuga á að vinna á leiksólum. Kærastan mín var að vinna á leikskóla á þessum tíma svo ég ákvað bara að kýla á það. Sótti um á nokkrum og þessi leikskóli var sá eini sem svaraði mér. Svo ég endaði hér.“ Þegar leikskólaleiðbeinendur á Austurborg voru spurðir af hverju karlar ættu að verða leikskólakennarar var svarið einfalt. Af hverju ekki? Þar er líklegt að þú getir nýtt þér þínar sterkustu hliðar hverjar sem þær eru og með því að starfa í leikskóla getur þú tekið þátt í að móta framtíðina á hverjum degi. Þá segjast karlarnir sína nálgun á starfið svo ólíka og hjá konunum. Þeir eru stoltir af starfinu sínu og segja leikskólann einstakan. Snæbjörn hvetur stráka á sínum aldri til að vinna á leikskóla. Þetta sé góð reynsla sem passi vel á ferilskrána. Ísleifur Örn segir starfið alls ekki snúast um að vera kona eða karl. Skemmtilegt fólk vinni á leikskóla óháð því af hvaða kyni það sé. „Ég held að það besta í þessu starfi er að ég bíð ekki mánuð eftir mánuð eftir launaseðlinum að sjá hvað ég get komist í gott frí. Mér finnst ógeðslega gaman að komast í vinnuna að vinna með börnum. Við erum heppin að vera með alla þessa karlmenn því við erum ógeðslega flottar og skemmtilegar konur líka. Ekki afskrifa fyrsta leikskólann sem þið vinnið á og segjast aldrei ætla að vinna aftur á leikskóla. Það getur vel verið að rétti leikskólinn sé handan við hornið,“ segir Ísleifur Örn.
Börn og uppeldi Ísland í dag Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira